Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 46

Morgunblaðið - 05.12.2014, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Jólaóratoría BWV 248 eftir Johann Sebastian Bach verður flutt í Nes- kirkju í kvöld kl. 19.30 af kór kirkj- unnar, fjórum einsöngvurum, Stúlknakór Neskirkju og 20 manna barokkhljómsveit. Einsöngvarar verða Hallveig Rúnarsdóttir sópr- an, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Þor- björn Rúnarsson tenór og Hrólfur Sæmundsson barítón. Stjórnandi á tónleikunum verður Steingrímur Þórhallsson. Í tilkynningu segir að jóla- tónleikarnir í Neskirkju séu sér- staklega veglegir þetta árið sökum þess að á þessu ári eru 10 ár liðin frá því að Steingrímur réðst til starfa sem organisti við kirkjuna og tók við stjórn kórsins. Jólaóratoría Bachs flutt í Neskirkju Organistinn Steingrímur Þórhallsson. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Kammersveitin heldur alltaf tón- leika í desember sem við köllum jólatónleika þó við séum ekki bein- línis að leika jólatónlist. Á efnis- skránni er að vanda hátíðleg barokk- tónlist,“ segir Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur. Í ár fara tónleikarnir fram 7. desember kl. 17 í Norðurljósasal Hörpu. Á efnisskránni eru Concerto armonico nr. 1 í G-dúr og Concerto armonico nr. 2 í B-dúr eftir Unico Willem van Wassenaer, Básúnu- konsert í Es-dúr eftir Georg Christ- oph Wagenseil og Fiðlukonsert í g- moll RV 317, Flautukonsert í F-dúr RV 453 La tempesta di mare og L‘Estro Armonico op. 3 nr. 10 í h- moll RV 580 fyrir 4 fiðlur eftir Ant- onio Vivaldi. „Kammersveitin hefur í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða ungu og framúrskarandi tónlistarfólki sem nýlega hefur komið heim frá námi að leika einleik á tónleikum sveit- arinnar,“ segir Rut, en einleikarar í ár eru flautuleikarinn Hafdís Vigfús- dóttir, básúnuleikarinn Carlos Caro Aguilera og fiðluleikararnir Joaquin Páll Palomares, Una Sveinbjarnar- dóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir. „Það er mjög skemmtilegt fyrir þau að fá tækifæri til að spila með hljómsveit. Við leyfum einleikurunum yfirleitt að velja verkin sem þau vilja spila, en þá innan tiltekins ramma sem verkefnavalsnefndin setur sér.“ Jólatónleikar Kammersveit- arinnar hafa verið haldnir í Hörpu síðan tónlistarhúsið var vígt, en fram að því fóru þeir ávallt fram í Áskirkju. „Okkar fyrstu tónleikar í kirkjunni voru í byrjun janúar 1984, en kirkjan var vígð í lok ársins 1983. Það hefur mikið verið rætt í okkar hópi hvort við ættum að vera áfram í Hörpu eða fara til baka í Áskirkju. Niðurstaðan er enn að vera í Hörpu, ekki síst sökum þess að hljómburð- urinn í Norðurljósum er mjög góður og Harpa tekur fleiri gesti auk þess sem fleiri erlendir ferðamenn rata á tónleika okkar þegar þeir fara fram í Hörpu. Báðir staðir hafa sína kosti og sína galla, því Áskirkja er óneit- anlega miklu jólalegri og fallegri staður, enda kemst fólk nánast ósjálfrátt í jólaskap við að leggja leið sína þangað,“ segir Rut. Hátíðlegt og grípandi verk „Ég stakk upp á þessu verki og verkefnavalsnefndinni fannst það passa mjög vel inn í heildar- dagskrána,“ segir Hafdís Vigfús- dóttir sem leikur einleik í La temp- esta di mare eftir Vivaldi. „Allir konsertar Vivaldis fyrir flautuna eiga það sameiginlegt að vera mjög skemmtilegir. Þeir eru frekar stutt- ir, en glaðlegir og grípandi. Það er mjög gaman að spila þessa tónlist, enda er hún bæði hátíðleg og hress,“ segir Hafdís og tekur fram að gam- an sé að koma fram sem einleikari með hljómsveit. „Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tæki- færi til að leika einleik með hljóm- sveit.“ Hafdís flutti heim til Íslands fyrir rúmu ári eftir átta ára dvöl við fram- haldsnám, fyrst við Konservatoríið Rueil-Malmaison í Frakklandi, síðan Konunglega konservatoríið í Den Haag í Hollandi, í og loks Tónlist- arháskólann í Ósló. Aðspurð segist hún hafa byrjað í tónlistarnámi fjög- urra ára gömul, en fyrst farið að spila á flautu sjö ára. „Ég var fyrst sett á blokkflautu eins og margir þegar þeir byrja, en lék mér oft að því að snúa henni á hlið. Þannig að það var aldrei vafi í mínum huga hvaða hljóðfæri ég vildi leika á í framtíðinni.“ Liggur vel fyrir fiðluna „Það er ekki oft í boði að spila ein- leik með hljómsveit og því grípur maður eðlilega tækifærið þegar það gefst,“ segir Gunnhildur Daðadóttir sem leikur einleik ásamt þremur öðrum fiðluleikurum í L‘Estro Armonico eftir Vivaldi. Tónskáldið var sjálft afburðasnjall fiðluleikari og samdi um 230 fiðlukonserta um ævina, og því liggur beint við að spyrja Gunnhildi hvort verkið sé vel samið fyrir einleikshljóðfærið. „Já, öll einleiksverk Vivaldis fyrir fiðluna eiga það sameiginlegt að þau liggja vel fyrir hljóðfærið,“ segir Gunn- hildur. Aðspurð segir Gunnhildur helstu áskorunina við flutning verksins fel- ast í því að einleikararnir fjórir stilli saman strengi sína í túlkun verksins. „Við þurfum að samræma hug- myndir og komast að samkomulagi um það hvernig við ætlum að túlka verkið í sameiningu. Það hafa allir sína skoðun og því þarf að gera ákveðnar málamiðlanir í leitinni að heildartúlkun verksins.“ Gunnhildur flutti heim til Íslands fyrir tveimur árum eftir framhaldsnám við Listaháskólann í Lahti í Finnlandi, Illinois-háskóla og Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Hún situr í sæti leiðara annarrar fiðlu í Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Allar nánari upplýsingar um efnisskrána og einleikarana má finna á harpa.is en þar er einnig hægt að nálgast miða. „Maður grípur tækifærið“ Morgunblaðið/Golli Einleikarar Joaquin Páll Palomares, Hafdís Vigfúsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir. Á myndina vantar Carlos Caro Aguilera.  Kammersveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 7. desember kl. 17  Sex ungir einleikarar koma þar fram Blind Spotting, dansverk Mar- grétar Söru Guðjónsdóttur, verður á faraldsfæti á næstu mánuðum í ýmsum myndum. Verkið var upp- haflega frumsýnt í Sophiensaile- leikhúsinu í Berlín í júní sl. og í framhaldinu sýnt hérlendis á al- þjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal í ágúst. Kvikmyndaútgáfa af verkinu verður sýnd á hátíðinni Les Gran- des Traversees í Frakklandi í jan- úar nk. og upphaflega gerðin á verkinu með átta dönsurum verður sýnd í Bora Bora í Danmörku í mars. Sérstök útgáfa verksins fyrir tvo dansara verður sýnd í Austurríki á næsta ári auk þess sem sólóútgáfa verksins verður frumsýnd 2015. Blind Spotting á faraldsfæti Austurríski leikarinn Christoph Waltz mun fara með hlutverk ill- mennisins í næstu kvikmynd um njósnarann James Bond, sem ber titilinn Spectre. Ítalska leikkonan Monica Bellucci og franska leik- konan Léa Seydoux munu einnig leika í myndinni og líkt og í síðustu þremur myndum fer Daniel Craig með hlutverk Bond. Þetta var kunngjört á blaðamannafundi í Pi- newood-myndverinu á Englandi í gær. Sam Mendes mun leikstýra myndinni, líkt og þeirri síðustu, Skyfall og dregur næsta mynd nafn sitt af hryðjuverkasamtökum sem komu fyrst við sögu í Bond-bókinni Thunderball eftir Ian Fleming sem gefin var út árið 1961 og sam- nefndri Bond-mynd frá árinu 1964. Fyrir þeim sam- tökum fór eitt þekktasta ill- menni Bond- sögunnar, Ernst Stavro Blofeld, en sá sem Waltz leikur mun heita Oberhausen. Hvort Waltz fær að strjúka hvít- um ketti á meðan hann gerir grein fyrir djöfullegum áætlunum sínum er á huldu. Tökur á Spectre hefjast í næstu viku og verður myndin tekin í Lundúnum, Róm, Mexíkóborg, Ölp- unum og Marokkó. Þá kom einnig fram á blaðamannfundinum í Pi- newood að Bond myndi aka bifreið af gerðinni Aston Martin DB10. Christoph Waltz leikur ill- mennið í næstu Bond-mynd Christoph Waltz Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gaurarnir sem sjá til fless a› ekki sjó›i upp úr pottunum 2 í pakka, hvítur og rauður aðeins kr. 1.790,- LID SID Bjargvættirnir á brúninni Enski uppistandarinn Jimmy Carr verður með uppistand í Háskólabíói 22. mars á næsta ári og nefnist sýningin Gagging Order. Carr er einn þekktasti uppistandari Bretlands og sjónvarps- maður og leikari að auki. Skopskyn Carr þykir kol- svart og brandarar hans í vafasamari kantinum. Carr hóf að troða upp árið 2000 og hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu. Um Gagging Order segir í tilkynningu að hún sé stútfull af óvið- jafnanlegum húmor, greindarlegum, ruddalegum og jafnvel algerlega óásættanlegum bröndurum. Jimmy Carr treður upp í Háskólabíói Jimmy Carr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.