Morgunblaðið - 10.12.2014, Síða 15

Morgunblaðið - 10.12.2014, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Listamenn úr ýmsum geirum hyggj- ast koma saman á Austurvelli í dag kl 17 og efna þar til samstöðufundar um RÚV undir heitinu Verjum RÚV. Þar verður skorað á stjórnvöld að draga til baka áform um lækkun út- varpsgjaldsins. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að stjórn RÚV og helstu lykilstarfsmenn þess hafi ein- dregið varað við þeim afleiðingum sem lækkun útvarpsgjalda muni hafa í för með sér. „Það er sjaldgæft að fólk mótmæli lækkun gjalda,“ segir Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og einn skipuleggj- enda fundarins. „Þeir sem best þekkja til eru áhyggjufullir. Þarna eigum við menningararfinn geymd- an og þarna hefur alltaf verið staðið við bakið á íslenskri tónlist, líka þeg- ar hún er stödd í grasrótinni.“ Fjöldi þekktra listamanna kemur fram á fundinum, þeirra á meðal Ragnheiður Gröndal og Stuðmenn. Listamenn vilja verja RÚV  Samstöðufundur á Austurvelli í dag Tíu umsækjendur eru um nýtt emb- ætti prests í Garðaprestakalli í Vest- urlandsprófastsdæmi við hlið sr. Eð- varðs Ingólfssonar, sem hefur verið sóknarprestur þar síðan 1997. Frestur til að sækja um embættið rann út 2. desember síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Hana skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í prófastsdæminu. Í Garðaprestakalli er ein sókn, Akranessókn, og ein kirkja, Akra- neskirkja. Garðaprestakall er á sam- starfssvæði með Saurbæjarpresta- kalli. Umsækjendur eru mag. theol. Anna Þóra Paulsdóttir, séra Arndís G. Bernharðsdóttir Linn, mag. the- ol., Elvar Ingimundarson, mag. the- ol., Fritz Már Berndsen Jörgensson, cand. theol., María Gunnarsdóttir, séra Skírnir Garðarsson, cand. the- ol., Sólveig Jónsdóttir, séra Ursula Árnadóttir, mag. theol., Viðar Stef- ánsson og séra Þráinn Haraldsson. Tíu umsækj- endur um nýtt prestsembætti Gert er ráð fyrir að tekjur af nátt- úrupassa verði 4,5-5,2 milljarðar króna fyrstu þrjú árin en stefnt er að því að lög um hann taki gildi 1. sept- ember á næsta ári. Náttúrupassinn mun kosta 1.500 krónur og gilda í þrjú ár. Yngri en 18 ára munu hins vegar ekki þurfa slíkan passa. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í gærmorgun þar sem Ragn- heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarp til laga um náttúrupassa. Sam- kvæmt því verður umsjón eftirlits með náttúrupassanum í höndum Ferðamálastofu sem fær heimildir til þess að sekta þá einstaklinga um 15 þúsund krónur sem ekki hafa greitt gjald fyrir passann. Sérstakir „náttúruverðir“ munu sjá um eftir- litið. Engin gjaldhlið verða heldur mun eftirlitið byggjast á stikk- prufum. Ráðnir verða um 10 starfs- menn til þess að sinna eftirlitinu. Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjá opinberra aðila. Bæði ríkis og sveit- arfélaga. Auk þess verður einka- aðilum boðið að gerast aðilar að honum. Ein gjaldskrá verður fyrir Íslendinga og erlenda ríkisborgara. Gert er ráð fyrir að 10-15% af heildartekjum vegna náttúrupass- ans komi frá Íslendingum. Sala nátt- úrupassans mun fara fram á netinu og miðar allur undirbúningur að því að sögn ráðherra að mjög auðvelt og fyrirhafnarlítið verði að ganga frá kaupum á honum. hjorturjg@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Náttúrupassinn Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, kynnti frumvarp til laga um hinn nýja passa á blaðamannafundi. Náttúrupassi gefi milljarða  Náttúruverðir sjá um eftirlitið  Ein gjaldskrá Verkin voru 160 en ekki 60 Í frétt um jólauppboð í Galleríi Fold er misræmi á milli yfirfyrirsagnar og fréttar þar sem í fréttinni er sagt að 60 verk hafi verið boðin upp en þau sögð 160 í yfirfyrirsögn. Hið rétta er að 160 verk voru boðin upp. Þá var sagt að boðið hefði verið upp verk eftir Ásbjörn Sveinsson en hið rétta er að boðið var upp verk eftir Ásgrím Jónsson. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.