Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 29

Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Ecco Ethan Stærðir: 40-46 Verð kr. 21.995 Ecco Ethan Stærðir: 40-46 Verð kr. 21.995 Ecco Bendix Stærðir: 40-46 Verð kr. 27.995 Ecco Bendix Stærðir: 40-46 Verð kr. 26.995 ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050 STEINAR WAAGE KRINGLAN & SMÁRALIND WWW.SKOR.IS Hvað klikkaði? Stundum tökum við rangar ákvarðanir og gerum mistök. Þó mistök séu auðvitað leiðinleg meðan á þeim stendur er lærdómurinn sem af þeim hlýst afar mikilvægur. Mánudaginn 8. desember kl. 13.00–14.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19 Skráning og nánari upplýsingar á imark.is Örfyrirlestrar um klúður í markaðsmálum Fyrirlesarar: Þorvaldur Sverrisson, stefnumótunarstjóri á auglýsinga- stofunni Jónsson & Le'macks, fjallar um markaðssetningu á fólki í fyrirlestrinum Aldrei syngja. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs hjá Símanum, flytur fyrirlesturinn Allir tilbúnir – nema viðskiptavinurinn. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, fjallar um markaðssetningu íslenskra tónlistar- manna erlendis í fyrirlestrinum Útflutningur tónlistar. Gísli Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, flytur fyrirlesturinn Castro, Hvíta og brjáluðu kaþólikkarnir. Sigmar Vilhjálmsson, veitingamaður, flytur fyrirlesturinn Hvað var ég að pæla? um það sem klikkaði í Miklagarði. Fundarstjóri: Þóra Tómasdóttir, stofnandi Festival of Failure sem er óður til hugmynda og vettvangur fyrir ógleymanleg mistök. Þóra Þorvaldur Birna Sigtryggur Gísli Sigmar Trúðu á tvennt í heimi tign sem hæsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Thorsteinsson) Guð er lifandi kær- leikur sem birtist í öllu sem andann dregur og er sam- tvinnaður okkar eðli, svo fremi við göngumst við. Þegar menn finna að þeir eru hluti af Guði í daglegu lífi knýr það þá til réttsýni og ábyrgðar á eigin gjörð- um gagnvart öllu lífi; mönnum, dýrum og náttúru. Ekkert verður undanskilið. Fólk sem sækir sér umboð til almennings er í mikilvægu valda- og forystuhlutverki meðan það nýtur trausts. Þeim sem gera eft- irfarandi að einkunnarorðum sín- um; að vinna öðrum til heilla, mun vegna vel, öðrum ekki. Hvaða til- finning er annars yndislegri í mannlegu eðli en sú að gefa og hjálpa? Og hvaða tilfinning hlýtur að vera meira mannskemmandi en að sitja að völdum í óþökk þess fjölda sem upphaflega treysti þér? Lyndiseinkunn kærleikans end- urspeglar heiðarleika og fer ekki með ósannindi. Það er mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna; að skilja að- stæður fólksins í landinu, setja sig inn í þær og reyna að gera öllum vel og hjálpa til þess að allt fari á besta veg fyrir þjóð. Sagan sýnir okkur að á þessu hafa orðið alvar- legir misbrestir. Kæru stjórnmálamenn, þingmenn og ráðherrar Ef svo ber undir, skora ég á ykkur að stöðva sjálfa ykkur og þá samflokksmenn sem fara fram með græðgi og sjálfselsku meðal ykkar, því hún mun ávallt verða á kostnað fjöldans og er mál að linni. Ræktið dyggð og nægjusemi og veri ykkur umhugað um að allir hafi nóg til hnífs og skeiðar, frek- ar en að skara sífellt eld að eigin köku. Það er ekkert að því að þeir sem eru duglegir, útsjónarsamir en heiðarlegir njóti þess efnahags- lega, hugnist þeim svo, það er m.a. drifkrafturinn í okkar þjóðfélagi. En gerist þá ekki umboðsmenn fjöldans því það fer sjaldnast sam- an með sérhagsmunum meðan set- ið er að völdum. Göfuglyndi ykkar og kærleikur á að vaxa við bættan hag skjóstæðinga ykkar, kjósenda. Rækið störf ykkar fyrir alla Ís- lendinga af trúmennsku því per- sónuleg auðæfi og völd eru fallvölt gæði sem skila engum varanlegum auð. Jarðvistin er einungis und- irbúningur þess lífs sem koma skal og enginn flýr sjálfsvitundina, reikningsskil eigin gjörða. Hið raunverulega ríkidæmi er kærleikurinn innra með hverjum manni sem ræktar með okkur mannhelgi ásamt því sem heiður og orðspor eru verðmætari en all- ar fúlgur fjár. Hugsjón í þágu fjöldans virðist mörgum gleymd meðal ykkar stjórnmálamanna og er það áhyggjuefni. Græðgi er ein mesta meinsemd í okkar þjóðfélagi, en samt virðist hún land- læg. Af hverju? Vald og fégræðgi kalla jafn- an fram það versta í mannlegu eðli og spill- ir frekar en bætir og er án vafa þjóð okkar fátt hættulegra en gráðugir sérhags- munatengdir stjórn- málamenn. Um spillingu, græðgi og sérhags- munastjórnmál undir- orpin hégóma vitnar sannleiks- skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis svo um munar. En hún er einn merkasti sjálfsskoðunarspeg- ill þjóðar sem unninn hefur verið en samt hefur enginn gengist við ábyrgð né beðið þjóðina afsök- unar, af hverju? Og hvers vegna er ekki oftar vitnað í þessa merku skýrslu á Alþingi okkar Íslend- inga? Öllum verður á en iðrist gerand- inn ekki, öðlast hann ekki þann lærdóm sem hann á skilið og end- urtekning mistaka mun verða. Ég bið sum ykkar einnig um að gæta tungunnar og hætta að tala illa um náungann eða tala niður til þeirra sem ekki eru ykkar skoð- anabræður. Það er plagsiður sem því miður fylgir svo mörgum. Ég bið ykkur að huga að einum ein- staklingi á dag til reynslu að tala fallega um, sama hvar í flokki hann stendur eða hvað þið teljið hann hugsanlega hafa gert á ykk- ar hlut í fortíðinni. Fyrirgefning er nefnilega sjálfskoðun og sátt til hamingjusamlegra samfélags og betra lífs. Fátt er innilegra en sáttarfaðmlag og get ég fullvissað ykkur um að þið vaknið næsta dag með meira kærleiksljós í hjarta en þið hafið fundið fyrir áður, e.t.v. full löngunar að verja komandi degi á sama hátt. Kærleikur nærist nefnilega á kærleika og verkefni ykkar er að vinna saman að heill allra lands- manna, ekki bara sumra. Með kærleikann að leiðarljósi er ekki rými fyrir óheiðarleika, karp eða sérhagsmunatengdar ákvarðanir, einungis heill allra. Það gildir einu hvaða stjórnmálastefnu fólk að- hyllist, Guðskærleikur á að ráða för. Dragið ekki að iðka göfug og óeigingjörn störf í þágu fjöldans því til þess er ætlast af okkur sem kusum ykkur sem e.t.v. er öfugt við þau fámennu sérhagsmuna- samtök sem styrktu sum ykkar með fjárframlögum. Það er ein- faldlega rangt að hygla vinum eða venslamönnum á kostnað fjöldans. Hlustið gaumgæfilega og af auð- mýkt á rödd fjöldans, því við vit- um hvað okkur er fyrir bestu. Eft- ir allt eru þið jú fulltrúar okkar til langs tíma eða skamms. Opið bréf til stjórnmálamanna Eftir Árna Má Jensson Árni Már Jensson »Ræktið dyggð og nægjusemi og verið umhugað um að allir hafi nóg til hnífs og skeiðar, frekar en að skara sífellt eld að eigin köku. Höfundur er heilari, miðill og áhuga- maður um betra líf. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.