Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 4

Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sviðsmynd Landsvirkjunar vegna mögulegs flóðs frá eldgosi í norð- vestanverðum Vatnajökli gerir ráð fyrir 6.000 m3/sek flóði í Hágöngulón og voru viðbrögð við þannig atburði æfð 6. nóvember í fyrra. Fram hefur komið að við slíku flóði yrði m.a. brugðist með stíflurofum. Landsvirkjun telur að flóð myndi hafa tiltölulega lítil áhrif á miðlunar- getu fyrirtækisins til lengri tíma, samkvæmt skriflegu svari við spurn- ingum Morgunblaðsins. „Afköst aflstöðva verða þau sömu en rof á einstaka stíflumannvirkjum kann að hafa tímabundin áhrif á vatnsmiðlun á svæðinu og þar með vinnslugetu til skemmri tíma. Það ræðst síðan af árferði og umfangi hversu mikil þau verða,“ sagði í svari Landsvirkjunar við því hvað vinnslu- geta myndi minnka mikið. Það færi einnig eftir árferði og því hvenær ársins atburðurinn ætti sér stað hve langur tími liði þar til full vinnsla gæti hafist á ný. En er talin vera hætta á varanlegum skemmd- um á virkjununum? „Ekki er talin hætta á varanlegum skemmdum á aflstöðvum Lands- virkjunar við slíkt flóð,“ segir í svari fyrirtækisins. Landsvirkjun segir að kæmi til skömmtunar eða skerðingar á raf- orku yrði henni stýrt af Landsneti „eða af viðkomandi raforkuvinnslu- aðila á grundvelli einstakra raf- magnssölusamninga. Ef vinnslugeta minnkar eftir flóð um rúm 100 MW (u.þ.b. ein virkjun á Þjórsár- Tungnaársvæði) má gera ráð fyrir að Landsvirkjun ein ráði við stöðuna með því að nýta þá umframgetu sem til er í kerfinu ásamt svigrúmi í raf- orkusamningum. Ef hins vegar vinnslugeta skerðist um meira en 200 MW þá má gera ráð fyrir að grípa þurfi til forgangsorku- skerðinga.“ Landsvirkjun bendir á að gefnu tilefni að 80% af raforkunotkun á Ís- landi fari til stóriðju, 15% til annars iðnaðar og aðeins 5% til almennings. En yrði hægt að miðla orku frá virkjunum í öðrum landshlutum, t.d. frá Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkj- unar eða Blöndustöð, til suðvestur- hornsins ef mikil truflun yrði á raf- orkuvinnslu á Tungnaár- og Þjórsársvæðinu? „Tenging frá Fljótsdalsstöð og Blöndustöð við Suðvesturland er veik. Flutningur um byggðalínu er takmarkaður við um 120 MW – 180 MW. Því væri mögulegt að miðla orku að hluta, en alls ekki öllu leyti.“  Jökulflóð á Þjórsársvæðinu myndi hafa tiltölulega lítil áhrif á miðlunargetu til lengri tíma litið  Ekki talin vera hætta á varanlegum skemmdum á virkjunum Tímabundin áhrif rofni stíflur Morgunblaðið/Júlíus Sultartangavirkjun Hverflarnir eru engin smásmíði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar hafa keypt húseignina Grensásveg 16a í Reykjavík með mögulegan rekstur hótels í huga. Hús- næðið er áberandi, á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Alþýðusamband Íslands var þar lengi með höfuðstöðvar. Upplýsingar um væntanlega kaupendur Grensás- vegar 16a fengust ekki hjá seljendum eignarinnar, enda væru viðskiptin trúnaðarmál þar til kaupsamningur yrði gerður í næstu viku. Heimildarmaður blaðsins í verk- takageiranum staðfesti hins vegar að það kæmi til greina að opna hótel í húsinu og neitaði annar seljandi eign- arinnar því ekki þegar spurt var um það. Þær upplýsingar fengust frá sýslumanninum í Reykjavík að þinglýstir eigendur hússins væru Stafir líf- eyrissjóður og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Markmiðið var að selja eignina hratt Að sögn Kristjáns Arnar Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins, eignaðist sjóðurinn hlut í eigninni við skuldaskil. Markmiðið hefði verið að selja eignina sem fyrst. Tilboði hefur verið tekið í eignina og hefur fyrirvörum vegna kauptilboðs verið af- létt. Kaupsamningur verður gerður í næstu viku. Auglýst verð eignarinnar var 210 milljónir en það er 1.700 fermetrar. Því fylgja 33 stæði í bílastæðahúsi. Kristján Örn segir söluverðið hafa verið undir auglýstu verði. Eignin hafi verið seld í því ástandi sem hún er. Hann segir fulltrúa sjóðsins ekki hafa vitneskju um hvernig eignin verði notuð. „Við höfum heyrt því fleygt að menn hafi hugsað sér að hafa ferðaþjónustu í húsinu en það er væntanlegra kaupenda að ræða það við borgar- yfirvöld,“ segir Kristján Örn um þau áform. Fleiri hótel í skoðun í hverfinu Samkvæmt öruggum heimildum blaðsins hafa fjár- festar kannað hagkvæmni þess að opna hótel, eða gisti- heimili, víðar á Grensásvegi. Má þar nefna að Arion banki lagði fram umsókn um að byggja fjögurra hæða hótel þar sem nú er Grensásvegur 12. Þeirri umsókn var hins vegar hafnað af byggingarfulltrúa borgarinnar vor- ið 2013. Óskað var upplýsinga hjá borginni um hvernig þau mál stæðu en svar hafði ekki borist í gærkvöldi. Þá hefur verktaki sem blaðið ræddi við kannað af- stöðu byggingarfulltrúans í Reykjavík til þess að gisti- heimili með 43 herbergjum yrði opnað í Ármúla, skammt frá Park Inn Hótel í Ármúla 9. Skv. heimildum blaðsins eru áformin í biðstöðu. Þá má nefna að sumarið 2014 var Summer Day Hotel opnað á Grensásvegi 24. Bjarni Tómasson, framkvæmdastjóri Studio apart- ments, leigir út níu íbúðir og 12 íbúðarherbergi á Grens- ásvegi 14. „Þetta er sumarhótel. Það er ekki grundvöllur fyrir hótelrekstri allt árið um kring hér á Grensásvegi,“ segir Bjarni sem segir aðspurður að það komi þó ekki á óvart að fjárfestar hafi áhuga á að opna hótel í götunni. Slík uppbygging sé í samræmi við þá áherslu borg- arinnar að færa hótelrekstur ofar í byggðina. Íhuga hótelrekstur í gamla ASÍ-húsinu  Fjárfestar kaupa stórhýsi á Grensásvegi af lífeyrissjóðum Morgunblaðið/Ómar Stórhýsi Að Grensásvegi 16a voru höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands, nú eru áform um að þar verði hótel. Af uppsettu afli aflstöðva Landsvirkjunar upp á 1.998 MW er tæpur helmingur, eða 935 MW, á vatnasviði Þjórsár og Tungnár. Þar eru sex vatnsafls- stöðvar, þ.e. Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hraun- eyjafossstöð, Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð og Búðarhálsstöð. Utan þessa svæðis er Fljótsdalsstöð Kárahnjúka- virkjunar, langstærsta raf- orkuver landsins, með uppsett afl 690 MW. Þar næst kemur Blöndustöð með 150 MW upp- sett afl. Sex virkjanir á svæðinu VATNSAFLSTÖÐVAR LANDSVIRKJUNAR Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Framkvæmdir eru hafnar við stækkun upplifunarsvæðis Bláa lónsins og byggingu nýs hótels. Til marks um það lyfti Eðvarð Júl- íusson, varaformaður stjórnar Bláa lónsins, fyrstu hraunhellunni og naut við það aðstoðar Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Bláa lónið verður stækkað inn í hraunið vestur af núverandi lóni og mun svæðið tengja saman nú- verandi lón og lúxushótel. Í hót- elinu verða 60 herbergi, veitinga- staður og fundarsalur. Jarðvegsframkvæmdir hefjast í lok ársins og er áætlað að upp- byggingunni verði lokið vorið 2017. „Það hefur verið gaman að fylgjast með vextinum hér í Bláa lóninu á undanförnum árum. Hér er öll umgjörð til mikillar fyrir- myndar og sú viðbót sem er verið að byrja á í dag styrkir ferðaþjón- ustu á þessu svæði og raunar á Ís- landi öllu,“ sagði Ragnheiður Elín meðal annars við athöfn sem efnt var til í tilefni af upphafi fram- kvæmda. Ljósmynd/Bláa lónið Stækkun Eðvarð og Ragnheiður Elín færa fyrstu hraunhelluna. Fyrstu hellunni lyft af nýju svæði  Styrkir ferðaþjónustu á Íslandi öllu Samninganefndir Skurðlækna- félags Íslands og ríkisins funduðu í um eina og hálfa klukkustund í gærmorgun. Að sögn Helga Kjartans Sigurðssonar, formanns samninganefndar Skurðlækna- félagsins, var fundurinn árang- urslaus og segir hann að annar hafi ekki verið boðaður. „Það fóru hugmyndir á milli en ekkert meira. Þegar ekkert nýtt er lagt fram eða er í vændum, þá er ekki boðaður nýr fundur,“ segir Helgi. vidar@mbl.is Fundur skurðlækna og ríkisins án árangurs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.