Morgunblaðið - 10.12.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 10.12.2014, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ekki batnar spáin 2. Allt fýkur sem getur fokið 3. Sjáðu fárviðrið „í beinni“ 4. Beyoncé og Jay-Z versluðu… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, er á lista kvikmynda- ritsins Empire yfir 50 bestu kvik- myndir ársins 2014. Í umsögn rits- ins segir m.a. um myndina að hún sé fyndin og verulega vandræðaleg og nefnt atriði þar sem graðhestur fyljar meri þó eigandi hennar sé á baki en hann leikur Ingvar E. Sig- urðsson. Þá segir í niðurlagi um- sagnar að ægifagurt landslag Ís- lands fái að njóta sín án þess að geimfarar eða geimverur komi við sögu. Besta kvikmynd ársins, að mati Empire, er Boyhood eftir leik- stjórann Richard Linklater. Hross í oss meðal bestu mynda ársins  „Nú minnir svo ótalmargt á jólin“ er yfirskrift hádegistónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í dag og hefjast kl. 12.15. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari munu á þeim flytja vel valdar jóla- perlur, perlur á borð við „Það á að gefa börnum brauð“, „Jól“, „Hin fyrstu jól“, „Maríukvæði“, „Nú minnir svo ótalmargt á jólin“, „Tíðin rennur“ og „Madrigal sobre un tema popular“ frá Katalóníu. Tónleikarnir eru hluti af hádegis- tónleikaröðinni Líttu inn í hádeg- inu og eru hálf- tíma langir. Tón- leikagestum verð- ur boðið upp á kaffi, te og piparkökur fyrir tónleikana. Diddú og Anna flytja jólalög í hádeginu Á fimmtudag Hvöss norðanátt og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt og bjart syðra. Frost 2-8 stig. Á föstudag Minnkandi norðan- átt og él norðaustanlands, en léttir víða til annars staðar. Vestan 5- 10 m/s vestantil undir kvöld og él. Talsvert frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða norðanhvassviðri eða -stormur með ofankomu fyrir norðan, en yfirleitt þurru syðra. Frost víða 1-6 stig. VEÐUR Anton Sveinn McKee, sund- maður úr Ægi, er kominn á fulla ferð í lauginni eftir við- beinsbrot sem hann varð fyrir síðsumars. Einhverjir íþrótta- áhugamenn veittu því sjálf- sagt athygli að Anton var ekki í íslensku sveitinni sem hélt til Katar á HM í 25 metra laug á dögunum. Hann hefur sett stefnuna á að ná lágmörkum fyrir HM í 50 metra laug sem fram fer næsta sumar. »3 Anton Sveinn kom- inn af stað Leikmenn Fjölnis í Grafarvogi, sem leika í 1. deild karla í handknattleik, báru enga virðingu fyrir úrvalsdeild- arleikmönnum Akureyrar þegar liðin mættust í Coca Cola bikarnum í handknattleik. Fjölnismenn stóðu lengi vel í norðan- mönnum en urðu að játa sig sigr- aða á síðustu mín- útunum. Valur komst einnig í 8- liða úrslit eftir sig- ur á KR en langt er síðan þessi lið mætt- ust í bikarkeppni karla. Loks vann Stjarnan HK með 13 marka mun. »1 Fjölnismenn stóðu lengi vel í Akureyringum Stuðningsmenn Liverpool eru í sárum því lið þeirra féll úr leik í Meistaradeildinni í gærkvöld eftir 1:1 jafntefli við svissneska liðið Ba- sel á Anfield. Juventus og Monaco tryggðu sér sæti í 16-liða úrslit- unum, Arsenal vann stórsigur í Tyrklandi og Evrópumeistarar Real Madrid enduðu riðlakeppnina með fullu húsi stiga. »2 Liverpool kvaddi Meistaradeildina ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rauði krossinn á Íslandi hefur látið sig mörg brýn málefni varða í 90 ár. Skyndihjálp er þema afmælisársins og fyrir ári var opnuð neyðarmiðstöð í húsnæði félags- ins við Efstaleiti í Reykjavík, þar sem allar aðgerð- ir Rauða krossins í neyðarvörnum eru samræmdar á landsvísu. Hermann Ott- ósson, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, bendir á að neyðarmiðstöðin vinni náið með almannavörnum. „Við er- um ein af þessum björgum almanna- varna, sem þær grípa til í neyðar- ástandi. Hér er opnun fjölda- hjálparstöðva samræmd og út- sending áfallateyma.“ Um 300 sjálfboðaliðar, sem hafa fengið þjálfun í opnun fjöldahjálp- arstöðva, að veita sálrænan stuðning og hugsa um þá sem lenda í neyðar- ástandi, koma að neyðarvörnum á landinu öllu. Um þessar mundir er deildin í Þingeyjarsýslum til dæmis á tánum vegna hugsanlegs flóðs úr Bárðarbungu norður Jökulsá á Fjöllum, að sögn Hermanns. „Ef upp koma aðstæður sem viðkomandi deildir ráða ekki við er það hlutverk neyðarmiðstöðvarinnar að kalla til aðrar deildir til hjálpar.“ Skyndihjálp áhersluverkefni Kennsla í skyndihjálp er eitt viða- mesta verkefni Rauða krossins enda var hann stofnaður til þess. Á þessu ári hafa starfsmenn félagsins farið í flesta grunnskóla landsins og kennt um 34.000 ungmennum á aldrinum sjö til 15 ára undirstöðuatriði skyndihjálpar. „Yfir 20.000 manns hafa halað niður í farsíma app okkar um skyndihjálp,“ segir hann og að lögð sé áhersla á að kenna fólki að blása og hnoða og meðhöndla blæð- andi sár og brunasár. „Okkur hefur tekist að viðhalda gríðarlega góðri þekkingu almennings á Íslandi í að veita skyndihjálp. Ótrúlega margir sækja skyndihjálparnámskeið reglu- lega og kunna að bregðast við að- stæðum þar sem þess er þörf.“ Hann bætir við að í heilbrigðiskerfinu sé talað um þetta sem guðs gjöf, því margir myndu deyja ef ekki væri fyrir þessa þekkingu. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið áberandi í hjálparstarfi á al- þjóðavettvangi í 90 ár. Þar nefnir Hermann neyðaraðstoð á Filipps- eyjum í kjölfar fellibyls sem fór þar yfir fyrir um ári síðan, verkefni með flóttamönnum í Líbanon, aðstoð í Malaví og fleira. „Íslendingar hafa verið framarlega í neyðaraðstoð er- lendis og þar sem skórinn hefur kreppt,“ segir Hermann. Með marga bolta á lofti  Skyndihjálp þema 90 ára afmælisársins Ljósmynd/Kristinn Pétursson Skyndihjálp Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir leiðbeinir krökkum í Heiðarskóla á Akranesi. Hermann Ottósson Hermann Ottósson, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, segir að haldið verði áfram á markaðri braut og í nán- ustu framtíð sé brýnasta verkefni félagsins að huga betur að sam- borgurunum, því bilið á milli þeirra sem hafa það gott og þeirra sem hafa það mjög slæmt sé alltaf að breikka. Fleirum líði illa vegna einmanaleika og vinna þurfi betur í þeim málum. Vaxandi fordómar séu gagnvart útlend- ingum á Íslandi og Rauði krossinn ætli að vekja athygli á því og berj- ast fyrir umburðarlyndi í garð þeirra sem hingað komi vegna þess að þeim sé ekki vært heima fyrir. Í tilefni af 90 ára afmælinu verður Rauði krossinn með afmælisveislu í húsi félagsins við Efstaleiti 9 í Reykjavík kl. 14-18 í dag og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kræsingar og ljósmyndasýning um sögu Rauða krossins verður opnuð. Tónlist verður spiluð og söngvar sungnir, forseti Íslands flytur ávarp og sjúkrabílar verða afhent- ir en Rauði krossinn rekur allar sjúkraflutningabifreiðar á Íslandi. Huga betur að samborgurum RAUÐI KROSSINN Á ÍSLANDI 90 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.