Morgunblaðið - 10.12.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 10.12.2014, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  289. tölublað  102. árgangur  SÝNIR VERK SÍN Í HELSTU SÖFNUM VÍNAR DRAUGAR, NAFLAKUSK OG HLEMMAR DANSA INNAN UM LISTAVERK EINARS BARNABÆKUR 31 LISTAHÁSKÓLINN 10BJARKI BRAGASON 30 FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is Jóladagatalið er á jolamjolk.is dagar til jóla 14 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Aldan fór mest í 8,1 metra hæð samkvæmt öldudufli. Þegar ég sá að aldan datt niður í 7,8 metra þá fór ég inn,“ segir Kolbeinn Marinósson, skipstjóri á Ágústi GK 95, sem sést hér á innsiglingunni til Grindavíkur, „Það var haugabrim þegar við komum að og við biðum fyrir utan í einhverja klukkutíma. Í birtingu var komið ágætisveður en heldur þungt í sjóinn þegar við héldum af stað en við komumst þetta að lokum, enda skipið gott.“ Veiðar hafa gengið vonum framar þetta haustið hjá Ágústi en báturinn hafði landað 489,3 tonnum í nóv- ember. Ágúst hefur verið á línuveið- um og almennt hafa línuskipin aflað mjög vel í haust enda fékk Ágúst að- eins að veiða svokallaðan skammt til að fylla upp í kvótann. „Við höfum veitt svo vel að það er farið að skammta okkur,“ segir skipstjórinn stoltur af áhöfn sinni – og skipi. stíma í land með 50 tonn af þorski. Kolbeinn og skipsfélagar voru að ljúka vertíðinni í ár og eru komnir í jólafrí. Þeir þurftu þó að bíða í brimi og ólgusjó í hartnær tvo tíma vegna öldugangsins – þangað til Kolbeinn ákvað að stíma inn. Innsiglingin til Grindavíkur þykir erfið, hvað þá þegar það er haugasjór. Í gegnum öldurótið heim í jólafrí Ljósmyn/Haraldur Hjálmarsson Vagg og velta Skipverjar á Ágústi GK 95 höfðu það náðugt í koju á meðan Kolbeinn skipstjóri stýrði skipinu örugglega til heimahafnar.  Ágúst GK 95 kom í land úr sínum síðasta túr á árinu í ólgusjó  Fór inn í 7,8 metra ölduhæð  Ágætisveður en haugabrim  Vel fór um áhöfn bátsins Guðni Einarsson gudni@mbl.is Komi til flóðs á Tungnaár- og Þjórs- ársvæðinu, vegna eldgoss í norðvest- anverðum Vatnajökli, gerir sviðs- mynd Landsvirkjunar ráð fyrir því að 6.000 m3/sek flóð sem færi í Há- göngulón hefði eingöngu áhrif á tvær af sex aflstöðvum fyrirtækisins á svæðinu. Samanlögð raforkuvinnsla þeirra er um 15% af heildarraforku- vinnslu á öllu landinu, samkvæmt skriflegu svari Landsvirkjunar við spurningum Morgunblaðsins. Landsvirkjun segir að stöðvist að- eins önnur stöðin geti afköstin minnkað tímabundið um 100 MW. Ef báðar aflstöðvarnar stöðvist minnki afköstin samtals um 350 MW. Lengd slíkrar rekstrartruflunar fer eftir eðli og umfangi atburðarins. En getur Landsvirkjun tryggt stóriðjunni á suðvesturhorninu raf- magn komi til atburða af þessu tagi? Landsvirkjun segir það fara alfar- ið eftir því um hve umfangsmikinn atburð yrði að ræða. Þá bendir fyr- irtækið á að um það bil 1⁄3 af raforku til stóriðju á suðvesturhorni landsins komi frá keppinautum. Í því sam- bandi má nefna Orkuveitu Reykja- víkur og HS Orku. Neyðarstjórn Landsvirkjunar var virkjuð 16. ágúst sl. þegar Almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu. Neyðarstjórnin hefur fundað reglu- lega síðan. »4 Áhrif á tvær virkjanir  Sviðsmynd Landsvirkjunar vegna mögulegs flóðs frá gosi Morgunblaðið/RAX Hágöngulón Gert er ráð fyrir því að jökulhlaup geti farið í lónið.  Tveir lífeyris- sjóðir hafa tek- ið tilboði ónafn- greindra fjárfesta í hús- eignina Grens- ásveg 16a. Að sögn Kristjáns Arnar Sigurðs- sonar, fram- kvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins, eignaðist sjóðurinn hlut í eigninni við skulda- skil. Skv. heimildum blaðsins hafa fjárfestar áhuga á hótelrekstri víðar við Grensásveg. »4 Gamla ASÍ-húsið gæti orðið hótel  Skíðasvæðið í Tindastóli við Sauðárkrók býður einstaklingum eða hópum upp á að taka svæðið á leigu í einn dag og hafa það fyrir sig. Dagurinn kostar 250 þúsund krónur með tilheyrandi þjónustu og gjaldið er tvöfalt um helgar. Eng- inn hefur spurst fyrir um þjón- ustuna, enn sem komið er. Stefnt er að opnun skíðasvæð- isins í Tindastóli næstkomandi föstudag og verður það fyrsta svæðið sem opnað verður í ár. Á laugardag verður opnað í Skarðs- dal í Siglufirði. »14 Bjóða skíðasvæði til leigu í einn dag  Raunhæft er að stjórnvöld geti kynnt áætl- un um afnám fjármagnshafta „snemma á næsta ári“ að sögn Lee Buch- heit, eins helsta ráðgjafa stjórn- valda við vinnu um losun hafta. Bjarni Benedikts- son segir stjórnvöld aldrei hafa ver- ið jafnnærri því að tefla fram full- búnum hugmyndum til að kynna áætlun um afnám hafta. »16 Aldrei jafnnálægt því að afnema höft Lee Buchheit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.