Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 43
hóf þá nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla og vann jafnframt við leikskólann Múlaborg til 1999. Þá hóf hún störf við leikskólann Huldu- heima í Grafarvogi og starfaði þar í eitt ár. Hún var síðan heimavinnandi í Reykjavík á árunum 2000-2002 er fjölskyldan flutti að Reykólum í Reykhólasveit þar sem Eygló starf- aði við dvalarheimilið Barmahlíð um skeið og síðan á skrifstofu Reyk- hólahrepps frá 2002 til 2010. Fjölskyldan flutti þá á Kirkjubæj- arklaustur þar sem Eygló var ráðin sveitarstjóri og þau hafa átt þar heima síðan. Haustið 2004 hóf Eygló fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og lauk þaðan BSc.-prófi vorið 2008. Sveitarfélag og stórt heimili Það hefur ekkert vafist fyrir þér að taka við starfi sveitarstjóra? „Nei, nei. Þetta er að vísu óvissu- starf í þeim skilningi að maður veit ekki alltaf að morgni hvaða vanda- mál þarf að leysa yfir daginn. En vandamál eru til að leysa þau og maður gengur í þessi störf eins og hver önnur. Þetta er mjög fjölbreytilegt starf. En það er líka fjölbreytilegt að reka heimili. Í rauninni er þetta ekkert ólíkt því að reka stórt heimili. Það er kannski ástæða þess að konum hefur fjölgað mjög sem sveit- arstjórum, víða um land á allra síð- ustu árum.“ Þegar Eygló á frí frá sveitar- stjórnarmálunum grípur hún helst í hannyrðir: „Ég hef alltaf haft gam- an af að prjóna, hekla og sauma út. Ég hef hins vegar engan áhuga á að elda mat. Þar er fjölskyldufaðirinn og húsasmiðurinn mér fremri.“ Fjölskylda Unnusti Eyglóar er Bjarki Þór Magnússon, f. 27.11. 1972, húsa- smiður. Hann er sonur Magnúsar Jónssonar, f. 13.10. 1940, fyrrv. bónda, landpósts og verktaka á Seljanesi í Reykhólahreppi, og k.h., Dagnýjar Stefánsdóttur, f. 3.12. 1946, húsfreyju og matráðs við Grunnskólann á Reykhólum. Börn Eyglóar og Bjarka Þórs eru Dagný Bjarkadóttir, f. 10.11. 1996, nemi við Menntaskólann að Laugar- vatni; Þórdís Bjarkadóttir, f. 12.9. 2005, grunnskólanemi og Emil Bjarkason, f. 17.12. 2006, grunn- skólanemi. Systkini Eyglóar eru Ólafur Kristjánsson, f. 21.8. 1964, búsettur í Svíþjóð; Hannes Kristjánsson, f. 6.1. 1968, rafvirki, búsettur í Hvera- gerði; Björn Kristjánsson, f. 26.10. 1979, netagerðarmaður í Vest- mannaeyjum. Hálfsystkini Eyglóar, samfeðra, eru Guðmundur Eyjólfur Kristjáns- son, f. 28.9. 1997, menntaskólanemi og Jakobína Kristjánsdóttir, f. 20.12. 2000, grunnskólanemi. Foreldrar Eyglóar: Kristján Ólafsson, f. 27.7. 1947, húsasmiður, fyrrv. bóndi í Mýrdal og fyrrv. tón- listarkennari, nú búsettur í Reykja- vík, og Þórunn Friðriksdóttir, f. 9.4. 1947, d. 22.8. 2011, húsfreyja og starfsmaður við leikskóla. Úr frændgarði Eyglóar Kristjánsdóttur Eygló Kristjánsdóttir Guðbjörg Gunnlaugsdóttir húsfr. í Rvík Einar Ólafsson vélstj. á togurum í Rvík Friðrik Einarsson verkam. í Rvík Hannesína Rut Þorbjörnsdóttir húsfr. í Rvík Þórunn Friðriksdóttir húsfr. og starfsm. við leikskóla Þórunn Jónsdóttir húsfr. í Mjósundi og síðar í Rvík Þorbjörn Sigurðsson b. í Mjósundi í Flóa Anna Jónsdóttir húsfr. í Rvík Bjarney Ágústa Jónsdóttir húsfr. í Rvík Jón Gnarr leikari og fyrrv. borgarstj Sigurþóra Steinunn Þorbjörnsdóttir húsfr. í Rvík Bergur Felixson fyrrv. framkvæmdastj. Leikskóla Rvíkur Felix Bergsson leikari og dagskrárgerðarm. Guðlín Jóhannesdóttir húsfr. í Hafnarfirði Guðný Eyjólfsdóttir húsfr. í Rvík Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður Guðmundína Árnadóttir húsfr. á Bíldudal og í Rvík Kristján S. Magnússon skipstj. á Bíldudal og fisksali í Rvík Jakobína Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Pétursson hljóðfæraleikari í Rvík Kristján Ólafsson húsasmiður og tónlistarkennari í Rvík Ólafía Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Pétur Jóhannesson bifreiðarstj. í Rvík Afmælisbarnið Eygló í göngutúr. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Hannes Thorarensen fæddistað Móeiðarhvoli fyrir 150 ár-um. Foreldrar hans voru Skúli Thorarensen, héraðslæknir þar, og s.k.h., Ragnheiður Þorsteins- dóttir. Skúli var sonur Vigfúsar Þórarins- sonar, sýslumanns á Hlíðarenda, bróður Bjarna Thorarensen, amt- manns og skálds, en faðir þeirra var Þórarinn Jónsson, ættfaðir Thor- arensenættar. Móðir Skúla læknis var Steinunn, dóttir Bjarna, land- læknis í Nesi við Seltjörn Pálssonar, og Rannveigar Skúladóttur, land- fógeta Magnússonar. Ragnheiður var dóttir Þorsteins Helgasonar, prests í Reykholti sem drukknaði í Reykjadalsá 1839, mikils stuðningsmanns Fjölnismanna en um hann orti Jónas Hallgrímsson frægt erfikvæði er hefst á línunum: „Hvarmaskúrir harmurinn sári harðar æsti minnst er varði.“ Kona Hannesar var Louise, dóttir H.J. Bartels verslunarmanns, og eignuðust þau fjóra syni. Hannes ólst upp í stórum systkina- hópi en hann átti ellefu alsystkini sem mörg urðu áberandi í íslensku þjóð- lífi. Hann missti föður sinn 1872, fór til Reykjavíkur 1879, gerðist versl- unarþjónn hjá H.Th.A. Thomsen, starfaði við Thomsensverslun í 28 ár og var þar verslunarstjóri fímm síð- ustu árin. Hann varð síðan fyrsti for- stjóri Sláturfélags Suðurlands þegar það var stofnað, 1907, og gegndi því starfi til 1924. Þá varð hann forstjóri Vínverslunar ríkisins (síðar ÁTVR) til ársins 1936. Hannes var sérlega vel liðinn sómamaður. Um hann segir Sigurður Nordal í minningargrein: „Hann var fríður sýnum, snyrtimenni, prúð- menni í framgöngu og á öllu viðmóti hans svo laðandi og ljúfmannlegur þokki, að einstakt mátti heita. Hann var manna skemmtilegastur í við- ræðum, gleðimaður, gamansamur, orðheppinn, fróður um marga hluti, bæði af reynslu og lestri, meðal ann- ars óvenjulega kunnugur sögu Íslands af eigin ástundun.“ Hannes lést 11.1. 1944. Merkir Íslendingar Hannes Thorarensen 95 ára Sigríður Kristín Sigurðardóttir 85 ára Fríða Ingvarsdóttir Ólafur Þ. Ingimundarson 80 ára Sigríður Inga Ingólfsdóttir Valdimar Ingólfsson 75 ára Herdís Heiðdal Hrafnkell Sigurjónsson Jóhannes Þ. Jóhannesson Ólafur Tryggvason Sveinn Viðar Jónsson 70 ára Anna Sigurðardóttir Gylfi Þórðarson Karl Ellert Karlsson Sigurður Örn Bergsson Þóra Sveinsdóttir 60 ára Brynhildur Ásgeirsdóttir Heiðbjört Erla Árnadóttir Hreinn Stefánsson Jóhannes Helgi Sigurðsson Kristín Bragadóttir Margrét Björnsdóttir Páll Gunnlaugsson Soffía Unnur Björnsdóttir 50 ára Auðunn Baldursson Auður Auðunsdóttir Árni Ægir Friðriksson Eugeniusz Mazur Guðmundur Karl Sigurðsson Hrafnhildur Björnsdóttir Laila Þorsteinsdóttir María Jóhannsdóttir Ragnar Ingi Stefánsson Sigurpáll Guðmundsson Tanja Chuanphit Khamphayuang Þorbjörn Helgi Pálsson 40 ára Björn Guðmundsson Díana Rut Arnardóttir Ester Gísladóttir Gunnar Örn Hjálmarsson Íris Björk Eysteinsdóttir Kjartan Þór Ragnarsson Sumarliði Guðmar Helgason Sverrir Kristinsson Þórdís Claessen 30 ára Attila Balatoni Árni Brynjar Óðinsson Hildur Einarsdóttir Inga Rut Jósefsdóttir Iwona Obrycka Ólafur Jónsson Pétur Magnússon Sebastian Slomski Símon Geir Geirsson Til hamingju með daginn 30 ára Snæbjörg ólst upp á Ólafsfirði, býr á Ak- ureyri, lauk stúdents- prófum frá VMA og er nú sundlaugarvörður við Sundlaug Akureyrar. Maki: Jóhannes Birgir Atlason, f. 1992, starfs- maður hjá Fjölsmiðjunni. Foreldrar: Svanur Jó- hannsson, f. 1944, sjó- maður á Ólafsfirði, og Jó- hanna Jóhannesdóttir, f. 1961, starfmaður við golf- skála, búsett í Njarðvík. Snæbjörg Eva Svansdóttir 30 ára Aðalsteinn ólst upp á Raufarhöfn og í Mosfellsbæ, er nú búsett- ur í Reykjavík, hefur lokið námi í sniðsaumi og snið- breytingum og er nú út- stillingahönnuður og verslunarstjóri hjá Cintamani. Foreldrar: Sigvaldi Ómar Aðalsteinsson, f. 1959, vertaki á Raufarhöfn, og Þóra Bjarney Guðmunds- dóttir, f. 1950, skrifstofu- maður í Mosfellsbæ. Aðalsteinn Jón Sigvaldason 30 ára Ómar ólst upp á Raufarhöfn og í Mosfells- bæ, býr þar og er bifvéla- virki. Maki: Ester Eir Magnús- dóttir, f. 1989, hár- greiðslunemi. Börn: Carmen Ýr, f. 2007, og Frosti Brimir, f. 2012. Foreldrar: Sigvaldi Ómar Aðalsteinsson, f. 1959, verktaki á Raufarhöfn, og Þóra Bjarney Guðmunds- dóttir, f. 1950, skrifstofu- maður í Mosfellsbæ. Ómar Þór Sigvaldason Fæst í Hagkaup, Elko, Spilavinum og www.heimkaup.is NÝTT www.nordicgames.is FJÖLSKYLDU- OG PARTÍSPILIÐ 2000 nýjar þrautir og spurningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.