Morgunblaðið - 10.12.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.12.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrstu skíðasvæðin opna brekk- urnar fyrir og um helgina, ef ekkert óvænt gerist. Skíðasvæðið í Tinda- stóli við Sauðárkrók verður opnað á föstudag og skíðasvæðið í Skarðsdal í Siglufirði á laugardag. Hlíðarfjall við Akureyri opnar hlið sín eftir rúma viku. „Við höfum verið að opna um miðjan nóvember. Það er okkar venjulegi tími,“ segir Viggó Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Tindastóli. „Við vorum klárir fyrir mánuði en þá fór að hlýna. Við treystum okkur ekki til að opna vegna þess hvað snjórinn var mjúk- ur og blautur. Það lofar góðu fyrir helgina. Kominn er þónokkur snjór og spáð norðanhreti í vikunni svo ég hugsa að þetta verði orðið mjög gott á föstudag,“ segir Viggó. Starfs- mennirnir voru að moka frá snjó- girðingum og undirbúa opnunina þegar rætt var við forstöðumanninn. Snjórinn bundinn Í Skarðsdal er 20-40 sentímetra snjólag og bindur umsjónarmað- urinn vonir við góða viðbót við snjó- inn í vikunni. Báðir troðararnir eru á fullu við að binda snjó. Til stóð að opna brekkurnar í Skarðsdal 22. nóvember en það tókst ekki vegna snjóleysis. „En nú er að koma snjór þannig að skíðasvæðið á Siglufirði verður opnað um næstu helgi, laugardaginn 13. desember kl. 11,“ skrifar Egill Rögnvaldsson, um- sjónarmaður skíðasvæðisins í Siglu- firði. Hlíðarfjall fyrir jól Önnur skíðasvæði á norðanverðu landinu eru að huga að opnun. Stefnt er að opnum skíðasvæðisins í Hlíð- arfjalli síðdegis föstudaginn 19. des- ember. Opið er fram á Þorláksmessu og síðan opnað aftur á þriðja í jólum. Fyrstu skíðasvæðin opnuð um helgina  Skagfirðingar og Siglfirðingar komast á skíði Morgunblaðið/Ómar Lyfta Fiðringur er kominn í skíðafólkið enda er stefnt að opnun skíðasvæða á Norðurlandi næstu daga. Fyrsta svæðið verður opnað á föstudag. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Í dag er haldið upp á „Terra Madre“ eða dag móður jarðar víða um heim sem samtökin Slow Food standa fyrir. Síðustu fimm ár hefur Terra Madre-dagurinn verið haldinn með ólíku sniði eft- ir löndum en hann miðar að því að beina sjónum að mat úr hér- aði. Hér á landi var ákveðið að fá sem flesta til að elda súpu í tilefni dagsins. „Þetta er einföld hug- mynd og það eina sem við förum fram á er að eldað sé eingöngu úr íslensku hráefni. Við leggjum upp úr því að fá fólk til að hugsa með- vitað um hvað það lætur ofan í sig,“ segir Dominique Plédel Jónsson, einn af skipuleggjendum dagsins og sérfræðingur í svo- kölluðu „slow food“ eða hægfæði. Fjöldi fyrirtækja, stórra sem smárra, mun taka þátt í átakinu og bjóða upp á dýrindis súpu úr íslensku úrvalshráefni. Terra Madre-dagurinn var haldinn fyrst fyrir fimm árum til að fagna 20 ára afmæli Slow food á heimsvísu. Dominique tileinkaði sér þessar matarvenjur fyrir mörgum ára- tugum. Hún fæddist í Frakklandi en hefur búið hér stærstan hluta ævi sinnar. Hún segir mat- arvenjur Íslendinga hafa breyst mjög mikið síðustu ár og þá að sjálfsögðu til batnaðar. Halda upp á dag móður jarðar  Boðið upp á ljúffenga súpu Morgunblaðið/Þórður Eldamennska Dominique Plédel Jónsson er mikill matgæðingur. Mál gegn þremur mönnum sem eru ákærðir fyrir rán, sérstaklega hættu- lega líkamsárás, hótanir og frelsis- sviptingu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Einn þeirra neitar sök, annar óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákær- unnar og sá þriðji var fjarverandi. Tveir mannanna fengu refsidóma fyrir aðild sína að Black Pistons- málinu svonefnda á árinu 2011. Voru þeir dæmdir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás. Í niðurstöðu dómsins sagði að mennirnir hefðu brotið niður mótstöðuþrek ungs manns, fórnar- lambs síns, og lamað hann af hræðslu með hrottalegum og endurteknum líkamsárásum og með hótunum um ófarir hans og fjölskyldu hans. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson og Davíð Fjeldsted, sem báðir eru sagð- ir tengjast glæpasamtökunum Útlög- um (e. Outlaws) sem urðu til úr glæpasamtökunum Black Pistons, eru ásamt þriðja manni ákærðir fyrir að hafa síðdegis fimmtudaginn 19. desember 2010 í bakherbergi á Monte Carlo við Laugaveg veist að karlmanni og krafið hann um pen- inga. Ríkharður var fjarverandi þegar málið var þingfest, en fram kom við þinghaldið að hann væri erlendis. Dómari gaf út fyrirkall á hendur hon- um. Davíð neitaði sök og hafnaði bótakröfu en þriðji maðurinn óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar, sem fyrr segir. Samkvæmt ákærunni þurfti mað- urinn að sæta ítrekuðum barsmíðum. Var hann í kjölfarið sviptur frelsi sínu og færður í íbúð í Suðurhlíð í Reykja- vík þar sem ofbeldið hélt áfram. Var maðurinn sleginn með hnefum, hnúajárnum og kylfu, þvottaefni var hellt upp í hann, hann brenndur með sígarettum og hótað var að klippa af honum fingur og eyru. Meðan á þessu stóð afklæddu ákærðu manninn og héldu honum svo fjötruðum og kefluðum yfir nótt í íbúðinni. Greiddi inn á bankareikning Maðurinn var látinn laus úr haldi ákærðu síðdegis daginn eftir en þá hafði faðir hans greitt eina milljón króna inn á bankareikning eins ákærða. Helgi Magnús Gunnarsson sak- sóknari lét afturkalla ákæruna við upphaf þinghaldsins og gaf út nýja þar sem ný bótakrafa hafði bæst við, en faðir eins fórnarlambanna fór fram á 2,5 milljónir í bætur, þ.e. end- urgreiðslu á milljón sem hann lagði út til að fá son sinn lausan úr haldi og síðan 1,5 milljónir í skaðabætur. Málið verður næst tekið fyrir 7. janúar nk. og þá munu aðrir vænt- anlega taka afstöðu til ákærunnar. jonpetur@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Héraðsdómur Tveir hinna ákærðu mættu til fyrirtöku í gærmorgun. Einn neitaði og annar mætti ekki  Þrír ákærðir fyrir hrottalega árás „Ertu þreyttur á biðröðum, viltu bara vera einn á skíðum eða vera með skemmtilegan skíðadag fyrir vini og fjölskyldu. Við erum með lausn á vanda þínum,“ auglýsir skíðasvæðið í Tindastól á vef sín- um. Lausnin er að viðskiptavinir leigi skíðasvæðið í einn dag. „Menn leigja heilu þoturnar, íþróttahúsin og skemmti- ferðaskipin. Af hverju skyldu þeir ekki leigja skíðasvæði?“ spyr Viggó Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Tindastóli. Hann tekur fram að enginn hafi spurst fyrir um þennan möguleika, enn sem komið er, en hann bíði róleg- ur. Lítur Viggó helst til þess að hópar vilji kaupa opnun á skíða- svæðinu á virkum degi þegar ann- ars er lokað. Þá reiknar hann ekki með því að viðkomandi myndi loka á annað skíðafólk. Virkur dagur kostar 250 þúsund og dag- ur um helgi tvöfalt meira. Innifal- ið í gjaldinu er allur skíðabúnaður, lyftukort fyrir alla og léttar veit- ingar. Vilt þú leigja þér skíðasvæði? NÝ ÞJÓNUSTA Í BOÐI HJÁ SKAGFIRÐINGUM Skoðaðu úrvalið inn á www.kvarnir.is Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Fáðu þér sorpkvörn fyrir jólin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.