Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Til í svörtu, hvítu, rauðu Tilboðsverð kr. 106.900 Jólagjöfin í ár! fy heita sú kriftarbó VD diskur lgja með og burstuðu stáli! ð fylgir Vitamix sle jarmál og sv k og ar ig ps D Me pl r ávexti, gr nánast hvað y klaka og alla noð d Bý Samkvæmt 65. grein stjórnarskrár Íslands skulu allir þegnar landsins vera jafnir fyr- ir lögum. En sú er ald- eilis ekki raunin og hef- ur ekki verið í að minnsta kosti síðast- liðin 30 ár. Ég hafði fyrst orð á þessum lög- brotum á fundi hjá Sjálfstæðisfélaginu Fram í Hafnarfirði, en fékk litlar und- irtektir þá. Málið varðar mismun á meðferð lífeyrissjóðsiðgjalda hjá ríki og sveitarfélögum annars vegar og líf- eyrissjóðum á almennum vinnumark- aði hins vegar. Þeir sem eru í almenna kerfinu hafa mátt þola mikla skerð- ingu á sínum eftirlaunum. Til dæmis hafa greiðslur til þeirra sem eru í Líf- eyrissjóði flugvirkja verið skertir þrisvar sinnum um 19% í hvert sinn eða samtals um 57% og algengar skerðingar hjá öðrum sjóðum eru á milli 35 og 40%. En á sama tíma er sjóður opinberu starfsmannanna bæði verðtryggður og með beinni rík- isábyrgð samkvæmt núverandi fram- kvæmd. Þessi mikla mismunun er og hefur að mínum dómi alltaf verið bæði ósið- leg og ólögleg útfærsla á 65. grein stjórnarskrárinnar. Ég minnist atviks, sem átti sér stað í fjármálaráðu- neytinu fyrir um það bil 28 árum síðan. Þá var mér gert það ljóst, að ráðherra er yfirleitt aldrei meira en eitt kjörtímabil, og þá væru þeir lausir við hann. Hins vegar ætluðu þeir að vera lengur og ráða allri framvindu er varðar kaup og kjör opinberra starfs- manna hverju sinni. Það er framkvæmd þessara manna sem olli stjórnarskrárbrot- unum, sem leitt hefur til þess að skuld ríkissjóðs við sjóðinn er nú komin á sjötta hundrað milljarða, en þá er ekki nema hálf sagan sögð, því þá liggja all- ir þeir sem eru í almennu lífeyrissjóð- unum og hafa þurft að láta skerðing- arnar yfir sig ganga óbættir hjá garði. Þeirra tjón er nærri eitt þúsund millj- örðum ásamt þessum hundruðum milljarða við lífeyrissjóð ykkar. Þið verðið að hafa það á hreinu að það var ekki stjórnarskráin sem brást ykkur, heldur þið stjórnarskránni. Hvernig haldið þið að staðan væri nú, ef ekki hefði verið farin sú leið sem Friðrik Sophusson hóf í sinni ráð- herratíð, að greiða niður skuldir rík- isins við lífeyrissjóðinn og Geir Haarde hélt síðan áfram með til að lækka skuldir ríkissjóðs? Nú er þess minnst um víða veröld, að liðin eru 25 ár frá falli Berl- ínarmúrsins. Ég dreg þetta Berlínar- innskot hér fram, af því að það er svo margt líkt með því sem gerist, þegar stjórnvöld taka sér völd umfram það sem kveðið er á um í stjórnarskrá. Lítum aðeins á þessa fyrstu hreinu vinstri stjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms. Hún byrjaði á því að verja bankana fyrir þegnum þjóðfélagsins. Þetta tel ég að hafi verið arfavitlaus aðgerð. Voru það ekki einmitt þessir sömu bankar og starfsmenn þeirra sem voru mestu orsakavaldar hruns- ins? Slík vinnubrögð eru ekki aðeins ámælisverð, þau eru vítaverð og eiga stærstan þátt í því hvað virðing Al- þingis er lítil í skoðanakönnunum. Þetta er ef til vill ekkert skrítið í aug- um okkar sem komin erum vel yfir sjötugt. Hjá vinstri grænum voru það fyrst kommúnistar, síðan Sameining- arflokkur alþýðu, þá Alþýðubanda- lagið og nú Vinstri græn. Það er mun minna hjá hinum vinstri flokknum. Þar varð Alþýðuflokkurinn að Sam- fylkingunni. Það er hins vegar at- hyglivert, að þetta eru einu flokkarnir sem stundað hafa beint kennitöluf- lakk, því hluti Bjartrar framtíðar er flokkaflakkarar. Þá vil ég aðeins minnast á Framsókn sem alltof oft hefur átt erfitt með að standa stöðug í hægrifótinn. Ólafur Jóhannesson af- rekaði það að koma verðbólgunni í á annað hundrað prósent áður en hann baðst lausnar og boðað var til nýrra kosninga. Steingrímur Hermannsson virtist koma af fjöllum þegar hann varð forsætisráðherra, yfir öllum þessum fjölda skuttogara, sem búið var að lofa um land allt, þrátt fyrir að hafa sjálfur verið sjávarútvegsráð- herra fráfarandi stjórnar. Slík vinnu- brögð sem þessi eru mönnum ekki bjóðandi. Hæstvirtir ráðherrar og þingmenn, þið hafið allir svarið eið að stjórnar- skránni og eruð þar af leiðandi kjörnir varðmenn stjórnarskrárinnar, en ekk- ert gerist í því að jafna muninn milli þeirra sem vinna hjá ríki og bæ og þeirra sem vinna á almennum mark- aði. Hér þurfa að verða verulegar breytingar á allri stjórn þjóðmála. Þar vil ég fyrst nefna, að þið þurfið að biðja þjóðina afsökunar á framferðinu og hefjast handa við uppbyggingu á nýjum lagagrunni, sem tekur bæði til stjórnunar og siðferðis í stjórnmálum. Það er siðlaust að öll samningamál ríkisins séu í höndum manna sem hafa byggt sér upp sérréttindaelítu fyrir ríkisstarfsmenn, sem bæði nýtur verðtryggingar og ríkisábyrgðar. En þeir sem eru á almenna vinnumarkað- inum hafa þurft að þola tuga prósenta lækkun á sínum óverðtryggða lífeyri, og allt í trássi við gildandi stjórnar- skrá. Það fór líka illa fyrir brjóstið á mörgum manninum, að sjá það í blöð- unum að laun forstöðumanna ríkis- stofnana hefðu verið leiðrétt aftur- virkt um upphæðir, sem námu allt að rúmum sex milljónum á stöðugildið, hvers konar siðferði er þetta? Mín tilaga til lausnar á þessum ára- tugalöngu stjórnarskrárbrotum er þessi: Að fella niður skuld ríkisins við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og afnema verðtrygginguna. Ríkið gefi út lágmarks launataxta til handa öryrkjum og eldri borgurum, til dæm- is 300.000 kr. á mánuði. Síðan tæki við launabilið að 750.000 kr. til almennra kjarasamninga, en þó þannig að sam- eiginleg launanefnd ríkisins og al- menna vinnumarkaðarins hafi sam- þykkt launabreytinguna. En launum þar fyrir ofan má aldrei fylgja neinn verkfallsréttur, því misnotkun hans á stærstan þátt í því siðleysi sem þjóðin hefur þurft að búa við umliðna ára- tugi. Opið bréf til allra ráðherra og þingmanna Eftir Guðjón Tómasson »En á sama tíma er sjóð- ur opinberu starfs- mannanna bæði verð- tryggður og með beinni ríkisábyrgð samkvæmt núverandi framkvæmd. Guðjón Tómasson Höfundur er eldri borgari. Einn af þeim skött- um/gjöldum sem fólk er mjög ósátt við er svo- kallað bifreiðagjald sem sett var á sem úr- vinnslugjald bifreiða fyrir rúmum 20 árum. Gjaldið hefur hækkað mikið síðan og er lagt á hverja bifreið hvort sem hún er hreyfð úr hlaði eða ekki og gjaldið því ekkert annað en hár eignaskattur. Í stað gamla úrvinnslugjaldsins er komið til annað gjald sem kallast nú förgunargjald sem greitt er við skoð- un bifreiða. Skatturinn hefur því tvöfaldast í ríkiskerfinu í tvo innheimtuflokka eins og svo margt annað, en meðal bifreiðagjald á heimili er um 100-140 þúsund á ári. Margir hafa bent þing- mönnum á þetta óréttláta gjald en ekki fengið áheyrn að úr þurfi að bæta. Ég hvet þingmenn til að afnema nefnt gjald t.d. af einkabifreiðum í stað þess að eyða tíma og kröftum í að fjölga hér áfengissölustöðum/ einkavæða sem fyrir er nægt aðgengi að og vöruúrval mikið. Einnig er lögð áhersla á í þinginu að koma hér upp spilavítum sem margir hafa farið halloka á. Væri ekki æskilegra að leggja frekar áherslu á að efla hér forvarnir gegn fíkniefnabölinu, ofdrykkju, of- beldi, umferðarslysum og fleiru sem bæta þarf úr? Bifreiðagjaldið er hægt að afnema með einu pennastriki og bæta þar með hag heimila í landinu verulega, því afla þarf tekna upp á 140-200 þús- und til að standa undir þessu órétt- láta gjaldi sem ekki er að sjá að fari í viðhald vega né gatna. Margt fleira þarf að endurskoða í skattkerfinu og taka samhliða á und- anskotum til samfélagsins sem skatt- yfirvöld og verkalýðshreyfingin segja að skipti tugum milljarða eða meira á ári hverju. Á sama tíma er almennt launafólk skattpínt upp í rjáfur á ýmsa vegu. Rekstrarumhverfið kallar ávallt á visst aðhald og traust regluverk eins og flestum ætti að vera kunnugt um eftir hrunið 2008 þegar þjóðarskútan var því sem næst keyrð í þrot vegna rekstr- arumhverfis sem hér var látið viðgangast ár- um saman. Með því að taka á framangreindum þátt- um má frekar koma í veg fyrir að ungt og velmenntað fólk í hin- um ýmsu greinum flytji úr landi vegna lé- legra launa, hárra skatta og vaxta og hrörnunar í velferð- arkerfinu. Við þekkjum afleiðingar verðtryggingarinnar í núverandi mynd þar sem stór hluti þjóðarinnar er gerður eignalaus á nokkurra ára fresti. Óvissa ríkir hjá þeim sem voru hvað verst settir eftir hrunið 2008 og fengu einhverja niðurfærslu á hús- næðislánum 2010/2011 sem hvarf fljótt á verðbólgubálinu. Þeir sömu fá nú litla eða enga nið- urfærslu á sínum lánum og auk þess kemur til aukinn greiðsluþungi hjá mörgum vegna námslána. Í þessu sambandi er ég ekki að tala um þá sem fengu jafnvel tugi millj- óna í niðurfærslu á ofurlánum við 110 % niðurfærsluna 2010/2011. Mörgum finnst sem sama hring- rásin sé að myndast hér á ný í við- skipta, lána- og efnahagsumhverfinu og var fyrir hrun. Þetta eru þættir sem huga þarf að sem og að tekið verði á gjaldeyr- ishöftunum með skörpum aðgerðum, t.d. útgreiðsluskatti, hverjir svo sem eiga vogunarsjóðina. Samhliða þarf að gæta þess að hér skapist ekki ofþensla í kerfinu með síðari magalendingu eins og svo oft hefur gerst gegnum tíðina. Einfalda þarf virðisaukaskatts- kerfið, með lækkun í huga, af þarfri neysluvöru og afnema óþarfa rekstr- areiningar hjá ríkinu. Varðandi ferðageirann þá væri einfaldast að setja hóflegt gjald á far- seðla til landsins og á hafnargjöld varðandi farþegaskip til að byggja hér upp aðstöðu á okkar helstu nátt- úruperlum áður en þær verða meira útsparkaðar/eyðilagðar. Ekkert rekstrarbákn á bak við slíkt fyrirkomulag, aðeins góð út- færsla og gott skipulag. Leggja síðan áherslu á hágæða ferðaþjónustu eins og margir eru að gera hér í ferðageiranum í stað áherslu á milljónir ferðamanna sem getur kallað á þungan skell i grein- inni fyrr en síðar. Varðandi launamál þá undrar marga þegar aðilar með mjög há laun tala um að atvinnugreinarnar fari í þrot ef vissir launahópar fái hærri laun en rúm 200 þúsund á mánuði fyrir langan og strangan vinnudag. Slík laun eru ekki boðleg í nútíma þjóðfélagi þar sem kostnaður við grunnframfærslu er mjög hár. Huga þarf betur að heildar- launaumhverfinu í stað þess að reyna að kasta ryki í augu fólks að þjóðfé- lagið og vel stæð fyrirtæki fari í þrot ef laun og skattar verði almennt ásættanlegri. Aukning er á að erlendir borgarar komi til landsins í láglaunastörf og lifi hér spart í nokkra mánuði og hverfi síðan af landi brott. Á sama tíma er fyrirtækjarekstur sagður ganga vel í flestum greinum og því ætti ekki að vera vandamál að bæta hér almennt launakjör og fá þar með fólk í auknum mæli út á vinnu- markaðinn. Sú launastefna sem nú er boðuð fyrir hinn almenna launþega er ekki í samræmi við laun og launahækkanir vissra hópa í þjóðfélaginu á meðan þeir sem minnst hafa verða að láta sér nægja 160-170 þúsund til fram- færslu á mánuði. Stjórnvöld og verkalýðshreyfingin þurfa að huga betur að þessum þátt- um til að skapa hér betri sátt og stöð- ugleika fyrir heildina, ekki bara í há- tíðarræðum á tyllidögum. Tækifærin blasa víða við ef rétt er haldið á spilunum, því hér býr kraft- mikil og velmenntuð þjóð sem á rétt á betri stöðugleika og traustri framtíð- arsýn hjá stjórnvöldum. Hugleiðingar um skatta, laun, ferðamál og fleira Eftir Ómar G. Jónsson »Mörgum finnst sem sama hringrásin sé að myndast hér á ný í viðskipta, lána- og efna- hagsumhverfinu og var fyrir hrun. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og talsmaður sjálfstæða framfarahópsins fyrir þörfum úrbótum í þjóðfélaginu. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.