Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 35

Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 HREINAR LÍNUR Betina skenkur kr. 144.700 Tray Bakkaborð kr. 23.900 Stack motta 60x90 kr. 5.900 Gina stóll kr. 19.900 Vasi 30x15 kr. 9.600 Dixie 90x45 kr. 48.900 Yumi borð 2 saman kr. 28.700 Smile sófi 217 cm kr. 187.200 Dixie 55x35 kr. 29.900 Kertastjaki kr. 5.800 Vasi 30x15 kr. 9.600 Pax 21x15 kr. 22.900 Dana 35x47 kr. 45.500 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30 ÁRA Himneskar ullarvörur www.facebook.com/smarollinger Útsölustaðir: Hagkaup Húsgagnaval – Höfn Blossi – Grundarfirði Hafnarbúðin – Ísafirði Fjarðarkaup – Hafnarfirði Nesbakki – Neskaupsstað Kaupfélag V-Húnvetninga Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum Undurmjúk blanda af Merino ull og bómull Enginn kláði - bara yndisleg mýkt Hentar vel viðkvæmri húð Ég vil byrja á því að útskýra fyrirsögn greinarinnar áður en ég vík að tilefni hennar. Viðrekstrarfræði eru þau and- og sið- lausu fræði sem telja það ætíð best, til að tryggja hag fyrirtækis, að spara grimmt í launarekstrinum. Það er gert með því að segja upp sem flestu starfsfólki og koma síð- an störfum þess yfir á aðra innan viðkomandi fyrirtækis. Markmiðið með uppsögnunum er því ekki það að skera reksturinn niður, minnka umfang hans, heldur þvert á móti er lofað sama eða betri rekstrarárangri með því að beita upp- sögnum. Ekkert á að breytast annað en það að launa- kostnaður fyrirtækisins minnkar. Viðrekstrarfræðingar eru haldnir þeirri firru að með því að reka reynt og hæft starfsfólk sé ætíð hægt að viðhalda og/eða byggja upp rekst- urinn með óreyndara og færra fólki innan fyrirtækisins. Viðrekstr- arfræðingar eru yfirleitt skamm- sýnir, illa menntaðir einstaklingar, þrátt fyrir jafnvel langa skólagöngu, og þeir slá sig til riddara með van- hugsuðum og siðlausum uppsögnum sem líkjast orðið aftökum á saklausu fólki. Starfsfólki er skiljanlega brugðið þegar það sér á eftir góðum vinnufélögum, án þess að fá að kveðja það almennilega, og í kjölfar- ið þarf það að taka á sig æ fleiri verk- efni til að halda vinnunni. Andrúms- loft alræðishyggju og ógnarstjórnar einkennir slíka vinnustaði: Ef þú vilt halda vinnunni hafðu þá hljótt um þig og sættu þig við viðreksturinn. Annars ertu „ekki í liðinu“ og nafn þitt verður skráð á næsta aftökul- ista! Mann-auðn-stjórnun er síðan sú tegund stjórnunar sem hefur við- rekstrarfræðina að fyrirmynd sinni. Mann-auðn-stjórar hafa engan áhuga á raunverulegum mannauði innan fyrirtækisins heldur fylgja við- rekstrarfræðingum hugsunarlaust eins og lítil sæt gæludýr og skemmt- anastjórar. Lýðræðisleg valddreif- ing og valdefling starfs- fólks eru skammaryrði hjá fyrirtæki við- rekstrar og mann- auðnar. Þar fer ein fí- gúra með alræðisvaldið og skammtar það eins og gull til viðhlæjenda sinna í efri lögum hins gamla, úrelta stjórn- unarpýramída. Starfs- fólk og skoðanir þess skipta engu máli nema þær falli að alræði vald- hafanna sem ala á hjarðmennsku starfs- fólks og ótta þess við að missa vinnuna! Tilefni þessara hug- leiðinga er grein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu 28.11. 2014: Gert að hætta samstundis og yfirgefa vinnustaðinn. Þar er sagt frá því að tveimur Landsbankakonum, með töluverða starfs- reynslu, hafi fyr- irvaralaust verið sagt upp störfum og gert að yfirgefa bankann án tafar. Ýmsum bæjarbúum var skiljanlega brugðið og fannst þessi aðferð „óboð- leg og fruntaleg“. Það óhugnanlega við greinina er þó það sem haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni upplýs- ingafulltrúa Landsbankans. Hann segir orðrétt: „Mannauðsstjóri Landsbankans, Baldur G. Jónsson, fór vestur í Ólafs- vík og sagði þessum konum upp, í samráði við útibússtjórann í Ólafs- vík, það er rétt. En hann segir að það hafi verið alveg eins staðið að þess- um uppsögnum og alltaf er gert. Það er alltaf þannig, þegar Landsbank- inn hefur frumkvæði að starfslokum, að sá eða sú sem sagt er upp störfum hættir samstundis. Við skiljum það vitanlega að fólki sé brugðið. Upp- sagnir eru aldrei neitt gleðiefni.“ Í þessum orðum fáum við mann- auðn-stjórnun beint í æð: Starfsfólk skiptir ekki máli þegar á reynir og siðferði víkur fyrir siðleysi. Hægt er að taka frá fólki ævistarfið án þess að það fái að bera hönd fyrir höfuð sér. Vinnuréttur þess er lítill sem enginn! Og það furðulega í þessu öllu saman er að stéttarfélög gera enn ekkert í því að tryggja betur vinnurétt fólks þannig að t.d. gildar ástæður þurfi að vera til staðar til að hægt sé að reka fólk samstundis úr vinnu og heim. Nei, fyrirtækin og stéttarfélögin líta orðið á þessa tegund uppsagna sem eðlilegar eða normið! Stéttarfélög og atvinnumiðlanir ganga svo langt að taka málstað atvinnurekenda sem segja fólki fyrirvaralaust upp án gildra ástæðna. Þau tala um að það sé einnig sárt fyrir atvinnurekendur að þurfa að segja fólki upp á þennan hátt og að ekki megi gleyma að upp- sagnir séu gagnkvæmur réttur aðila á vinnumarkaði. Ég fæ ekki skilið að Landsbankinn sakni mikið kvennanna sem hann lætur Baldur og útibússtjórann segja upp og reka fyrirvaralaust heim. Þá sé ég ekki heldur gagnkvæmni samskipta Bald- urs, útibússtjórans og kvennanna. Ég sé hins vegar greinilega siðleysið og virðingarleysið sem liggur við- rekstrarfræðinni að baki. Í grein sem ég skrifaði í Morg- unblaðið 11.11. 2014 – Einelti, upp- sögn og ný þjónusta – varpa ég fram spurningunni: Af hverju er ekki hægt að kveðja góða starfsmenn á mannsæmandi hátt? Er það ekki hlutverk mannauðsstjóra, sem bera nafn með rentu, að það sé gert með þeim hætti? Og ef þeir eru hins veg- ar mann-auðn-stjórar, af hverju auka atvinnumiðlanir ekki við þjón- ustustig sitt og bjóða upp á mann- sæmandi uppsagnarþjónustu fyrir fyrirtæki sem kunna ekki að kveðja gott starfsfólk? Uppsagnir eru aldrei gleðiefni en þær þurfa ekki að vera eins og aftökur! Ný uppsagnarþjónusta á bjarta framtíð fyrir sér á Íslandi í dag! Eftir Óskar Sigurðsson Óskar Sigurðsson »Hægt er að taka frá fólki ævistarfið án þess að það fái að bera hönd fyrir höfuð sér. Vinnuréttur þess er lítill sem enginn! Höfundur er MA í heimspeki. „Viðrekstrarfræði“ og „mann-auðn-stjórnun“ Mig langar að kvarta til forsvars- manna Nettó. Þeir eru með nokkrar Nettó-verslanir á höfuðborgarsvæð- inu og ég hef komið í þær flestar. Nú vill svo til að ég á heima í Graf- arvogi og næsta verslun við mig er Nettó í Hverafold. Sú verslun virð- ist vera einhvers konar afgangs- verslun í Nettó-veldinu, því hún kemst ekki í hálfkvisti við aðrar hvað umhirðu varðar. Hún er drasl- araleg, vörur illa eða ekki verð- merktar, vantar oft ákveðnar vörur og oft sér maður útrunnar vörur. Ég skrepp þarna orðið af illri nauð- syn ef mig vantar eitthvert lítilræði og mér virðist að fólk versli ekki þarna orðið nema svoleiðis redd- ingar, því það er lítil umferð af fólki þarna alla jafna. Enda þegar versl- unin er svona lítið aðalaðandi þá fer fólk annað til að kaupa inn. Ef forsvarsmenn tækju sig til og sinntu þessari verslun betur er ég viss um að þeir næðu að rífa versl- unina upp, því það býr fjöldi fólks þarna allt um kring. Engu er líkara en þeim sé alveg sama um við- skiptavininn og það er vægast sagt ekki líklegt til árangurs. Óánægður viðskiptavinur Nettó í Grafarvogi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Bætið Nettó í Grafarvogi Örtröð Viðskiptavinir voru áhugasamir þegar verslun Nettó á Granda opnaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.