Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 40

Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 40
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ætluðu að hjálpa „vini“ sínum 2.Móðirin formlega ákærð 3. 12 hross frusu í Bessastaðatjörn 4. „Ég laðast ekki að börnum“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu frá Akureyri og Sigurðar Flosasonar verða í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 21. Jólatónleikunum sem hafa ávallt verið vel sóttir er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýs- ingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir mynda því klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Jólatónleikar Hymno- diu og Sigurðar  Leikararnir Jóhann G. Jóhannsson og Þóra Karítas Árnadóttur hafa verið valin til að taka þátt í Northern Lights- verkefninu á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2015. Northern Lights- verkefnið miðar að því að kynna nor- ræna leikara fyrir alþjóðlegum leik- stjórum og framleiðendum á kvik- myndahátíðinni í Berlín. 25 leikarar frá Norðurlöndunum voru valdir í ár til að taka þátt í verkefninu en umsóknir voru 160 talsins. Berlinale er ein fremsta kvik- myndahátíð í heimi og leggur sérstaka áherslu á þátt leikara í kvikmyndaiðn- aðinum. Northern Lights var sett á fót vegna vaxandi áhuga á norrænu sjón- varpsefni og auknum ráðningum á norrænum leikurum í al- þjóðleg kvikmynda- verkefni. Tilgangur Northern Lights-verkefn- isins er að brúa bilið á milli leik- ara, kvik- myndafram- leiðenda og leik- stjóra. Jóhann og Þóra valin á kvikmyndahátíð Á þriðjudag (Þorláksmessa) Norðaustan 8-13 m/s og él en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hægara og úrkomulítið um kvöldið. Frost 1 til 10 stig, mest í innsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 13-20 m/s hvassast og snjó- koma norðvestantil, annars él en léttir heldur til sunnanlands. Kólnandi veður og frost víða 0 til 5 stig. VEÐUR Þýska meistaraliðið Kiel, undir stjórn Alfreðs Gísla- sonar, tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknatt- leik þegar liðið beið lægri hlut fyrir Evrópumeisturum Flensburg. Eins og í úr- slitaleik Meistaradeild- arinnar í vor var það sænski markvörðurinn Mattias Andersson sem reyndist leikmönnum Kiel erfiður. »4 Andersson reynd- ist Kiel erfiður „Okkar möguleiki felst í að ná góðum leik ytra í fyrri leiknum. Þá getum við gert eitthvað í heimaleiknum. Það má segja að allt gangi upp hjá okkur í tveimur leikjum í röð,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna, eftir að það dróst gegn Svartfjallalandi í um- spilsleikjum um sæti á heimsmeistaramóti á næsta ári. »4 Allt þarf að ganga upp í tveimur leikjum Charlie Austin, miðherji Queens Park Rangers, er þriðji markahæsti leik- maður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Austin er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann spilaði með utandeildarliðunum Kint- bury Rovers, Hungerford Town og Poole Town á yngri árum. Austin er 25 ára og kom til QPR sumarið 2013 fyrir um 4 milljónir punda. »6 Charlie Austin lék með utandeildarliðum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við erum búin að selja jólatré í yf- ir þrjátíu ár,“ segir Lárus Steindór Björnsson, björgunarsveitarmaður sem er í forsvari fyrir jólatrjáasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem eins og undanfarin ár er í Hvalshúsinu svokallaða við Reykja- víkurveg. „Við erum búin að vera í fjórtán eða fimmtán ár hér í Hvalshúsinu en áður vorum við í bílasalnum hjá gömlu Hjálparsveit skáta í Hafn- arfirði. Sjálfur er ég búinn að selja jólatré frá því árið 1988. Í ár er það norðmannsþinurinn sem er langvinsælastur og fjölskyldufólk vill oft stærri tré en aðrir. En þeg- ar fólk eldist virðist það vilja minnka við sig aftur,“ segir Lárus, spurður út í hvað sé vinsælast og bætir því við að krakkarnir séu iðu- lega hrifnir af stórum og miklum trjám sem helst þurfi stiga til að skreyta. Froskur leyndist í jólatré Trén sem Björgunarsveitin í Hafnarfirði er með í ár eru dönsk og Lárus segir að oft megi finna líf í trjánum. „Það hefur alltaf komið ein og ein fluga með þessum trjám og ein- hverjar bjöllur. Einhverntíma fylgdi líka froskur með trjánum. Greyið var nú hálfdautt þegar við fundum það. Annars eru trén höggvin eftir að það frystir úti og þá eru þessi smádýr flestöll dauð,“ segir hann. Jólandinn alltaf nálægur Lárus segir veðrið einnig hafa áhrif á mannfólkið en þegar veður voru sem verst í síðustu viku var rólegt í Hvalshúsinu. „Fólkið skilar sér þó alltaf að lokum, það vill fá tré fyrir jólin,“ segir hann. Lárus segir jólaandann alltaf svífa yfir vötnum í Hvalshúsinu fyrir jól og nefnir ýmis dæmi því til sönnunar. „Jólatrjáasalan árið 1991 eða 1992 er mér minnisstæð. Salan var þá búin að vera með góðu móti og nær öll jólatrén seld. Á aðfangadag áttum við aðeins eitt tré eftir og gengu þá tveir menn inn og vildu báðir tréð. Við brugðum á það ráð að saga tréð í tvennt og gáfum hvorum sinn helminginn. Mennirnir gengu báðir hæstánægðir út í að- fangadaginn,“ segir Lárus sposkur að lokum. Söguðu síðasta jólatréð í tvennt  Jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á sér langa sögu Morgunblaðið/Golli Jólaandi Lárus segir jólaandann alltaf svífa yfir vötnum í Hvalshúsinu fyrir jól og nefnir ýmis dæmi því til sönn- unar. Til dæmis þurfti í eitt skiptið að saga jólatré í tvennt á aðfangadag svo að tveir kaupendur færu sáttir heim. Morgunblaðið/Golli Jólatré Lárus Steindór Björnsson, björgunarsveitarmaður, er í forsvari fyrir jólatrjáasölu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í Hvalshúsinu þessi jólin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.