Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 16

Morgunblaðið - 10.12.2014, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014                                    !" "#$ " "!    $  # "%!% #$ "$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %! !" " !$ "#!  %$! $ $   "%%% #"! %  ! "## "$!   $   # "%$% #% %$% "$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Afgangur af viðskiptum við útlönd mun fara minnkandi á næstu tveimur árum en mun þó haldast jákvæður, samkvæmt spá Greiningardeildar Arion banka. Jákvæður viðskiptajöfnuður byggist á frekari vexti í útflutningi á næstu árum, einkum í ferðaþjónustu framan af en einnig í vaxandi útflutningi á kísil þegar á líður. Gangi spáin eftir mun undirliggjandi afgangur af viðskiptum við útlönd nema um 4,8% af landsframleiðslu í ár en dragast svo saman og verða 2,7% árið 2016. Viðskiptaafgangur mun svo aukast á ný í kjölfar batnandi vöru- og þjónustujafnaðar. Í ljósi lengingar á líf- tíma skuldabréfs Landsbankans og LBI bendir spá Arion banka til þess að veru- lega muni létta á þrýstingi vegna er- lendra skulda á komandi árum og þar af leiðandi þrýstingi á krónuna. Spá minnkandi en jákvæð- um viðskiptajöfnuði ● Fasteignafélagið Reitir hefur lokið 68 milljarða króna endurfjármögnun félags- ins, með 51 milljarðs króna láns- fjármögnun og sölu á nýju hlutafé að andvirði 17 milljarða. Alls keyptu lífeyris- sjóðir hlutabréf fyrir 12 milljarða, eða sem nemur 31% af heildarhlutafé, þeirra á meðal LSR, Lífeyrissjóður verzl- unarmanna og Gildi, auk sjóða í stýringu hjá Arion banka. Stærstu einstöku eig- endur Reita eru hins vegar Arion banki með 31% hlut og Landsbankinn með 22%. Þá keyptu lífeyrissjóðir skuldabréf af Reitum fyrir 25 milljarða króna auk þess sem félagið samdi um 26 milljarða króna lánsfjármögnun við Íslandsbanka. Að sögn Guðjóns Auðunssonar, for- stjóra, er fjárhæð þessara viðskipta ein sú hæsta með íslenskt einkafyrirtæki til þessa og viðskiptin ein þau stærstu sem lífeyrissjóðir landsins hafa átt hlutdeild í. Reitir eru stærsta fasteignafélag lands- ins með eignasafn sem metið er á um 100 milljarða króna. Stefnt er að skrán- ingu félagsins í apríl á næsta ári. Reitir ljúka 68 milljarða króna endurfjármögnun STUTTAR FRÉTTIR ... FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það er raunhæft að stjórnvöld geti kynnt áætlun um afnám fjármagns- hafta „snemma á næsta ári“ en full- mótuðum tillögum frá ráðgjöfum stjórnvalda var skilað til stýrinefndar um losun hafta í síðustu viku. Þetta sagði Lee Buchheit, einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við vinnu um losun hafta, í samtali við Morg- unblaðið skömmu áður en fundur slitastjórna föllnu bankanna og full- trúa þeirra með ráðgjöfum íslenskra yfirvalda hófst á Grand hóteli í gær. Líkt og greint var frá í Morgun- blaðinu sl. laugardag var fundurinn haldinn að beiðni slitastjórnanna til að veita þeim tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum í tengslum við uppgjör föllnu bank- anna og afnám hafta. Buchheit benti á að slitabúin væru ekki einu að- ilarnir sem hefðu áhuga á því að fá undanþágu til að fara út fyrir höftin. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem ráðgjafar stjórnvalda hafa átt fundi með slitastjórnum og fulltrúum þeirra um þessi mál. Þannig átti slit- astjórn Glitnis meðal annars fund með framkvæmdastjórn stjórnvalda um losun hafta í október sl., sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Til stendur að haldnir verði fleiri sambærilegir fundir með öðrum hagsmunaaðilum á Íslandi sem kunna einnig að hafa skoðanir á því hvaða leið stjórnvöld eigi að fara samhliða fyrstu skrefum við tilslökun hafta. Þar má meðal annars nefna líf- eyrissjóðina, að sögn Buchheits. Allar eignir eru undir Aðspurður vildi Buchheit ekkert tjá sig um þær tillögur, sem Morgun- blaðið hefur áður upplýst um, að lagður verði sérstakur útgönguskatt- ur á allar greiðslur út fyrir höft né heldur hversu há skattprósentan yrði. Slíkt útgöngugjald myndi þá einnig ná til allra greiðslna slitabú- anna til erlendra kröfuhafa út úr ís- lenska þjóðarbúinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið ráðgert að gjaldið verði 35%. Á fundi með samráðsnefnd fulltrúa allra þingflokka í fyrradag gerðu ráð- gjafar stjórnvalda nefndinni grein fyrir meginatriðum þeirra tillagna sem búið er að skila. Þær tillögur samanstanda annars vegar af út- gönguskatti og hins vegar aðgerðum til að taka á aflandskrónuvandanum og tilslökunum fyrir beinar erlendar fjárfestingar innlendra aðila úr landi og lengri tíma fjárfestingar í erlend- um verðbréfum. Tillögur um útgönguskatt miðast einkum að því að tryggja jafnræði við losun hafta. Er skatturinn því með öðrum orðum yfirlýsing af hálfu ís- lenskra stjórnvalda um að greiðslur út fyrir landamæri, til að mynda vegna mögulegra undanþágna til handa slitabúunum við nauðasamn- inga, verði meðhöndlaðar með sama hætti og gildir um aðra íslenska lög- aðila. Enginn greinarmunur er gerð- ur á því hvort þær séu framkvæmdar í krónum eða gjaldeyri. Erlendar eignir búanna verða ekki teknar út fyrir sviga, líkt og kröfuhafar hafa ráðgert, enda eigi þeir aðeins kröfur í krónum á íslensk slitabú. Að óbreyttu myndi skatturinn þýða að slitabúin gætu þurft að greiða mörg hundruð milljarða til ríkisins vilji þau ljúka uppgjöri bú- anna. Bókfært virði eigna þeirra nemur samtals um 2.600 milljörðum – um 2.000 milljarðar eru í erlendum eignum – og eiga erlendir aðilar um 94% allra krafna á hendur búunum Þrengri fjárfestingaheimildir Þær tillögur sem verður fyrst hrint í framkvæmd við losun hafta lúta að skammtímakrónueignum er- lendra aðila – í ríkisverðbréfum og innstæðum – og beinum fjárfest- ingum innlendra aðila erlendis. Vinnuheiti þeirrar áætlunar er Proj- ect Slack, eins og áður hefur verið sagt frá í Morgunblaðinu, en til skoð- unar er að nýta meðal annars gjald- eyrisforða Seðlabankans – hrein gjaldeyriskaup hans nema hátt í 100 milljörðum á þessu ári – í þessu sam- hengi. Markmiðið er jafnframt að út- búa leiðir fyrir innlenda aðila, bæði lífeyrissjóði og fyrirtæki, til að koma fjármunum úr landi án þess að þurfa að greiða þann útgönguskatt sem fyrirhugað er að kynna til sögunnar sem hluta af áætlun um afnám hafta. Útgöngugjaldið mun hins vegar ná til aflandskróna í eigu erlendra aðila eftir að þeir verða knúnir til að skipta krónueignum sínum á afslætti yfir í skuldabréf í erlendri mynt til meira en 30 ára. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa tillögur gert ráð fyrir því að um yrði að ræða fasta vexti undir 3%. Líklegt má telja að ríkið myndi þurfa að greiða nærri helmingi hærri vexti ef það gæfi út sambærilegt skuldabréf á alþjóð- legum lánamörkuðum. Þrengt verður að fjárfestinga- heimildum aflandskrónueigenda, sem eiga um 130 milljarða í inn- stæðum og um 170 milljarða í ríkis- verðbréfum, þannig að þeir muni standa frammi fyrir því að taka ann- aðhvort þátt í slíkum skuldabréfa- skiptum eða að eiga krónur á vaxta- lausum reikningi í Seðlabankanum með engum fjárfestingarheimildum. Aflandskrónueigendur sem hafa fjár- fest í ríkisverðbréfum verða nauð- beygðir til að taka þátt í skuldabréfa- skiptunum þegar skuldabréfaflokkar þeirra koma á gjalddaga. Erlendir aðilar eiga um 80 milljarða í rík- isverðbréfum á gjalddaga 2015 og 2016. Hægt verður að eiga í við- skiptum með skuldabréfið sem verð- ur útgefið af ríkinu en vilji fjárfestar losa um bréfin sín þá munu þeir þurfa að greiða 35% útgöngugjald. Haftaáætlun kynnt snemma á næsta ári Morgunblaðið/Kristinn Höft Lee Buchheit og Glenn Kim eru ráðgjafar íslenskra stjórnvalda.  Skuldabréf til aflandskrónueigenda bæri um 3% vexti Ekki þarf að óttast að stjórnvöld séu að gefast upp á því verkefni að vinna að losun fjármagnshafta. Þvert á móti er búið að vinna markvisst að lausn vandans og aldrei hafa stjórnvöld verið jafnnærri því og nú að tefla fram fullbúnum hugmyndum til að kynna áætlun um afnám hafta. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í gær við fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingflokksformanni Sam- fylkingarinnar, sem gagnrýndi að ekki væri komin fram útfærsla frá stjórnvöldum um hvernig leysa ætti þann vanda sem lýtur að uppgjöri sli- tabúanna og losun hafta. „Ef ég les Morgunblaðið virðist það vera, eftir nærri tveggja ára starf, að þá hafi ríkisstjórnin engum samningum náð við kröfuhafa, engar áætl- anir haft uppi um það og sé nú einvörðungu með í höndunum sex ára gamlar hugmyndir um útgönguskatt,“ sagði Helgi. Slíkur skattur væri í eðli sínu ekki annað en gjaldeyrishöft. Bjarni benti á að þótt slitabúin væru stór hluti vandans þá væri einnig um að ræða krónur sem vilja leita út úr hagkerfinu sem eru utan slitabúa. Jafnframt mætti ekki gleyma almenningi, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum. „Það er einungis með því að nálgast þetta með heildstæðri lausn sem ég trúi því að við náum árangri.“ Fjármálaráðherra bætti því við að hann skynjaði „óttablandinn tón“ í málflutningi Helga þar sem nú væri útlit fyrir að loksins næðist árangur við losun hafta sem myndi valda straumhvörfum. Skynjar „óttablandinn tón“ BJARNI SEGIR ÚTLIT FYRIR LAUSN SEM MARKI STRAUMHVÖRF Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 19.des Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um skóla og námskeið mánudaginn 5. janúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.