Morgunblaðið - 10.12.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 10.12.2014, Síða 12
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stöðugur vöxtur hefur einkennt mælingar á þorskstofninum í haust- ralli frá árinu 2007. Svipaða sögu er að segja úr vorralli og ljóst virðist að þorskstofninn sé hægt og sígandi á réttri leið þó svo að lítils háttar bak- slag hafi komið í fyrra og hittifyrra. Hvað varðar ýsuna er sláandi að sjá hvað heildarvísitölur stofnsins hafa lækkað frá árinu 2005 og það er því jákvætt að árgangurinn frá 2014 virðist vera sterkur. Ef gröfin á myndunum eru skoðuð kemur í ljós að vorrall hefur alltaf gefið hærri vísitölur í þorski, en haustrallið hins vegar í ýsunni. Vor- rall og haustrall eru stofnmælingar botnfiska og eru stofnarnir þá metnir eftir fyrirfram skilgreindum aðferð- um og er staðið eins að verki ár eftir ár í hvoru rallinu um sig. Vorrallið nær aftur til ársins 1985 og er því komin löng órofin sería rannsókna, þar sem aflað hefur verið veigamik- illa gagna. Haustrallið nær aftur til 1996, en rofnaði reyndar haustið 2011 vegna verkfalls sjómanna á rann- sóknaskipunum. Vegna tímalengdar hefur vorrall haft meira vægi við heildarmat á stofnum og ráðgjöf við fiskveiði- stjórnun. Haustrallið hefur þó á síð- ustu árum fengið aukið vægi og er hluti af fullgildu stofnmati í flestum tegundum. Ekki er hægt að bera niðurstöður þessara tveggja mælinga beint saman. Það er frekar að þróun þeirra, breytileiki og hlutfallið á milli gefi ákveðnar vísbendingar. Þá skipta margra ára gögn miklu máli og það er síðan verkefni sérfræðinga að lesa í gögnin og samstilla mismun- andi líkön. Hratt vaxandi síðustu sjö ár Í haustralli nú mældist heildarvísi- tala um magn þorsks sú hæsta frá upphafi þessara mælinga 1996 og hefur farið hratt vaxandi síðastliðin 7 ár, eins og sést á myndinni. Metfjöldi mældist af eldri fiski í rallinu og hann virðist vel haldinn. Þannig voru með- alþyngdir sex ára og eldri þorsks nú yfir meðaltalinu 1996-2013, en um eða undir meðaltali hjá yngri fiski. Á þessu fiskveiðiári er leyfilegur þorskafli íslenskra skipa 216 þúsund tonn og hafa síðustu ár verið vænt- ingar um hækkandi aflamark. Ef litið er til síðustu 60 ára var þorskafli á Ís- landsmiðum yfir 400 þúsund tonn frá 1955-1960 og fór tvívegis yfir hálfa milljón tonna. Á þessu tímabili voru erlend veiðiskip atkvæðamikil á Ís- landsmiðum. Fyrsta mæling á 2014-árgangi ýsu bendir til að nú sé sex ára hrinu af mjög lélegum árgöngum lokið. Haft var eftir forstjóra Hafrannsókna- stofnunar í Morgunblaðinu í gær að stóru tíðindin í niðurstöðum haust- rallsins væru þessi stóri árgangur. Hvers vegna svo löng bið? Í sjálfu sér á það þó ekki að koma á óvart að þetta gerist. Alveg eins mætti spyrja hvers vegna svo löng bið hafi orðið eftir sterkum árgangi miðað við umhverfisskilyrði í hafinu. Það vekur líka athygli hversu áberandi 11 ára ýsa var í haustrall- inu, en aldrei hefur fengist eins mikið af ýsu 10 ára og eldri í haustralli og í ár og í fyrra. Borið saman við árið 2013 fékkst nú minna af 25-35 cm ýsu, en svipað magn fékkst af ýsu stærri en 40 cm. Lengdardreifing ýs- unnar sýnir einnig að ýsa minni en 55 cm er undir meðaltali í fjölda, en stærri ýsa yfir meðaltali. Ef litið er á tölur um afla úr ýsu- stofninum síðustu 30 ár kemur í ljós að fiskveiðiárið 2007/08 veiddust 111 þúsund tonn af ýsu og um 100 þúsund tonn þrjú ár á undan. Síðan dró hratt úr veiði og leyfilegur hámarksafli Ís- lendinga í ár er 30.400 tonn. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Djúpivogur Haustvertíðin er yfirleitt drjúg á miðum fyrir norðan og austan land. Síðustu vikur hefur miklu verið landað á Djúpavogi og oft verið þröng á þingi í höfninni. Hægt og sígandi á réttri leið  Farið hefur verið í vorrall á vegum Hafrannsóknastofnunar í 25 ár  Haustrall hefur fengið aukið vægi  Niðurstöður ekki með öllu sambærilegar  Þorskurinn sterkari í vorralli en ýsan í haustralli Ýsa Vorrall Haustrall Heimild: hafro.is 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 S to fn ví si ta la 800 600 400 200 0 Þorskur Vorrall Haustrall S to fn ví si ta la Heimild: hafro.is 700 600 500 400 300 200 100 0 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn nú er tækifærið ! Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðarlausu Eitt verð niðurkomið kr. 5.980 m2 Ágúst Ingi Jónssonaij@mbl.is Tvö skip Ramma eru enn á humar- veiðum, en alla jafna lýkur vertíðinni í nóvember. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrirtækið fær leyfi til humar- veiða í desember. Humarinn er unn- inn hjá Ramma í Þorlákshöfn og sér fastafólkið um vinnsluna en yfir há- vertíðina er talsvert um ráðningar sumarfólks til að sinna humar- og makrílvinnslu. Aðstæður hafa ekki beinlínis verið hagstæðar til veiða síðustu vikur þegar hver lægðin hefur komið inn yfir landið á fætur annarri. Við slíkar aðstæður grefur humarinn sig í hol- ur sínar og fer helst ekki út fyrir hússins dyr. Auk þess er stór- streymt þessa dagana þannig að að- stæður eru ekki góðar fyrir humar- veiðar. Tvö síðustu haust hafa veiðar gengið brösuglega vegna veðurs. Vertíðin byrjaði venju samkvæmt í byrjun apríl og framan af henni eru skipin yfirleitt í Breiðamerkurdýpi og víðar á austursvæðinu. Eftir því sem líður á vertíðina færast veiði- svæðin vestar og síðustu ár hefur góður humar fengist í Jökuldýpi undan Snæfellsnesi. Skip Ramma sem eru enn að veiðum hafa verið við Reykjanes og í Grindavíkurdýpi síð- ustu daga. Gott verð og eftirspurn Gott verð hefur fengist fyrir hum- ar í ár og spurn er eftir stórum humri. Í haust hefur ekki verið mikið framboð þar sem fá skip hafa verið á veiðum og aðstæður eins og áður er lýst. Á humarveiðum fram undir jól Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Í humri Hjá Ramma í Þorlákshöfn verður humarvinnsla fram undir jól.  Tíðar brælur og humarinn heldur sig í holum sínum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.