Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 ✝ Samúel AndrésAndrésson, (skírður Sámal Andreas), fæddist á Ströndum, Austur- ey í Færeyjum, 24. febrúar 1938. Hann lést á Landspítala, Landakoti, 13. nóv- ember 2014. Foreldrar hans voru Andreas Rasmussen, f. 1. september 1910, d. 1990, skip- stjóri og skipasmiður, og Da- vina Rasmussen, f. Olsen 17. september 1912, d. 1971, hús- móðir og verslunarkona. For- eldrar Andreasar voru Andreas og Fridrika Rasmussen búsett á Ströndum. Foreldrar Davinu voru Sámal og Johanna Olsen búsett á Tóftum. Árið 1956 flutti Samúel til Ís- lands og hóf nám í skipasmíði við Dráttarbrautina í Neskaup- stað og starfaði sem slíkur um árabil. Samhliða því starfi fór hann að stunda köfun og starf- aði síðan sem kafari hjá Vita- og hafnamálastofnun í um tutt- Þór, f. 2012. Fyrir átti Sigurður soninn Anton Samúel, f. 1980, sonur hans er Mikael Leó; f. 2002; 2) Davíð Samúelsson, f. 7. febrúar 1966, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Höfuðborgarstofu, kvæntur Kristjáni Andra Stefánssyni, skrifstofustjóra í utanríkisráðu- neyti; 3) Ragnheiður Sam- úelsdóttir, f. 13. mars 1968, tamningakona og reiðkennari, dóttir hennar er Bergþóra Harpa Stefánsdóttir, f. 1999; 4) Anna Berg Samúelsdóttir, f. 22. nóvember 1972, meistaranemi í landfræði, gift Stefáni Hrafn- kelssyni mjólkurtæknifræðingi hjá Líflandi, synir þeirra eru a) Stefnir Ægir Berg, f. 1994, sam- býliskona hans er Eyrún Bald- ursdóttir; b) Styrmir Ingi, f. 1995, unnusta hans er Erla Kristjánsdóttir. Systkini Samúels eru fjögur: 1) John Rasmussen, f. 4. apríl 1934, kvæntur Margit Rasm- ussen; 2) Kamma Andrésdóttir, f. 19. október 1936, gift Lind- berg Þorsteinssyni; 3) Símun Rasmussen, f. 20. september 1945, kvæntur Jovinu Ras- mussen; 4) Jeffrei Rasmussen, f. 12. apríl 1952, kvæntur Káru Rasmussen. Útför Samúels fer fram frá Digraneskirkju í dag, 5. desem- ber 2014, og hefst kl. 15. ugu ár. Eftir að Samúel hætti að kafa, 1980, vann hann við ýmis störf, s.s. akstur og smíðar. Hann kvæntist 4. nóv- ember 1961 Berg- þóru Ásgeirs- dóttur, f. 5. ágúst 1937, húsmóður og verslunarkonu. Þau eignuðust fjög- ur börn, en fyrir átti Bergþóra soninn Sverri Hermannsson, f. 13. mars 1955. Synir hans eru Maríus Hermann, f. 1973, og Hjalti Þór, f. 1978. Börn Samúels og Bergþóru eru 1) Sigurður Ásgeir Sam- úelsson, f. 28. júlí 1962, skip- stjóri, kvæntur Rósu Hansen skrifstofumanni hjá Olís, synir þeirra eru a) Ívar Örn, f. 1980, kvæntur Þóreyju Hafliðadóttur, sonur þeirra er Samúel Týr, f. 2005, sonur Þóreyjar frá fyrra hjónabandi er Daníel, f. 1998; b) Arnar Freyr, f. 1989, í sambúð með Stefaníu Lind Sverr- isdóttur, sonur þeirra er Frosti Frá því ég var lítil stelpa hefur pabbi verið mín stóra fyrirmynd, fjölhæfur, sterkur og góður faðir. Hann pabbi gat allt, sérlega handlaginn og úrræðagóður verkmaður. Pabbi var menntað- ur skipasmiður, pabbi elskaði að gera við bíla. Pabbi var kafari, hann vann við hafnargerð víðsvegar hér á Íslandi og einnig erlendis. Hann þótti sérstakt hraustmenni og margir þeir sem unnu með hon- um undruðust það þrek og úthald sem hann hafði. Kafaravinnan tók sinn toll af pabba, það má segja að líf hans hafi breyst á einni nóttu þegar hann var kall- aður út í skyndi til að leita eftir fólki sem hafði farið í höfnina í Þorlákshöfn. Eftir þetta slys sem og önnur slys sem urðu í Þorláks- höfn fór hann aldrei aftur í kaf- arabúning. Pabbi var mjög listhneigður, hafði gott tóneyra og gat spilað á næstum hvaða hljóðfæri sem var, hann fór aldrei í tónlistarskóla og kunni ekki að lesa nótur lengi framan af. Það var yfirleitt þann- ig þegar pabbi sá harmonikku, píanó eða gítar að þá byrjaði hann að spila. Hann söng gjarnan með enda frábær söngmaður, hann hafði hljómfallega og djúpa bassarödd, sem ég geymi í hug- skotinu og sakna. Pabbi var vinur og ljúfmenni, brosmildur með blíðleg augu og skilning í hjarta. Skilning þann sem einungis þeir hafa sem vita hvað lífið er og hafa reynt. Hann var vinamargur og skemmtilegur, pabbi nálgaðist alltaf fólk með jákvæðni. Pabbi var sérlegt glæsimenni og sént- ilmaður fram í fingurgóma. Pabbi og mamma hafa alltaf ver- ið óaðskiljanleg, kæleikurinn og ástin á milli þeirra alla tíð er efni í þykkan rómans um ástir og ör- lög, já og jafnvel eitthvað um flutninga. Pabbi elskaði öll fal- legu afabörnin sín, þau voru gim- steinarnir hans. Það var alltaf svo gaman að sjá pabba með lítil börn, hann hafði svo ofsalega stórar hendur, haldandi á litlum krílum, ógleymanleg sjón. Pabbi var mér mikill vinur, stórt skarð er höggvið í tilveru mína og ég þurrka tárin oft á dag. Á erfiðum tímum í mínu lífi reyndist hann mér allt. Hann var alltaf til stað- ar, traustur hlustandi og skiln- ingsríkur. Á rúntinum ræddum við oft málin, honum fannst best að tala þegar hann var að keyra. Við ræddum um skugga hugans og hve mikilvægt það er að tak- ast á við erfiðleika og gefast ekki upp. Ég var mikið hjá pabba í veikindum hans, við sátum yfir- leitt í þögninni því okkur fannst það alveg ágætt og hann sagði oft þegar ég var að fara, það er svo gott að tala við þig, Ragga mín, við skiljum hvort annað svo vel. Ég vissi hvað hann meinti jafnvel þó ekkert hefði verið sagt. Ég fann hve pabbi var gjörsigraður eftir þau erfiðu veikindi sem hann mátti þola í restina og ég vissi að hann var á leiðinni inn í ljósið. Ljúfa faðmlagið hans, æðruleysið og kærleikurinn var hjá honum alveg fram á síðasta augnablik. Ég veit að Sammi kaf- ari er kominn í sumarlandið, hann hefur sjálfsagt flogið til himna á ferðabíl af bestu sort með gin í glasi og bros á vör. Ég kyssi pabba minn á kinn og kveð, ég mun sakna hans alla daga. Þín dóttir, Ragnheiður. Sonarkveðja Eitt af því sem pabbi tók með sér úr föðurhúsum í Færeyjum var sterk trúarsannfæring. Alla tíð sótti hann mikinn styrk í hana, bæði í leik og starfi, ekki síst í veikindunum undanfarin misseri. Jafnvel þótt síðustu mánuðir hafi verið okkur erfiðir lít ég með þakklæti til þess tíma sem það skapaði okkur saman og þykir vænt um að hafa fengið tækifæri til að endurgjalda honum alla þá ást og umhyggju sem hann um- vafði mig alla tíð. Sem trúmaður hafði hann grunngildin í lífinu alveg á hreinu. Það vafðist ekki fyrir honum að hver og einn ætti rétt á að leita gæfunnar og höndla ham- ingjuna á eigin forsendum, jafn- vel þótt það væri ekki í samræmi við viðtekin viðhorf á þeim tíma. Það var mér ósegjanlega mikils virði að eiga stuðning föður míns óskiptan á mótunarárum mínum og finna að stólpinn í straumnum bifaðist ekki þótt stundum gæfi á, sérstaklega í litlu þorpi úti á landi þar sem viðbrögð við þeim sem skera sig úr geta verið óvægin. Að því leyti var hann langt á undan sinni samtíð, bæði þar og í heimalandi sínu. Hann fagnaði fjölbreytileikan- um löngu áður en nokkur kunni að nefna hann því nafni og hann var aldrei feiminn við það, hvorki gagnvart mér né öðrum. Á sínum tíma skipti það mig meira máli en nokkuð annað í lífinu. Að því leyti á ég honum lífið að launa í tvenn- um skilningi. Ég kveð pabba minn með þessum fallega sálmi í færeyskri þýðingu um manninn sem biður Guð að standa hjá sér þegar nótt- in sígur á og stundin rennur upp: Ver tú hjá mær, nú náttin kemur á, og dagur dimmist, Harri, statt mær hjá! Tá onnur hjálp og troyst er langt frá mær, hjálp hinna hjálparleysu, ver tú nær! (Texti: William Henry Monk. Þýð.: Vic- tor Danielsen.) Guð blessi minninguna um hann pabba minn. Hún mun ætíð lifa með mér. Davíð. Elsku pabbi minn, kallið er komið og ferðalaginu til sumar- landsins, sem hófst hjá þér í vor, er lokið og tel ég víst að þú sért núna kominn á áfangastað. Ég sé þig fyrir mér í sumarlandinu létt- an og kátan því þannig varstu að eðlisfari, hvers manns hugljúfi. Það er gott til þess að hugsa að þú dveljir á stað þar sem líkam- legur sársauki er ekki til, stað þar sem þú getur látið drauma þína rætast og hver veit – kannski ertu búinn að finna draumaferðabílinn? Pabba, Samma eins og allir kölluðu hann, var margt til lista lagt og lærði hann t.a.m. skipa- smíði í Dráttarbrautinni í Nes- kaupstað. En þrátt fyrir að hafa lært þá iðn vann hann líka ýmis önnur störf, s.s við köfun, gæslu í löggunni, rútuakstur, húsa- smíðar o.m.fl. Pabbi var ekki bara duglegur til vinnu heldur líka mikill áhugamaður um tón- list og þau voru ófá hljóðfærin sem hann spilaði á þrátt fyrir að vera sjálflærður á nótur. Einnig var hann góður söngvari og söng með fjölda kóra. Djúp og falleg bassaröddin hans pabba var margrómuð og ég man greinilega hvernig hún hrein- lega fannst upp í gegnum kirkjugólfsfjalirnar. Köfun varð að ævistarfi þó að mörg önnur verk hafi verið unn- in eins og lýst er hér að ofan. Ég segi oft stolt frá því að pabbi var einn af þeim fyrstu á Íslandi til þess að steypa neðansjávar. Þær eru ófáar sagnastundirnar um vinnu hans við köfun til dæmis frá síldarárunum þar sem kafað var undir báta til að losa net úr skrúfum, þegar ferskvatnið var lagt til Vest- mannaeyja eða um smíðar á bryggjum úti um allt land. Kú- vending varð á lífi okkar haustið 1979 þegar sorgin knúði dyra. Þá þurfti pabbi að sinna verk- efnum sem kafari sem urðu til þess að hann hætti kafarastarf- inu. Þetta voru myrkir tímar bæði fyrir okkur fjölskylduna og þá sem misstu ástvini sína í höfnina í Þorlákshöfn. Pabbi var kannski líkamlega til staðar hjá okkur, en andlega fjarverandi því það fer enginn ósnortinn í gegnum atburði líkt og þá sem gerðust þetta haust. Tíminn læknar öll sár svo örin ein verða eftir. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og lagði metnað í að hlúa vel að okkur systkinunum og síðar barnabörnunum. Alltaf var hann boðinn og búinn til að aðstoða okkur. Takk, elsku pabbi, fyrir alla umhyggjuna og það að vera sannur, trúr og stað- fastur. Kæri pabbi, þetta er hinsta kveðjan mín til þín. Njóttu sum- arlandsins, við sjáumst svo þeg- ar minni vist lýkur hér á jörð- inni. Ein mannsævi er augnablik í samanburði við ljósár and- heima, takk fyrir jarðneskar samverustundir þínar, elsku besti pabbi minn. Anna Berg Samúelsdóttir. Hann Samúel tók mér opnum örmum allt frá okkar fyrstu kynnum. Sterklega byggður, en dagfarsprúður og rólegur í fasi bauð hann mig velkominn í fjöl- skylduna þeirra Bergþóru af þeirri einlægni sem getur aðeins stafað frá hjartanu. Það var mér mikils virði að fá strax hlýjar móttökur hjá þeim hjónum og gaman að kynnast þeim báðum. Þótt þau væru ólík virtist neist- inn á milli þeirra alltaf jafn- sterkur. Þegar ég kom til sögunnar höfðu þau komið sér fyrir á síð- asta heimilinu sem þau bjuggu sér í Gullsmára í Kópavogi. Þá var langri og farsælli starfsævi lokið, en sakir starfa Samúels höfðu þau víða slegið sér niður frá því þau hófu búskap sinn á Norðfirði fyrir 53 árum. Samúel hafði sótt þangað í atvinnuleit, eins og margir Færeyingar á sjötta áratugnum. Hann lærði þar bátasmíði en starfaði lengst af við köfun og hafnarfram- kvæmdir víða um land. Oft hef- ur þá verið unnið við erfiðar að- stæður og eftirminnilegar eru lýsingar hans á lögn vatnsleiðsl- unnar til Vestmannaeyja, svo nefnt sé eitt dæmi af mörgum framfaramálum sem hann lagði krafta sína til. Á kafarastarfinu voru hins vegar einnig aðrar og dekkri hliðar tengdar björgun og leit eftir slys sem taka myndu á hvern sem í þeim lendir. Engin áfallahjálp var í þá daga og Samúel varð ekki tíðrætt um reynslu sína af þessum tilvikum. Þó má leiða líkum að því að þau hafi öðru fremur orðið til þess að hann kaus að hverfa til ann- arra starfa um miðjan aldur. Samúel var stoltur af uppruna sínum og þótti vænt um þá rækt sem Davíð hefur alltaf lagt við færeyskar rætur sínar. Báðir eru ættræknir og Samúel hélt alla tíð góðu sambandi við systkini sín og aðra ættingja. Bræður hans sem eru búsettir í Færeyjum og Dan- mörku koma enda allir til lands- ins ásamt eiginkonum sínum til að fylgja honum síðasta spölinn. Samúel var hins vegar líka mikill Íslendingur og var ekki á mæli hans að heyra að hann ætti sér annað móðurmál. Hann gerði heldur ekki athugasemdir við að taka upp annað nafn þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt, en hann var skírður Sámal Andr- eas og var Rasmussen að eftir- nafni. Honum þótti hins vegar verra þegar þjóðskrá tók upp á því að tilgreina í vegabréfi að Danmörk væri fæðingarstaður hans. Hann sem var fæddur á Ströndum í Eysturoy. Mér þótti vænt um að geta aðstoðað hann við að fá það leiðrétt og reyndist sem betur fer auðsótt. Samúel var barnagæla og mik- ill fjölskyldumaður og það var gaman að fylgjast með þeim Bergþóru halda utan um hópinn sinn. Börnin og fjölskyldur þeirra voru alltaf aufúsugestir á heimili þeirra og þegar þannig lá á Samúel átti hann til að grípa í nikkuna og spila af fingrum fram. Hann var enda músíkalskur með afbrigðum og með einstakt tóneyra sem Davíð hefur erft, eins og fleiri góða eiginleika frá foreldrum sínum báðum. Í mín- um huga er þó mest um vert að hann var alla tíð traustur bak- hjarl sonar síns og þeir áttu alltaf trúnað hvor annars. Á mínum bæ veit ég að þetta samband er það sem sárast verður saknað. Blessuð sé minning um mætan mann. Kristján Andri Stefánsson. Elsku Sammi, að leiðarlokum langar mig að minnast þín. Stóri faðmurinn þinn og hlýir bjarnarhrammarnir er það sem fyrst kemur upp í hugann, ró- lyndislegt fasið, glettið augna- ráðið þegar við litum hvort á ann- að og áttum ekki orð yfir ljónunum okkar. Þú naust lífsins lystisemda í mat og drykk, spilaðir og söngst, varst einstaklega handlaginn. Hjálpsamur og hugulsamur varstu, besti tengdafaðir sem hægt er að hugsa sér og afi barnanna minna og barna- barnanna hvort sem þau voru blóðtengd þér eða ekki, sama gekk yfir alla. Það er stórt skarð eftir stóran mann í hópnum okkar og ég bið þess eins að þú akir heill heilsu á nýjum slóðum, í ferðabíl. Rósa. Góður vinur er farinn. Samúel kom ungur maður til Íslands frá Færeyjum, og náði í bestu vin- konu mína, hana Beggu. Saman gengu þau veginn í 50 ár og eign- uðust fjögur börn saman en fyrir átti Begga einn dreng. Öll góð og dugleg eins og foreldrarnir, Sammi vann mikið við köfun og var þá við vinnu utan heimilis langtímum saman víða um land, sá þá Begga um heimilið og gerði það vel. Sammi var traustur og góður maður, börn sóttu mikið til hans, þau fundu hlýjuna fráhonum. Sammi var mikið fyrir músík, hann söng vel og spilaði á flest hljóðfæri enda var hann kær- kominn gestur alstaðar. Margt væri hægt að skrifa um þennan góða vin minn sem ég er búin að þekkja og umgangast frá því við vorum ung. Ég þakka þér vináttuna og samfylgdina, elsku vinur. Begga mín, ég votta þér og börnunum ykkar mína dýpstu samúð, elsku vinkona. Ríkey. Samúel Andrés Andrésson ✝ Magnús B.Bergmann fæddist 14. apríl 1943 í Keflavík. Hann lést á Hlév- angi í Keflavík 21. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Sigríður M. Gísladóttir frá Hólmfastkoti í Innri-Njarðvík og Þorsteinn Berg- mann frá Keflavík. Bræður Magnúsar voru Sigurður, tví- burabróðir, látinn, Gunnar, f. 1945, og Bjarni, samfeðra, f. 1959. Magnús fæddist á Sól- vallagötu 6 í Keflavík og ólst þar upp. Um 10 ára aldur fer hann í sveit að Grjóteyri. Maggi vann ýmis störf þar á meðal í fiskiðj- unni í Keflavík, þaðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hann var á ver- tíð. Sá tími var hon- um dýrmætur, þar eignaðist hann vini fyrir lífstíð. Hann starfaði hjá varn- arliðinu á Keflavík- urflugvelli í áratugi en varð að láta af störfum vegna heilsubrests, þá 61 árs að aldri. Bjó hann þá enn á Sólvallagötu 6 uns hann fór á Hlévang 67 ára. Maggi var alla tíð ókvæntur og barnlaus. Útför Magnúsar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 5. des- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Það var hringt frá Hlévangi þann 21. nóvember og okkur til- kynnt að Maggi bróðir væri látinn, okkur kom þetta verulega á óvart þar sem við vorum svo til nýfarin frá honum, en samt. Maggi bjó á Hlévangi í Keflavík og átti við mikil veikindi að stríða síðustu ár- in. Hann var einstaklega góður maður sem kvartaði aldrei og lét lítið fyrir sér fara. Tónlistin var hans hjartans mál, þegar við kom- um í heimsókn til hans sat hann ávallt í stólnum sínum og hlustaði á góða tóna, hann átti gífurlegt safn af allskonar tónlist. Það er svo ótal margs að minn- ast frá okkar æskuárum, t.d. þeg- ar þú dast í ána við Gljúfrastein og tönnin brotnaði, sökudólgurinn fannst að lokum eða þegar Billi steig óvart á fótinn þinn og hann brotnaði eða ég tala nú ekki um þegar ég og mamma fórum á trak- tornum frá Hálsi í Kjós að Grjót- eyri til að ná í þig í sveitina. Það var mikil tilhlökkun því við höfð- um ekki sést allt sumarið, ég ný- komin að norðan, frá Vöglum. Það er eins og þetta hafi gerst í gær. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur en við vitum að nú líður þér vel á góðum stað. Hvíl í friði, elsku Maggi. Að lokum viljum við fjölskyldan koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Hlévangs fyrir óeigingjörn störf. Gunnar og Anna. Það er eitt í þessum heimi sem við vitum með vissu, það er að það kemur að endalokum á þessari jörð en gott er að trúa að sálin lifi að eilífu og ég geti enn talað við hann Magga frænda, ég átti eftir að segja svo margt áður en hann færi, en andlátið bar að með frek- ar snöggum hætti þótt veikur væri. Margs er að minnast og þakka, t.d. tók Maggi flestallar ljósmyndir af mér sem lítilli stelpu. Á sumrin var farið í Ölfusborgir ásamt fleira fólki, þá var mikið hugsað um mat og kaffimeðlæti það var ávallt tilhlökkun hjá Magga enda mikill matmaður. Svo má ekki gleyma öllum Reykjavík- urferðunum á ljósbláa Hillman Hunter sem mig minnir að bíllinn hafi heitið, en þá keyrði hann okk- ur ömmu í búðir og á heimleiðinni var farið í kaffi til Steina frænda og Möggu í Stigahlíðinni. Hans aðaláhugamál var tónlist og ekki fannst honum nú leiðinlegt ef við stigum dans með. Hann var félagslyndur en kunni líka þá list að vera einn með sjálfum sér. Hann kvartaði aldrei þrátt fyrir áralöng veikindi. Maggi var mikið ljúfmenni og hans verður sárt saknað. Takk fyrir samveruna og allt sem þú hefur gert fyrir okkur, „sjáumst seinna“. Sigríður Benía og fjölskylda. Magnús B. Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.