Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 10

Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Desembertilboð – á völdum postulínsborðbúnaði, glösum og hnífapörum Komdu í verslu n RV og sjáð u glæsil egt úrval af borðbún aði RV 2014/11 Verslun RV er opin virka daga kl 8-18 og laugardaga kl 10 -16 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég ólst upp hér í næstahúsi og listagarðurinnfyrir framan safnið varmitt leiksvæði. Ég var mjög forvitin um þessi verk sem barn, en mér finnst ég ekki hafa skilið þau að neinu ráði fyrr en núna þegar ég hef kynnt mér hug- myndafræði Einars og hvernig hann kaus að lifa sínu lífi, þessi merkilegi maður,“ segir Hekla El- ísabet Aðalsteinsdóttir en hún ásamt fjórum öðrum nemum í sviðslistadeild Listaháskóla Ís- lands, ætlar að sýna allsérstakt verk í Listasafni Einars Jónssonar í dag. Verkið heitir Finding Einar, a guided tour through the Museum of Einar Jónsson. Guðs vegur eða frjáls vilji „Okkur var blandað saman í hóp, nemum á sviðshöfundabraut og samtímadansbraut, og gert að búa til verk í óhefðbundnu rými. Þetta er hluti af seríu lokaverk- efna í áfanga sem heitir Óhefð- bundin leikrými, og okkar hópur er einn af fjórum,“ segir Hekla og bætir við að fjöllistamaðurinn Hannes Sigurðsson taki einnig þátt í verkinu þeirra. „Þetta er marglaga samsuðuverk, við vörp- um litum á sumar höggmyndirnar, spilum tónlist, dönsum, tölum, leikum. Verkið flæðir hér milli rýma og innan um höggmyndirnar og það færist líka upp í íbúð þeirra hjóna, Einars og Önnu. Áhorf- endur taka þátt í sýningunni, þeir fara í einskonar ratleik sem leiðir þá lengra og lengra inn í safnið, lengra og lengra inn í hug- myndafræði Einars um andleg málefni. Líf og list Einars er við- fangsefni okkar. Við kynntum okk- ur hvernig Einar skapaði sína list, hver hugmyndafræði hans var að baki verkunum. Hann hafði mikinn áhuga á andlegum málefnum og það hafði stöðug áhrif á sköpun hans. Í mörgum verkanna er hann að fást við trú og trúarspeki. Hann var mikill tvíhyggjumaður og velti fyrir sér þessum tveimur leiðum mannsins í lífinu, annars vegar að feta blindandi Guðs veg og hins Drögum fram dul- rænar hliðar hússins Listasafn Einars Jónssonar lifnar við í dag þegar hópur af nemendum úr Listahá- skóla Íslands ætlar að leika sér með rýmið þar í sýningu þar sem meðal annars verður dansað innan um stórbrotin verk Einars og ferðast um safnið og farið upp í íbúð þeirra hjóna sem þar bjuggu árum saman. Morgunblaðið/Þórður Lifnar við Í einum salnum fór þessi á stjá og snerti suma áhorfendur. Uppi á lofti Í íbúð Einars og Önnu konu hans, hafði Hannes Sigurðsson brugðið sér í hlutverk Einars þar sem hann sat við glugga og spjallaði. Fatahönnuðurinn Michael Berkowitz flytur hádegisfyrirlestur í Listahá- skóla Íslands í dag, miðvikudag. Yfir- skrift fyrirlestrarins er Hönnun á hreyfingu – Að hanna praktískan nú- tímaklæðnað. Berkowitz á að baki 25 ára feril í tískuiðnaðinum og er hann maðurinn á bak við nokkrar þekktustu flíkur samtímans. Til dæmis má nefna hlaupastuttbuxur sem hann hannaði fyrir Nike og nærföt fyrir Calvin Klein. Berkowitz mun fjalla um skap- andi ferli fatahönnuðarins, mikilvægi rannsóknarvinnu og leitina að inn- blæstrinum. Berkowitz mun að auki ræða um hvernig hönnuður getur sett mark sitt á alþjóðlegan tískuiðnað. Fyrir- lesturinn hefst kl. 12.10 í Listahá- skóla Íslands, GESTAGANGI í Þver- holti 11, fyrirlestrarsal A, og eru allir velkomnir og er aðgangur ókeypis. Vefsíðan www.michaelhberkowitz.com Tíska Berkowitz mun meðal annars ræða um skapandi ferli fatahönnuðarins. Maðurinn á bak við fötin Í kvöld klukkan 18 hefst svokölluð sælustund í skammdeginu og verður hún haldin í Hljómskálagarðinum. Um fjölskylduskemmtun er að ræða og fer hún fram í Jöklu, tjaldi Sirkuss Ís- lands. Þar munu koma fram fjölmarg- ir skemmtilegir listamenn sem munu leika listir sínar, flytja jólalög, fara með hugvekjur og segja sögur. Að- gangseyrir er aðeins 1.500 kr., en ókeypis er fyrir alla sem hafa ekki efni á jólatónleikum í ár. Á meðal þeirra sem fram koma eru Svavar Knútur, Unnur Sara Eldjárn, Illgresi, Sönghópurinn Veirur, JólaHe- múllinn og Vox Populi. Endilega … … kíkið í sirkustjaldið Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónleikar Sælustund verður í kvöld. Í gær var mikil fálkahátíð í Hameem, sem er 150 kílómetra vestan við Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Þetta mun hafa verið al- þjóðleg hátíð og meðal þess sem fram fór var keppni, þar sem fálkar og fálka- temjarar reyndu með sér. Hér má sjá fálkatemjara með gullið sitt, fálkann sinn, en þeir tóku þátt í keppninni. Ekki fer sögum af því hvernig leikum lyktaði en fálkar eru afar vinsælir meðal höfðingja í þessum heimshluta. Fálkar eru vinsælir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fálkatemjarar koma saman á hátíð tileinkaðri fuglinum fagra AFP Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.