Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert yfirleitt frekar harður við sjálfan þig, en það hefur sína kosti. Þú kemst því gjarnan til áhrifa. 20. apríl - 20. maí  Naut Teikn eru á lofti um ástarævintýri þar sem aldursmunur er mikill milli einstaklinga. Ef þú vilt að aðrir sýni þér sanngirni verður þú að vera reiðubúinn til að endurgjalda í sömu mynt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Bilun í tölvunni eða annars konar tæknivandamál geta sett strik í reikninginn hjá þér í dag. Skrifaðu sjálfri þér ástarbréf og teldu upp öll góðverkin sem þú hefur gert upp á síðkastið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að þú standir ekki í vegi fyrir metnaðarfullum tilburðum samstarfs- manns þíns. Hann beinir í það minnsta at- hygli sinni að vinum og öðru fólki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú ungur, uppreisnargjarn og fremur tilkippilegur í dag. En ef þú bíður nógu lengi kemur afgangurinn af myndinni í ljós, allt er hluti af mynstri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú reynir að vera heiðarlegur, og það er svolítið augljóst. Ef þú missir af tækifæri fyrir hádegi færðu annað í kvöld. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert ákveðinn og veist hvað þú vilt svo þú skalt láta ummæli annarra um sjálfselsku þína sem vind um eyru þjóta. Hvernig væri að setja eigin markmið? Í umsjón annarra fara þau úr böndunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú getur ekki tekið að þér hlut- verk talsmannsins nema þú vitir hvað það er sem þið bjóðið og til hvers á að nota það. Kannski verður þú líka fljótfær og gerir eitt- hvað vanhugsað. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Seigla þín verður prófuð á næst- unni. En allt skal vera í hófi. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn hentar ekki til verslunar eða samningagerðar. Tengsl þín við sporð- dreka eru einstaklega sterk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt líklega lenda í snörpum orðaskiptum við einhvern í dag. Þú þarft að sækja fjölda viðburða en þeir verða að vera áhugaverðir til þess að halda athyglinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að ræða við vini er tilvalið í dag. En það er ekki nóg að vera yfirlýsingaglaður, sýndu að hugur fylgi máli og láttu verkin tala líka. Pétur Stefánsson skrifaði þessaskemmtilegu oddhendu á Leir- inn á miðvikudaginn: Við frosti og ís mér hugur hrýs. Hlýju kýs ég fremur. Gleðin rís er varminn vís með vorsins dísum kemur. Og ekki er þessi limra eftir Sig- rúnu Harldsdóttur af lakara taginu: Karlinn hann Benni bogni bjó nokkur ár að Sogni, fengi hann hroll hann fauk oft um koll jafnvel stundum í stafalogni. „Ráðning í starf,“ segir Davíð Hjálmar Haraldsson. Þessi staka geymir tungutak sem var daglegt mál þegar ég var götustrákur á Laugaveginum: Háseta þarf hér á sjó, hlýtt um borð og dekur, að kalfatta og kítta þó kunni þegar lekur. Eins og við var að búast urðu við- brögð við vísu Sigurlínar Her- mannsdóttur um náttúrupassann. Gústi Mar orti: Náttúruna nú til dags nánast allir trassa. Ef menn vilja leita lags leyfi þarf og passa. Og Fía á Sandi: Það er hart að verða að velja valkvíða er slæmt að una. Því málið er Hvort orku vora á að selja eða sjálfa náttúruna. Á facebók birtist þessi vísa í vik- unni. Hún er eftir Eyþór Árnason frá Uppsölum í Blönduhlíð, sem fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2009 og hefur m.a gefið út ljóðabókina Hundgá úr annarri sveit. Vísan skýrir sig sjálf: Á Austurvelli trónir nú íslenskt jólatré og ýmsir hafa löngun til að þrasa. Í Tungum austur syngur hún sæta Beyoncé og Sigmundur er bún’að friða Nasa. Á Boðnarmiði orti Hallmundur Kristinsson: Þorsteinn með þremur Ásum þraukaði heima á Básum. Hann þjónaði þeim, þó oftast tveim, en þeirri þriðju í pásum. Og spurði svo: „Hvað eru mörg þ í þessu?“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort um að kalfatta, valkvíða og Nasa Í klípu „ÞÚ ÞARFT AÐ LÆRA AÐ LIFA Í NÚINU. KANNSKI Í NÆSTU VIKU – TÍMINN ER LIÐINN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NÆTURVINNA! ÞÚ MEINAR ÞEGAR ÞAÐ ER MYRKUR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum bara eitt auglit. ÉG ER AÐ FARA Í SVIFFLUG! ÉG HEF HÚSIÐ FYRIR MIG! ÁÁI! SLÆMA HNÉÐMITT SEGIR MÉR AÐ ÞAÐ MUNI RIGNA!! ÉG ER ÞREYTTUR Á RIGNINGU! AF HVERJU SEGIRÐU EKKI HNÉNU ÞÍNU AÐ HAFA HLJÓTT?!! Skipulagsmál í Reykjavík verðasumum að yrkisefni enda af nógu að taka. Hverfisgata, Hofs- vallagata, Suðurgata, Hringbraut, Snorrabraut, Borgartún og Grens- ásvegur tala sínu máli. x x x Fyrir tæplega ári fór borgarfull-trúinn Hjálmar Sveinsson út á ritvöllinn. „Ég spái því að Hverfis- gatan eigi eftir að slá í gegn strax í sumar,“ skrifaði spámaðurinn. x x x Hverfisgata virðist ekki gagnastneinum eftir breytingar. Fyrir skömmu rakti mbl.is raunir hjól- reiðamanns á götunni í máli og myndum. Hann kvartaði yfir því að bílum væri lagt yfir hjóla- og göngu- stíginn, sem þvingaði hjólandi og gangandi umferð út á akbrautina. Reyndar komst maðurinn í mótsögn við sjálfan sig, þegar hann sagði ástandið skiljanlegt því vegna fram- kvæmda þyrfti að lesta og losa. x x x Eðlilega kom Ragnar Reykás upp íhugann við áframhaldandi lest- urinn: „Þegar það er rigning og rok og slæmt skyggni er manni ekkert vel við að fara út í umferðina“, tísti maðurinn. „Víðast hvar erlendis stoppa svona bílar bara úti á götu og setja viðvörunarljósin í gang. Það myndi skapa meira öryggi. Það er ekkert mál fyrir bíla að sveigja framhjá öðrum bílum, það er alvana- legt.“ x x x Guðbergur Bergsson skáld hittinaglann á höfuðið í viðtali í Sunnudagsmogganum fyrir tæpri viku: „IKEA-andinn er mjög ríkjandi í þjóðfélaginu. Borgarstjór- inn er til dæmis IKEA-maður sem tók við af Jóni Gnarr sem sagði ís- lenska fyndni af sömu tegund og iðnaðarmenn höfðu. Íslenskir iðnaðarmenn höfðu íslenskt kjaftavit en þeim var haldið niðri en kjaftavit Jóns Gnarr var magnað upp með auglýsingum og hann lifði á því. Síð- an kemur IKEA-maðurinn, Dagur, og stærir sig af Hverfisgötunni sem er orðin IKEA-gata þar sem allt er snyrtilega dautt.“ víkverji@mbl.is Víkverji Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn- uði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda. (Rómverjabréfið 15:13)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.