Morgunblaðið - 10.12.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.12.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekki hefur enn verið leyst úr ágrein- ingi stéttarfélagsins Eflingar og ræstingafyrirtækisins Hreint ehf. um launa- og starfskjör pólsku starfsmannanna, sem vinna við ræst- ingar á Landspítalanum. „Við höfum verið að fara yfir þessi mál og það er alveg greinilegt að það er ýmislegt sem hefur vantað upp á hjá þeim og enn vantar uppá. Þetta er engan veginn búið. Það er ennþá tekist á um nokkur atriði,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar. Á fundi 26. nóvember lýsti fyrir- tækið því yfir að það myndi leggja fram tímaskráningar og launaseðla og leiðrétta það sem upp á vantaði. Harpa segir að borist hafi gögn sl. föstudag sem félagið hefur verið að fara yfir undanfarna daga og er það að undirbúa frekari kröfur á hendur Hreint fyrir hönd starfsfólksins. ,,Við fengum frá þeim upplýsingar um allan hópinn, hvað þeir hefðu verið að greiða, þ.e.a.s. launaseðla og síðan fengum við nokkurskonar vaktafyrirkomulag sem þeir hafa á einhverjum tímapunkti stillt upp gagnvart hverjum og einum, þó það komi alls ekki fram í ráðningarsamn- ingi,“ segir hún. Auk þessa hefur fé- lagið fengið nafnlausar stikkprufur frá nokkrum starfsmönnum um hvernig raunvinnutíma þeirra er háttað. Hefur stéttarfélagið borið raunvinnutíma starfsfólksins saman við greiðslur og segir Harpa að mik- ið beri í milli. Hún segir stéttarfélagið gera al- varlegar athugasemdir við fyrir- komulag varðandi vinnutíma. Fyrir- tækið hafi tekið upp á því að greiða aðeins sjö og hálfan tíma fyrir átta tíma viðveru á dagvinnutíma. ,,Við höfum aldrei haft hugmyndaflug til þess að fyrirtæki gætu stillt þessu upp með þessum hætti.“ Að sögn Hörpu hefur stéttarfélag- ið þó einnig fengið viðurkenningu fyrirtækisins á ýmsum atriðum þar sem það fellst t.d. á að greiða fyrir akstur ef strætisvagnar ganga ekki og fyrir svokölluð lokaþrif, sem ekki teljast vera hefðbundin dagræsting. Enn sé hins vegar deilt um greiðslur fyrir alla viðveru starfsfólksins. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, fer þungum orðum um þetta mál, og um nýlega uppsögn ræsting- arfólks hjá Stjórnarráðinu, í leiðara nýjasta fréttablaðs Eflingar. „Nauð- synlegt er að stéttarfélög beini at- hygli sinni í ríkara mæli að þessari starfsgrein og fylgi málum fast eftir. Efling-stéttarfélag hlýtur að taka þessi mál inn í komandi kjarasamn- inga sem leiðarljós í myrkri tillits- lausra útbjóðenda á störfum ræst- ingafólks sem sjá stundargróðann einan sem sitt markmið,“ skrifar hann.  Stéttarfélagið Efling undirbýr frekari kröfur á hendur Hreint ehf. vegna starfsfólks við ræstingar á Landspítalanum  Enn er deilt um greiðslur fyrir viðveru starfsfólksins að sögn Hörpu Ólafsdóttur Ennþá tekist á um nokkur atriði Morgunblaðið/Ómar Réttindi Tekist hefur verið á um kjör ræstingafólks á Landspítalanum. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Reykjavíkurborg og bílastæðasjóður hyggjast taka upp gjaldskyldu á almennum bílastæðum við Laugaveg á milli Rauðarárstígs og Ásholts, Brautarholt vestan Nóa- túns, Skipholt vestan Nóatúns, Stórholt frá Þverholti að Skipholti og við Ás-, Mjölnis- og Traðarholt. Verða göt- urnar á gjaldsvæði 2 þar sem gjaldskylda er frá níu að morgni til sex á daginn virka daga en um helgar er gjald- skylda frá tíu til fjögur. Skipulagsbreytingar munu einn- ig breyta Ás-, Mjölnis- og Traðarholti í einstefnugötur. Kemur þetta til vegna fyrirhugaðrar byggingar stúdentaíbúða á svokallaðri bílastæðalóð við Brautarholt 7 sem voru kynntar á íbúafundi í gær. Borgin kemur til móts við íbúa Nikulás Úlfar Másson, skrifstofustjóri skipulags, bygginga og borgarhönnunar hjá Reykjavíkurborg, seg- ir að íbúar við þessar götur geti sótt um íbúakort eins og þekkist í miðbænum og með þessum breytingum fjölgi bílastæðum við göturnar. „Íbúar hafa haft áhyggjur af að umhverfið tapi ein- hverjum bílastæðum þegar þessi bygging rís. Við vildum kynna á þessum fundi hvað borgin ætlar að gera til að koma til móts við þá.“ Lagning bíla við Ásholt er oft ansi frumstæð en flestir leggja á ská þannig að ekki er hægt að mætast, komi þær aðstæður upp. „Til að halda þeim bílastæðum verður einstefna upp Ásholt, Mjölnisholt og Traðarholt.“ Við Lindargötu eru íbúðir fyrir stúdenta og könn- uðu Nikulás og samstarfsmenn hans bílaeign stúdenta. „Það eru komin fordæmi fyrir því að gera bara eitt bíla- stæði fyrir hverjar fjórar íbúðir hjá stúdentum, til að mynda á Lindargötu. Við gerðum grófa könnun á Lind- argötu og þar eru 25% nemenda á bíl,“ segir hann og bætir við að hann kannist við áhyggjur íbúa af því að stúdentar fylli öll bílastæði hverfisins. Útvíkkun gjaldsvæða Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar kynnti fyrir skemmstu megináherslur sínar fyrir næsta ár þar sem m.a. kom fram frekari útvíkkun gjaldsvæða. Á næsta ári má því sjá bílastæðaverði norðan Hverfisgötu, við Braut- arholt og nágrenni, og þá verður farið að sekta vestar í Vesturbænum. Lítið hefur dregið úr fjölda stöðvunarbrotagjalda að undanförnu og því samþykkti borgin fyrir skemmstu að hækka sektir fyrir stöðvunarbrot um 100% með það að markmiði að fækka sektum, sérstaklega vegna þeirra sem leggja í blá bílastæði, sem eru fyrir fatlað fólk. Gjaldið er nú 10.000 krónur. Einstefna og gjaldskylda verða tekin upp við holtin  Nýjar stúdentaíbúðir  Þrjár götur verða einstefnugötur Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúafundur Gert er ráð fyrir að íbúðarhús fyrir stúdenta rísi á lóðinni við Brautarholt 7. Þau áform voru kynnt á íbúafundi í gær og þar kom m.a. fram að taka á upp gjaldskyldu fyrir að leggja bílum á svæðinu. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að tæplega 358 milljóna kr. fjárhæð verði bætt við ófyrirséð útgjöld sjö ríkisstofnana vegna kostnaðar af eldsumbrotunum norðan Vatnajök- uls. Leggur nefndarmeirihlutinn til í breytingartillögu við fjáraukalaga- frumvarpið 2014 fyrir 3. umræðu að þessi fjárhæð verði tekin af lið fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins yfir ófyrirséð útgjöld. „Millifærslurnar koma til viðbótar 329 millj. kr. sem samþykktar voru við 2. umræðu. Þá eru heildargjöld vegna eldsumbrotanna komin í 686,8 millj. kr. á yfirstandandi ári,“ segir í nefndaráliti meirihlutans. Bent er á að millifærslur vegna eldsum- brotanna sem lagðar voru til við 2. umræðu um frumvarpið hafi byggst á mati á umframkostnaði stofnan- anna til loka sept- ember. Nú er lagt til að millifærðar verði fjárheimild- ir sem nema áætl- uðum umfram- kostnaði fyrir mánuðina októ- ber-desember sem nemur 357,8 millj. kr. Endurmeta á fjárþörfina á nýjan leik í árslok og ef í ljós kemur að fjárheimildirnar reynast umfram raunkostnað verður mismunurinn felldur niður í lokafjárlögum. Af þessari viðbótarfjárhæð renna m.a. 75,2 milljónir til Jarðvísindastofnun- ar HÍ, 135,8 millj. kr. til almanna- varnadeildar Ríkislögreglustjóra, 65,9 millj. til Veðurstofunnar og 49,1 milljón fer til Landhelgisgæslunnar. Heildargjöld vegna eldsumbrotanna kom- in í 686,8 milljónir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Andvirði: 8.030 kr. Ilmsápa 100 g - 660 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.160 kr. Sturtusápa 250 ml - 2.380 kr. | Húðmjólk 250 ml - 3.830 kr. VERBENA GJAFAKASSI Jólatilboð: 6.350 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.