Morgunblaðið - 10.12.2014, Page 31

Morgunblaðið - 10.12.2014, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2014 Æsileg atburðarás Draugagangur á Skuggaskeri bbbnn Texti og myndir: Sigrún Eldjárn. Mál og menning, 2014. 203 bls. Draugagang- ur á Skugga- skeri er fram- hald sögunnar Strokubörnin á Skuggaskeri og krefst þess eig- inlega að les- andi hafi lesið fyrri bókina til að átta sig á persónum í bókinni og þeim atburðum sem urðu þess valdandi að sex börn flúðu úr Fagradal og settust að á Skugga- skeri þar sem þau hittu fyrir ein- setudrenginn Kára. Reyndar er þetta tíundað stuttlega í öðrum kafla bókarinnar, en hefði má vera ít- arlegra. Að því sögðu þá áttar les- andi sig á því smám saman hvað er á seyði. Atburðarásin í bókinni er æsileg og ævintýraleg í senn, heilmikið að gerast og flækjan verður sífellt meiri sem heldur manni við efnið og gott betur. Vondu karlarnir í bókinni eru vissulega vondir, sem er kostur, þó þeir séu líka óttalegir aular, sem betur fer. Það er líka kostur að krakkarnir í bókinni eru engir engl- ar, þau geta líka verið sjálfelsk stundum og tillitslaus og fyrir vikið verða þau raunverulegri. Þó það sé vissulega endir á bókinni og lítið í lausu loft þá er svo margt ósagt að það verður erfitt að bíða í ár eftir næstu sögu af krökkunum á Skugga- skeri. Forvitnir Hlemmar Rambað á Reginfjall bbmnn Texti: Helgi Ingólfsson. Myndir: Vladimiro Rikowski. Óðinsauga, 2014. 137 bls. Hlemmarnir Bjartur og Þórgnýr eiga heima í Sælu- dal. Þeir eru bestu vinir, borða kál í öll mál og una glaðir við sitt þar til eitt sinn að þeir taka að velta fyrir sér upp- runa og enda Fagurár, sem rennur eftir miðjum dalnum. Þeir leita eftir svörum hjá þorpsvitringnum, en svörin sem þeir fá duga ekki og á endanum ákveða þeir að halda út í Mörkina að komast að hinu sanna. Hlemmarnir eru skemmtileg fyrirbæri, ekki ýkja skarpir, kýr- skýrir reyndar, en velviljaðir og góð- hjartaðir, enda stendur okkur ekki á sama um örlög þeirra. Helgi er hug- myndaríkur höfundur og kynnir fyr- ir okkur hverja furðuveruna af ann- arri í gegnum bókina og heimurinn sem hann skapar er ævintýralegur, þó ekki sé hann stór. Þó ævintýri þeirra Bjarts og Þórgnýs ljúki í bók- inni kemur einnig fram að það sé annað og meira í vændum og óhætt að búast við framhaldi. Vinnsla á bókinni er ekki góð, spássíur allt of litlar og frágangur klúðurslegur sem kemur á óvart hjá eins umsvifamikilli barnabókaútgáfu og Óðinsauga vissulega er. Listilegir útúrsnúningar Fuglaþrugl og naflakrafl bbbbn Texti: Þórarinn Eldjárn. Myndir: Sigrún Eldjárn. Vaka-Helgafell, 2014. 50 bls. Með skemmtilegustu barnabókum sem koma út hér á landi eru ljóða- bækur Þórarins Eldjárns fyrir börn. Barnabörn mín hafa til að mynda skemmt sér mikið yfir þeim bókum og sérstaklega eru Tíu litlir kenja- krakkar og Óð- halaringla í uppáhaldi. Í Fuglaþrugli og naflakrafli er Þórarinn við sama heygarðshorn, snýr útúr heitum og hugtökum af list. Ég get staðfest það að börn kunna vel að meta ljóðin og það þó að í sumum þeirra séu vendingar sem þau trauðla skila eins til að mynda í Fuglalífum: Flestar lóur syngja dýrðin dýrðin, / dásama og lofa jörð- ina. / Aðrar segja bara rýrðin rýrðin / og reyndar stundum keiserasera. Annað dæmi er Amma Sif Ester þar sem kemur fyrir Fester, Fester Bes- tertester, sem glöggir (gamlir) þekkja úr Mad-blöðunum sællar minningar. Fyrir vikið geta for- eldrar, og reyndar líka afar og ömm- ur, skemmt sér við að lesa fyrir börnin, eða hlusta á þau lesa, og börnin skemmta sér ekki síður. Teikningar Sigrúnar eru fram- úrskarandi. Draugagangur, naflakusk og Hlemmar Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ævintýraleg „Atburðarásin í bókinni er æsileg og ævintýraleg í senn, heilmikið að gerast og flækjan verður sífellt meiri sem heldur manni við efnið og gott betur,“ segir m.a. í rýni um Draugagang á Skuggaskeri. Góðir „Hlemmarnir eru skemmtileg fyrirbæri, ekki ýkja skarpir, kýrskýrir reyndar, en velviljaðir og góðhjartaðir,“ segir m.a. um Rambað á Reginfjall. Kvennakór Garðabæjar held- ur aðventu- tónleika sína í Digraneskirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20. „Margar sígild- ar jólaperlur munu hljóma sem ættu að koma tónleikagestum í sannkallaða hátíðarstemningu,“ segir m.a. í tilkynningu. Sérstakur gestur á tónleikunum er leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Stjórnandi kórsins er Ingibjörg Guð- jónsdóttir sópransöngkona og pí- anóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Miðar eru seldir við innganginn og hjá kórkonum. Tónleikar Kvenna- kórs Garðabæjar Ingibjörg Guðjónsdóttir. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 13/12 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 12/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (Litla sviðið) Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Mán 29/12 kl. 20:00 Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Sun 28/12 kl. 18:00 aukasýning Sun 14/12 kl. 18:00 aukasýning Sun 28/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 15:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 15:00 aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is MP5 (Aðalsalur) Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00 Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur) Sun 14/12 kl. 14:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00 Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 9/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Sun 18/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 JOHNNY AND THE REST í Tjarnarbíó (Aðalsalur) Lau 20/12 kl. 19:30 Aðventa (Aðalsalur) Sun 14/12 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.