Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 VINNINGASKRÁ 31. útdráttur 4. desember 2014 436 10044 20251 29942 37980 48706 61143 68606 666 10402 20753 29981 38603 49039 61166 69445 760 10925 20941 30153 38700 49128 61297 69867 1134 11948 21151 30186 38831 49226 61387 69996 1809 12146 21473 30193 39038 49614 61614 70721 2087 12203 22058 30222 39763 49638 61775 71065 2425 12266 22093 31129 39780 50351 61966 71811 2649 12285 22527 31130 41244 51003 62318 72539 4029 12522 22543 31711 41349 51488 62618 73193 4335 12821 22556 31832 41591 51667 62839 73576 4537 13595 24469 32288 41807 51864 63063 73641 4992 13599 24606 32900 42066 51885 63188 73756 5152 14040 25106 32910 42634 51923 63654 73761 5261 14221 25146 32950 42871 52591 63828 75405 5711 14381 25512 33867 43087 53726 64097 75845 6018 14522 25710 34045 43528 53869 64234 76758 6260 14834 25796 34068 43951 54440 64328 76900 6695 15023 26398 34779 44907 54849 64357 77064 6990 15246 26447 35021 45172 55727 64422 77900 7046 15934 26541 35384 45715 55896 64499 78271 7310 16365 26617 35504 45805 56681 64607 78457 7387 16897 27069 35898 45997 58194 64771 78861 7684 16934 27106 36026 46097 58250 64939 78959 7705 17015 27825 36063 46172 58550 65104 79370 7762 17297 28160 36067 46497 59151 65172 79662 8049 17421 28764 36098 46556 59258 65784 79971 8131 17644 29320 36525 46669 59344 65893 8231 17759 29428 36793 46783 59560 65933 8293 17899 29525 36878 46961 59769 65940 8825 18001 29683 37126 48191 59981 65979 9159 18507 29825 37611 48343 60100 67875 9730 19076 29863 37785 48434 60391 68249 835 13992 20407 29367 43289 54379 61868 70862 2457 14075 20662 31157 44141 54862 62293 71216 2887 14499 21299 32340 44395 55198 63202 73099 4223 15243 21453 33185 44560 55422 64780 74361 4560 16086 22585 33307 46631 56184 64840 74912 7738 16740 23174 33562 47827 56682 64994 77657 9324 17373 23339 35459 51111 57636 65423 78746 10003 17700 23976 36361 51596 59282 65724 79516 10030 17874 24425 38149 51771 59400 66572 79635 11398 17879 24878 39680 52512 59651 66650 12576 18737 28742 40177 52554 59701 67045 12862 19009 29180 41775 54175 60891 69971 12958 19262 29324 42489 54205 61837 70719 Næstu útdrættir fara fram 11, 18, 23. des & 2.jan 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 13823 22578 51018 52032 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1024 12194 31342 42568 56472 66667 1289 20850 33871 43860 59166 71331 8841 23989 38996 44209 60936 72220 10057 29495 39814 44428 63037 78836 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 1 7 0 1 Í gamla daga áttu sumir landsmenn merkilegan bíl sem nefndist Trabant. Þessi bíll var þekktur fyrir torkennileg hljóð, sér- staklega þegar verið var að puða við að koma honum í gang á morgn- ana og fékk hann við- urnefni sitt af torkenni- legum hljóðum sem fylgdu honum hvert sem hann fór. Fyrir utan óhljóðin þótti Trabbinn sérstakur um þrennt, hann var ódýrasti bíllinn á mark- aðnum, dreypti á eldsneytinu af stakri kurteisi en aftur á móti var ending bílsins svipuð annarri austur- þýskri hugmynd sem fólst í því að loka fólk af með 3,6 m háum vegg. Þetta stöðvaði þó Íslendinga ekki í því að stofna klúbb utan um bílinn sem kallaður var „Skynsemin ræð- ur“. Ástæða þess að ég dreg þessa sérstöku og skammlífu bílategund fram í upphafi greinarinnar er sú að nýr íslenskur klúbbur hefur verið stofnaður utan um rekstur heilbrigð- iskerfisins og hafa meðlimir hans sömu trú og meðlimir Trab- antklúbbsins sáluga – á að þar ráði skynsemin ríkjum. Niðurstaðan er þó sú sama en afleiðingarnar öllu verri þar sem meðlimir bílaklúbbsins voru þrátt fyrir allt miklir húmoristar og höfðu eytt litlu í sportið þegar upp var staðið. Læknaflótti er hins vegar grafalvarlegt fyrirbrigði og blóðtaka fyrir íslenska ríkið og þess vegna skólabókardæmi um að spara aurinn og kasta krónunni. Fyrir nokkrum árum hitti ég vin minn úr læknadeild- inni. Hann sagði mér að hann væri farinn að „pendla“ grimmt. Hann sæi enga aðra kosti í stöðunni til að greiða niður námslánin og framfæra fjölskylduna en að fara á tveggja vikna fresti til Noregs, búa þar í smá- kytru og vinna myrkranna á milli í hálfan mánuð. Á þennan hátt tókst honum að tvöfalda tekjur sem hann annars hefði heima fyr- ir. Þrátt fyrir tilhneig- ingu hans, líkt og margra Íslendinga til að taka þessu hetjulega og gera lítið úr vanda- málunum þá sá ég glöggt að þetta var farið að taka sinn toll af hon- um og án efa af fjöl- skyldu hans og börnum sem þurftu að sjá af föð- urnum aðra hverja viku. Íslenskir læknar eru alla jafna þol- inmóðir og láta ým- islegt yfir sig ganga. Aldagamlar hefðir þolgæðis og þagmælsku, sem markvisst eru kenndar læknum strax í læknadeildinni, eru þar eflaust áhrifavaldar. Læknar læra að halda stillingu og ró, stundum að því marki að stéttin ber skaða af. Þetta kemur sér vel fyrir þjóðfélagið í heild og hef- ur skapað virðingu fyrir lækn- ishlutverkinu. Þessar hefðir eru grundvöllur fyrir trúnaði læknis og sjúklings og gera það að verkum að læknar geta unnið undir miklu álagi í erfiðum aðstæðum. Skuggahlið þessa birtist þó helst í því að stéttin er við- kvæm fyrir opinberri valdbeitingu auk þess sem viss hætta er á því að almenningur líti óvægnari augum á tekjuöflun lækna. Sem betur fer skilja margir þær röksemdir sem kollegar mínir hafa lýst svo vel á und- anförnum mánuðum þar sem stór meirihluti þjóðarinnar vill leiðrétt- ingu á launum íslenskra lækna, sem lækkað hafa í samanburði við laun annarra á undanförnum áratugum. Ég beini orðum mínum til þeirra sem enn eiga bágt með að skilja af hverju læknar fara fram á launahækkun um- fram aðra í þjóðfélaginu. Ég ætla ekki að fara í neinar tölur, prósentur og þaðan af síður í umræðuna um að nám kosti peninga eða gagnkvæmar skyldur lækna og íslensks þjóðfélags. Allar þessar hliðar hafa verið ræddar í frábærum greinum félaga minna undanfarna mánuði. Mig langar hins vegar að setja fram það sem kalla mætti heimtökuskilaboð (take-home message) þessarar greinar. Þótt þið gleymið öllu sem hér var skrifað (nema Trabantinum) þá skulið þið hugsa ykkur sérfræðing sem búinn er með erfitt sérnám í fjarlægu landi. Hann er nýfluttur til Íslands í faðm stórfjölskyldu sinnar þegar hann uppgötvar að hann nær vart endum saman nema með því að taka stöðu erlendis sem krefst þess að hann verji helmingi af tíma sínum erlendis, fjarri maka sínum og börnum. Ferða- lögin draga smám saman mátt úr lækninum, samfella í meðferð hans á sjúklingum er minni en hann vildi hafa hana, vinnan erlendis er lýjandi og hann gæti jafnvel fundið fyrir fyrstu merkjum þess að brenna út í starfi. Eitt sinn í flugvélinni á leiðinni út fer hann að skrifa niður áætlun. Plan B. Hann ætlar að segja upp stöðu sinni á spítalanum. Yfirmenn- irnir erlendis hafa óskað eftir því að hann kæmi í fulla stöðu og boðið margfalt betri laun. Hann kynnir þessa áætlun fyrir fjölskyldu sinni og hún tekur vel í þetta – allir finna fyrir feginleika að fá að setjast að á einum stað, fá góð laun og búa við góðar að- stæður, bæði í vinnu sem utan henn- ar. Sérfræðingurinn segir upp stöðu sinni á spítalanum og einn kaldan vetrarmorgun er fjölskyldan komin á flugvöllinn. Þar sem elsta barnið er orðið 16 ára mun það líklega festa rætur í útlandinu og þar með er lík- legt að fjölskyldan sé horfin af landi brott fyrir fullt og allt. Þetta eru heimtökuskilaboðin, þetta er Plan B. Er ekki sátt um þjóðarsátt? Trabanthagfræði eða þjóðarsátt Eftir Jóhannes Kára Kristinsson » Þótt þið gleymið öllu sem hér var skrifað (nema Trabantinum) skulið þið hugsa ykkur sérfræðing sem búinn er með erfitt sérnám í fjarlægu landi. Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er læknir. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Umbreyting afla í útflutningsverðmæti skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Nýting og vinnsla sjávarafurða koma þar við sögu. Eins og vinnslan snýst um virðingu fyrir neyt- endum og hráefnum snýst nýtingin um virðingu fyrir hráefn- um og umhverfi, að sama skapi snýst verð- mætasköpunin um virðingu fyrir sam- félagi og auðlindum. Fullmargir full- yrða fullmikið um fullvinnslu og fullnýtingu. Samhliða fullyrð- ingaflaumi ber á óþarfa mismunun, þar sem afurðir eru flokkaðar nokkuð frjálslega sem aðalatriði og aukaatriði. Grá(upplögð)lúða Vissulega er markmiðið að nýta öll aðföng sem best á sem arðbærastan hátt. Keppikeflið má ekki vera nýting- arhlutfallið eitt og sér, verðmætin knýja þjóðfélagið áfram. Bræðsla, vinnsluaðferð sem notar allt hráefnið, þó heimtur séu ekki mikið umfram fitu- og próteininnihald hráefnisins, aflanum er öllum ráðstafað til einnar og sömu vinnsluaðferðarinnar og ekk- ert er skilið eftir, sama gildir um heil- frystingu fisks, vinnslu sem skilar háu hlutfalli afurða af hráefni en verðmæt- in eru tæpast eftirsóknarverð. Er fullvinnsla að með- höndla allt hráefni eða sú meðhöndlun sem er nauðsynleg þannig að neytandinn þurfi sem minnst að handleika matinn? Er fullnýting að lágmarka það sem fer forgörðum við með- höndlun hvers hlekks í keðjunni frá báti að áti? Veltur nýtingin á notkun hráefna, flækjustigi vinnslu, notkun vinnslu- búnaðar eða nýtingu á tækifærum til verð- mætasköpunar? Nýting eins aðila, fyrirtækjasamstæðu eða samanlagt allra þeirra sem höndla með sjáv- arfang hér á landi? Eðlilega falla aukaafurðir vel að hugarheimi Íslendinga sem eru farn- irað velta aukaatriðum fyrir sér. Menn leggja áherslu á það sem skap- ar hverjum og einum mestar tekjur, fjölbreytt samfélag rúmar ólíkar áherslur, það sem er aukaatriði eins er aðalafurð annars. Hver og einn kappkostar að gera vel það sem sá gerir og sumir hafa náð miklum ár- angri. Þar sem hagtölur sýna mikil verðmæti þorsks er hægt að spyrja hvort ýsa sé aukaafurð þorsks? Líta ber á allan fisk sem hráefni fyrir verðmætar vörur. Aðstæður hverju sinni takmarka getu manna til at- hafna og hafa áhrif á nýtingu og verð- mætasköpun. Nærtækara er að minna fólk á að taka lýsi en að taka aukaafurð. Allt það framsýna fólk sem tekst verðmætasköpun úr vannýttum tæki- færum sem liggja í því sem alla jafn- an er ekki er neytt á hrós skilið fyrir hugvitssemi. Þó hægt sé að sníða klæði úr roði þá verður róið til fiskjar eftir hinum æta hluta enn um sinn. Takmarkað magn hráefna krefst þess að mest verðmæti séu sköpuð úr hverjum fiski, þar skiptir framsýni máli. Tækifæri til að gera betur Þeir sem vilja reyna að eyða tíma sínum í að sannfæra fólk um að slor sé jákvætt, því það rími við þor, mega reyna það. En líklegra er að fleirum þyki slor neikvætt, kannski vegna þess það rímar við gor, því þarf það að vera á hreinu að íslenskur sjávar- útvegur er ekkert slor, heldur er ís- lenskur sjávarútvegur spennandi vettvangur ábyrgrar verðmætasköp- unar á sjálfbæran hátt úr tækifærum sem ólíkar þarfir á fjölbreyttum mörkuðum skapa. Afurðum ætlað að mæta þörfum á mörkuðum Eftir Arnljót Bjarka Bergsson Arnljótur Bjarki Bergsson »Markmiðið er að nýta öll aðföng sem best á sem arðbærastan hátt því verðmætin knýja þjóðfélagið áfram Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og sviðsstjóri Auðlinda og afurða hjá Matís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.