Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 42

Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Ragnar Ingi Stefánsson keppti nýverið á heimsmeistaramótinu ímotocross og sigraði á tveim mótum í aldursflokkunum 45+og 50+, en keppnin fór fram í Kaliforníu fyrir rúmum mán- uði. „Ég fór fyrir tveim árum til Englands og keppti á heimsmeist- aramóti fyrir 40+. Ég átti ekki spes dag en endaði samt í 16. sæti. Mig langaði því í meira og fór til Bandaríkjanna og keppti þar.“ Hann keppti á Kawasaki-hjóli, en hann er sölustjóri hjá Nitró sem er um- boðsaðili Kawasaki á Íslandi. Ragnar Ingi er nífaldur Íslandsmeistari í sportinu, vann síðast fer- tugur árið 2005, en hann er ekkert á því að leggja hjólið til hliðar og segja þetta gott. „Nei, þetta er sport sem lætur mann ekki í friði og það er ekkert sem gefur manni jafn mikið adrenalínkikk og moto- cross og er ég þó búinn að prófa allt mögulegt.“ Ragnar Ingi fer fimm sinnum í viku í ræktina og hefur gert það í 30 ár. „Ég hef æft svona mikið síðan ég byrjaði í sundinu tíu ára gamall, þetta er lífsstíll.“ Eiginkona Ragnars Inga er Sandra Valdís Guðmundsdóttir, ferða- ráðgjafi hjá Icelandair. Synir þeirra eru Kristófer Guðmundur 5 ára og Daníel Ingi 10 ára og svo á Ragnar Ingi aðra tvo syni frá fyrra sambandi, Alexander Mána 20 ára og Davíð Núma 15 ára. „Afmælisdagurinn verður rólegur, bara kósíkvöld með fjölskyld- unni en svo ætla ég að halda veislu með félögunum og planið er að hengja upp nærbuxurnar sem ég keppti í á heimsmeistaramótinu og láta bjóða í þær.“ Ragnar Ingi Stefánsson er fimmtugur í dag Sigurvegari Ragnar Ingi með verðlaunin eftir sigrana í motocross á Glen Helen-brautinni í Kaliforníu fyrir rúmum mánuði. Ekkert jafnast á við motocross Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Þrír krakkar héldu tombólu fyrir utan Sundlaug Vesturbæjar í sumar og söfnuðu 7.887 kr. sem þeir gáfu Rauða krossinum. Krakkarnir heita Lárus Örn Birgisson, Kristrún Sverrisdóttir og Stefán Þorri Magnússon. Tombóla E ygló fæddist í Reykja- vík 5.12. 1974, ólst upp í Búðardal til níu ára aldurs en þá flutti fjöl- skyldan í Hveragerði: „Ég á góðar æskuminningar frá báðum þessum stöðum, er afar sátt við að hafa alist upp á landsbyggð- inni og mér finnst enn eins og ég sé að koma heim þegar ég kem í Hveragerði. Pabbi var tónlistarkennari á báð- um þessum stöðum svo ég var auð- vitað í tónlistarnámi, lærði á tromp- et frá sex ára aldri, og spilaði í lúðrasveitunum í Búðardal og í Hveragerði.“ Voru lúðrasveitir í Búðardal og í Hveragerði? „Að sjálfsögðu. Að vísu skóla- hljómsveitir. En lúðrasveitir, engu að síður. Síðar lék ég með Lúðra- sveitinni Svani í Reykjavík um tveggja ára skeið. Það er hins vegar engin lúðrasveit á Kirkjubæjar- klaustri. En ég á ennþá trompetinn og blæs stundum í hann til hátíða- brigða, t.d. 17. júní.“ Eygló var í Grunnskóla Búðardals og í Grunnskólanum í Hveragerði, stundaði síðan nám við Verslunar- skóla Íslands og lauk þaðan versl- unarprófi 1992. Þegar hér var komið sögu var Eygló farin að halda heim- ili og starfaði við heimilishjálp fyrir aldraða í Reykjavík 1992-94. Hún Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps – 40 ára Á ferðalagi Þórdís, Dagný, Bjarki Þór á hlið, Emil og Eygló, gera stuttan stans og stilla sér upp við Jökulsárlón. Sveitarstjóri með trompet Heimavinna Sveitarstjóri Skaftárhrepps tekur stundum vinnuna með heim. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.