Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 39

Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 ✝ Guðrún ÁstaÞórarinsdóttir fæddist 21. júní 1930 í Kolsholti í Villingaholti í Ár- nessýslu. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. nóv- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Þórarinn Sigurðsson bóndi á Vatnsenda í Vill- ingaholti og Guðbjörg Árna- dóttir húsmóðir frá Hurðarbaki í Villingaholti. Guðrún Ásta var felt-Palsson, f. 22. september 1948, þeirra börn eru tvö 1) Carl f. 22. júlí 1982, kona hans er Patricia Palsson, f. 31. des- ember 1977, þau eiga einn son, Henry, f. 25. júlí 2011, 2) Ewa, f. 11. júlí 1984. Sonur Ástu og Birgis er Guðjón, f. 26. janúar 1959, kona hans er Sigríður Helga Karlsdóttir, f. 14. janúar 1958, börn þeirra eru fjögur 1) Sigrún, f. 17. október 1983, hennar maður er Ólafur Óskar Egilsson, f. 6. október 1981, dóttir þeirra er Helga Rún, f. 12. febrúar 2010, 2) Guðrún, f. 17. ágúst 1986, 3) Birgir, f. 7. apríl 1989, og 4) Rúnar, f. 17. júlí 1998. Útför Guðrúnar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 5. des- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. yngst sjö systkina, hin eru í aldursröð Árný, látin, Guð- rún, látin, Helga, Unnur, látin, Gísl- ína og Guðmundur Ingi, látin. Hinn 20. júní 1959 giftist Ásta, eins og hún var alltaf kölluð, Birgi Guðjónssyni f. 15. júní 1937, d. 3. janúar 1992. Elsti sonur Ástu er Guðbjörn Þór Pálsson, f. 9. desember 1952, kvæntur Inger Benner- Í dag kveð ég ástkæra tengdamóður mína hana Ástu, engan grunaði að tími hennar væri kominn, margar stundir áttum við saman bæði í blíðu og stríðu og leita minningarnar að og er ég þakklát fyrir okkar stundir saman og þá sérstaklega síðustu árin. Hana hitti ég fyrst þegar ég kom með Guðjóni í Hjallabrekku og var ég hálf- hrædd við hana í fyrstu því hún lá ekki á skoðunum sínum og var ekki alltaf kurteis en alltaf hress og kát. Ásta hafði yndi af fallegum hlutum og bar heimilið vott um það bæði utan sem innan, á sumrin voru þau Birgir öllum stundum í garðinum að hlúa að gróðrinum og fengu þau meðal annars viðurkenningu frá Lions- klúbbi Kópavogs fyrir fallegan garð. Hún var mikil hannyrða- kona, saumaði út, heklaði og prjónaði öllum stundum og af- kastaði ótrúlega miklu á því sviði, handverk hennar var á veggjum borðum og stólum. Hún var músíkölsk með ein- dæmum og allir sem þekktu hana vissu að hún elskaði Björg- vin Halldórsson, spilaði lögin hans á hverjum degi og núna um daginn sagði hún að hann væri ástæðan fyrir því að hún færi á fætur á morgnana, allt árið hlakkaði hún til að fara á jóla- tónleikana og yngdist um mörg ár við það, best var nú þegar hún var svo bólgin á öðrum fætinum að hún hafði áhyggjur af því að hún kæmist ekki í spariskóna á tónleikana þá fór hún bara í þá um morguninn og var í þeim all- an daginn, því ekki ætlaði hún að fara á inniskónum. Ásta flutti í Funalind í Kópa- vogi eftir að hún missti Birgi sem dó alltof ungur, þar kom hún sér vel fyrir og vildi hvergi annars staðar vera og harðneit- aði að ræða þjónustuíbúðir, hún sagðist ekki nenna að vera innan um eintóm gamalmenni sem töl- uðu bara um heilsuleysi. Ásta kvartaði aldrei og sagði sér aldr- ei leiðast þó að hún væri ein, hún hefði músíkina og sjónvarpið, hún keypti áskrift að öllum sportrásunum og tók ekki í mál að spjalla í símann ef mikilvægur leikur var í gangi. Hennar heitasta ósk var að fá að vera heima en ekki á stofn- unum, hún var svo lánsöm að eiga barnabörnin sín þau Sig- rúnu, Guðrúnu og Birgi í ná- munda við sig, því án þeirra hefði hún aldrei getað verið ein heima þar til yfir lauk, þau sáu alveg um hana síðustu árin, keyptu fyrir hana allar nauð- synjar og fóru með hana allt sem hún þurfti, sátu hjá henni og glöddu hana með heimsóknum sínum og spjalli, sérstaklega hafði hún gaman af langömmu- barninu sínu henni Helgu Rún og spurningum hennar eins og amma langamma ertu alls staðar svona krumpuð? þá hló hún dátt. Ástu verður sárt saknað, en um leið er ég svo þakklát fyrir að hún fékk ósk sín uppfyllta. Minningin er ljós í lífi okkar. Þín tengdadóttir, Helga Karlsdóttir. Elsku amma. Ég er ekki enn búin að átta mig á því að þú sért farin frá okkur. Þrátt fyrir að þú hafir verið 84 ára og lifðir eins og þú lifðir, hélt ég að þú mundir vera hjá okkur nokkur ár í við- bót. Ég hélt því líka fram að þetta mundi gerast hægar og ég mundi verða tilbúnari. Þú sýndir engin merki um brottför þegar ég kom til þín síð- ast. Þvert á móti, enda ætluðum við að eiga glaðan dag í desem- ber og njóta þess að fara með fjölskyldunni á Jólagesti Björg- vins. Þú fékkst það sem þú vild- ir, bjóst í Funalindinni þar til þú gast það ekki lengur. Þurftir aldrei að fara á hjúkrunar- eða elliheimili og slappst alveg við að umgangast þetta gamla fólk sem þar býr. Ég hefði bara viljað hafa þig örlítið lengur, hitta þig einu sinni enn, geta sagt þér einu sinni enn hvað Óli minn er góður maður, horft á þig dást að Helgu Rún og spjallað við þig um daginn og veginn. Minning- arnar eru margar, takk fyrir þær. Þegar ég hugsa til baka á ég margar minningar úr Hjalla- brekkunni þar sem eldhúsið var hjarta heimilisins. Ekki endilega þar sem þú varst alltaf að baka og elda eins og staðlaðar ömmur gera, heldur vegna þess að þar varst þú oftast. Stofan var stáss- stofa og þar átti maður ekki að vera að óþörfu. Við systurnar stálumst samt stundum þangað til að dást að öllum fínu hlut- unum. Við sátum líka oft við snyrtiborðið og mátuðum skart- gripina þína, horfðum á okkur í fjólubláa handspeglinum og þótt- umst vera prinsessur. Þegar þú komst í sveitina þegar ég var lítil man ég helst eftir kleinufjöllum og ljúfum stundum í bústaðnum. Þú varst engin venjuleg amma, elsku amma mín. Þú varst hreinskilnin uppmáluð og hugsaðir lítið um það hvort þú móðgaðir einhvern með athuga- semdum þínum. Í minningunni var alltaf hægt að rökræða við þig um allt mögulegt. Þar sem þú lést þína skoðun óspart í ljós hikaði ég ekki við að andmæla þér ef ég var ósammála og reyndi að sannfæra þig um að ég hefði rétt fyrir mér. Síðustu ár eru samt bestu ár- in. Þegar við systkinin skiptumst á að færa þér mat, spjalla við þig, laga sjónvarpið, skipta um ljósaperur, fara með þig til lækn- is og í lagningu og stilla græj- urnar ef þær klikkuðu, til að þú gætir heyrt í honum Bjögga þín- um. Ég er mjög þakklát fyrir að Helga Rún hafi fengið þann tíma sem hún fékk með „ömmu lang- ömmu“. Þrátt fyrir að hún eigi ekki eftir að muna eftir því eða skilji almennilega að þú sért far- in þá á ég minningarnar um ykk- ur. Eins og til dæmis samræð- urnar um hvort svona krumpaðar, gamlar langömmur gætu nokkuð leikið. Ég veit ekki hvenær ég á eftir að hætta að tárast við að skoða kristal í búðum eins og gerðist um daginn eða fá kökk í hálsinn við það að heyra í Bjögga þínum. Í óveðrinu um daginn hugsaði ég oft og mörgum sinnum hvort það væri ekki örugglega í lagi með þig þar sem þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af svölunum í roki. Húsavíkurjógúrt, 1944, Capri, pilsner, bjór, sviðasulta og harðfiskur eiga líklegast allt- af eftir að minna mig á þig. Takk fyrir allt, elsku amma, ég á eftir að sakna þín ótrúlega mikið en þú munt ávallt búa í hjarta okkar. Sigrún Guðjónsdóttir. Guðrún Ásta Þórarinsdóttir ✝ Guðmundur ÓliGuðmundsson fæddist á Akureyri 17. febrúar 1951. Hann lést á heimili sínu í Herlev í Dan- mörku 14. nóv- ember 2014 Guðmundur Óli var sonur hjónanna Rögnu Kemp og Guðmundar Tóm- assonar. Hann var yngstur barna þeirra en áður áttu þau fimm dætur. Systur Guðmundar Óla: a) Elísabet Kemp, gift Haraldi Sigurðssyni, b) Þórey S. Guð- mundsdóttir, gift Kristjáni H. Ingólfssyni, c) Hrafnborg Guð- mundsdóttir (látin), gift Haraldi Valsteinssyni, d) Hreindís Guð- mundsdóttir (látin), gift Einari Sigurgeirssyni, e) Ragna Kemp, í sambúð með Sævari Vigfús- syni. Guðmundur Óli var í sam- búð með Guðbjörgu Antonsdótt- ur og áttu þau einn son, Tómas Búa, og einnig átti hann eina dóttur, Ernu, úr fyrra hjónabandi með El- ínu Reynisdóttur. Elín átti fyrir eina dóttur, Þóreyju Rut Jóhannesdóttur. Erna er gift Ingólfi Má Grímssyni. Guð- björg átti fyrir þrjár dætur, Úlf- hildi Elínu Bjarna- sen, gifta Óskari H. Bjarnasen, Matthildi Sunnu Þor- láksdóttur og Gunnhildi Geiru Þorláksdóttur. Barnabörnin eru fimm talsins. Guðmundur Óli lauk lög- fræðinámi frá Háskóla Íslands og starfaði lengst af erlendis með búsetu í París og nú síðast í Herlev í Danmörku. Bálför hefur farið fram í Dan- mörku, en minningarathöfn verður haldin í Bústaðakirkju í dag, 5. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Fyrir þremur vikum bjóst ég ekki við öðru en að þegar að því kæmi að skrifa minningargrein um pabba minn yrði ég komin vel á aldur, börnin mín jafnvel orðin fullorðin og minningarnar tvöfalt fleiri. En hér sit ég eftir og skil ekki hvers vegna þú varst tekinn frá okkur svona snemma. Elsku pabbi, það fyrsta sem kemur í huga minn er þakklæti. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, sama hversu mörg höf og heimsálfur voru á milli okkar, þú vissir allt og varst kletturinn minn sama hvað bjátaði á. Þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Mér eru sér- staklega minnisstæð öll skiptin sem þú keyrðir mig út á flugvöll eftir heimsóknir mínar til ykkar í Danmörku og þú eyddir allri bíl- ferðinni í að róa mig vegna flug- hræðslunnar. Þú kenndir mér að tefla og skíða, gekkst með mig á jökla, fórst með mig í veiðiferðir og sagðir mér sögur af pörupilta- árunum þínum á Akureyri. Ég þakka fyrir öll árin sem við átt- um og ég þakka fyrir að hafa fengið að eiga þig sem pabba. Ég vona að þér líði vel, ég veit að þú munt alltaf fylgjast með mér og drengjunum mínum og passa upp á okkur öll eins og þú gerð- ir alltaf. Bless, elsku pabbi minn, þar til við sjáumst næst. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. (Hugrún.) Erna Guðmundsdóttir. Við viljum með nokkrum orð- um minnast bróður okkar sem fór allt of snemma og allt of snöggt. Óla-nafnið festist við hann meðal okkar í fjölskyldunni þeg- ar það voru fjórir Guðmundar í Helgamagrastræti 23 og þurfti að greina á milli. Óli hafði búið lengi í útlönd- um, í París og nú síðast í Kaup- mannahöfn. Hann kom reglulega heim og bjó þá gjarnan hjá Göggu (Rögnu). Hann kom oft með sterka osta sem okkur þóttu sælgæti. Þegar hann gisti fékk hann gjarna saltfisk með höms- um eða siginn fisk og rúgbrauð með. Ostarnir voru hafðir í eft- irrétt. Óli var skemmtilegur og þægilegur gestur. Hann var víð- lesinn og hafði frá mörgu að segja. Hafði þvælst um mörg lönd og reynt margt. Margar voru furðusögurnar frá Angóla, þar sem hann hafði oft bækistöð. Gagga fékk oft það hlutverk að finna jólabók handa honum frá mömmu – ævisögur eða annan innlendan fróðleik og senda þær tímanlega í flugpósti. Þegar hann dvaldi hjá henni sem gest- ur las hann allt sem hann fann. Við vorum sex systkini og nú aðeins 3 eftir. Gagga og Óli voru yngst og var hann 4 árum yngri. Þau voru mjög samrýmd sem krakkar. Sérstaklega man hún eftir þegar þau áttu að fara að sofa. Þá fengu þau oft að sofna í hjónarúminu og skiptust á að góla „bakú“ og klóra hvort öðru á bakinu. Sá sem fékk síð- asta klórið mátti sofna í það sinn. Óli, kallaður Gáki meðal vina og kunningja, og Gagga voru góðir leikfélagar. Hann var til í allt. Jafnvel að fara í stelpuföt og var þá kallaður Rósa. Seinna mátti ekki minnast á þetta. Guðmundur Óli var mikill fyrir sér á uppvaxtarárum og oft gekk mikið á í vinahópnum. Einnig þurfti hann ávallt að hafa fangið fullt af verkefnum síðar meir. Við söknum litla bróður, sem var ekki svo lítill. Hann er okk- ur öllum mikill missir. Blessunarorð til fjölskyldunn- ar frá Elsu, Diddu og Göggu. Þórey S. Guðmundsdóttir og Ragna Kemp. Skyndilegt andlát vinar míns og fyrrverandi samstarfsmanns, Guðmundar Óla Guðmundsson- ar, fyrrverandi lögmanns, á heimili sínu í Danmörku, var mér áminning um það, „að eng- in veit sína ævina fyrr, en öll er“. Kall Guðmundar Óla kom án boðs og allt of snemma. Hans er víða saknað og minnst. Enda góður og traustur dreng- ur. Eftir útskrift úr lagadeild Háskóla Íslands hóf Guðmund- ur Óli að starfa við lögfræði- störf hjá Póstgíróstofunni, sem þá var. Samstarf okkar hófst á árinu 1983, en við höfðum áður kynnst á háskólaárum okkar. Á þessum tíma rak ég lögmanns- tofu á Túngötu 5 í Reykjavík og flutti Guðmundur Óli starfsemi sína þangað. Á árinu 1985 keyptum við fokhelt skrifstofu- húsnæði í Fordhúsinu svokall- aða, Skeifunni 17, og fluttum þar inn með starfsemi okkar að fáum mánuðum liðnum. Glæsi- leika húsnæðisins á þeim tíma má mikið þakka smekklegheit- um og frumkvæði Guðmundar Óla og dugnaði við að koma verkinu áfram. Samstarfið við Guðmund Óla var einstaklega ánægjulegt, enda var hann glöggur og úr- ræðagóður lögfræðingur með næmt júridískt innsæi. Guð- mundur Óli hvarf hins vegar til starfa í útlöndum í lok níunda áratugarins, fyrst í Noregi, síð- an að mestu í Frakklandi fyrir franska flugrekstraraðila. Þrátt fyrir vinnu í Frakklandi, hélt hann heimili í Danmörku ásamt fjölskyldu. Guðmundur Óli var einstakur húmoristi og kunni þá list að segja sögur. Frásagnarstíll hans var ein- stakur og margar kunni hann sögurnar um menn og málefni frá heimaslóðunum, Akureyri. Prakkarasögur úr æsku og grínsögur frá menntaskólaárum hans á Akureyri eru mér ein- staklega minnisstæðar. Oft var hlegið. Ég hef löngum saknað sam- verustundanna með Guðmundi Óla, vini mínum. En minningin lifir. Ég votta konu hans, börn- um, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Robert. Guðmundur Óli Guðmundsson Ástkær eiginkona mín, SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 28. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 9. desember kl. 11.00. . Stefán Þórhallsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, stjúpmóðir og stjúpamma, FLÓRA SIGRÍÐUR EBENEZERDÓTTIR, lést þriðjudaginn 2. desember á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 13. desember kl. 14.00. Halldór Sigurgeirsson, Guðbjörg Halldórsdóttir, Þórbergur Egilsson, Hugrún Þórbergsdóttir, Ólafur Jóhann Þórbergsson, Ásdís Helga Þórbergsdóttir. Elsku besti afi Reynir, hvernig á maður að kveðja svona mikinn mann? Við systkinin skiljum ekki alveg að afi sé fallinn frá, en verðum af bestu getu að kveðja hann. Afi Reynir var gull af manni og vildi öllum vel. Hann var þvílíkur ræðumaður og fótboltasnillingur og unni íþróttum alla tíð. Við afa- Reynir Gísli Karlsson ✝ Reynir GísliKarlsson fædd- ist 27. febrúar 1934. Hann lést 12. nóvember 2014. Út- för Reynis fór fram 21. nóvember 2014. börnin munum öll svo vel eftir sögun- um hans og brönd- urum, og þá stendur upp úr einna helst sagan um „Ítalann sem fór til Möltu“. Afi Vertu sæll, vertu sæll afi minn en aðeins í þetta sinn. Þú munt standa yfir okkur vörð öllum þeim sem þú unnir hér á jörð. (Þursi) Hvíldu í friði elsku afi, við söknum þín. Helena, Arnór Örn og Kristján Karl. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.