Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 31
hjá Upledger-stofnuninni á Íslandi
2001-2002, jógakennaranám frá Siv-
ananda International Yogaschool
2007, auk þess sem ég hef tekið
fjöldann allan af námskeiðum í
sjúkraþjálfun, hómópatíu, jóga,
höfuðbeina-spjaldhryggjarmeðferð
og næringarfræði í tengslum við lífs-
stílssjúkdóma og heilun.“
Martha þjálfar nú hlaupahópa og
segist helst leggja áherslu á skyn-
samlega þjálfun og góða heilsu. Hún
kennir jóga, stendur fyrir heilsuhelg-
um á Laugarvatni og á Vestfjörðum
og tekur fólk í einkatíma í höfuð-
beina-spjaldhryggjarmeðferð, ráð-
gjöf og nuddi.
Mikil íþróttafjölskylda
En helstu áhugamálin, Martha?
„Fjölskyldan og vinir eru helstu
áhugamálin en síðan eru það lýð-
heilsuheilbrigðismál. Mín uppáhalds-
íþróttagrein er frjálsíþróttir enda er
lífið langhlaup og ég búin að hlaupa
kerfisbundið frá því ég var tvítug.
Fjölskyldan mín er meira og minna á
kafi í frjálsum, Jón, maðurinn minn,
var landsliðsmaður í frjálsum svo ár-
um skiptir og átti einu sinni Íslands-
met í langstökki auk þess sem hann
var landsliðsmaður í knattspyrnu.
Systkin mín hafa hlaupið áratugum
saman og mörg systkinabörnin eru í
frjálsum. Einnig er sonur okkar Jóns
mikið efni í spjótkastara og Darri er
fyrrverandi landsliðsmaður í júdó.
Ég hef verið svo lánsöm að fá tæki-
færi til að æfa og keppa um allan
heim og hef keppt á mörgum Evr-
ópumeistaramótum, heimsmeistara-
mótum og á Ólympíuleikunum í
Sydney árið 2000.“
Martha lenti í 3. sæti í vali á
íþróttamanni ársins árið 1994: „Það
var kosning sem mér hefur alla tíð
þótt óskaplega vænt um.“
Fjölskylda
Eiginmaður Mörthu er Jón Hall-
dór Oddsson, f. 25.1. 1958, viðskipta-
fræðingur og tölvunarfræðingur.
Foreldrar hans: Kristín Guðrún
Jónsdóttir, f. 10.6. 1928, og Oddur
Guðjón Örnólfsson, f. 14.9. 1920, d.
18.7. 2008.
Synir Mörthu og Jóns Halldórs eru
Jón Orri Jónsson, f. 19.1. 1983, kerf-
isstjóri í Reykjavík (stjúpsonur
Mörthu) en kona hans er Margrét
Sæný Gísladóttir efnafræðingur;
Darri Kristmundsson, f . 17.8. 1987,
geimverkfræðingur, búsettur í Sví-
þjóð, en kona hans er Signý Tryggva-
dóttir, mastersnemi í verkfræði; Dag-
bjartur Daði Jónsson, f. 13.11. 1997,
menntaskólanemi í Reykjavík.
Systkini Mörthu eru Sveinn
Ernstsson, f. 8.5. 1967, líffræðingur
og kerfisfræðingur, búsettur í
Reykjavík; Bryndís Ernstsdóttir, f.
24.1. 1971, kennari og mannauðs-
fræðingur, búsett í Reykjavík.
Hálfbróðir Mörthu, samfeðra, er
Brendan Danielsson, f. 8.5. 1974,
listamaður og grafískur hönnuður,
búsettur í Bandaríkjunum.
Foreldrar Mörthu eru Þorbjörg
Bjarnadóttir, f. 28.12. 1936, tækni-
teiknari, búsett í Reykjavík, og Ernst
Peter Daníelsson, f. 8.12. 1936, d.
30.11. 2012, búsettur lengst af í
Bandaríkjunum.
Úr frændgarði Mörthu Ernstdóttur
Martha
Ernstsdóttir
Steinunn Guðbrandsdóttir
húsfr. á Akri
Þorkell Helgason
sjóm. á Akri við
Bræðraborgarstíg í Rvík
Daníel Þorkelsson
málarameistari í Rvík
Martha Christiane
Friedrike
húsfr. í Rvík
Ernst Peter Daníelsson
læknir í Bandaríkjunum
Ernst Kämpferts
vélaverkstj. í pappírs-
verksm. í Altkloster í
Hannover í Þýskalandi
Bryndís Ernstsdóttir
kennari og mannauðs-
fræðingur
Aníta Hinriksdóttir
heims- og Evr. meistari
unglinga í 800 m hlaupi
Sveinn Ernstsson
líffræðingur og kerfis-
fræðingur í Rvík
Árelía Mist Sveinsdóttir
8 ára
Soffía S. Jóhannsdóttir
húsfr. í Danmörku
Rútur Þorsteinsson
frá Hrútafelli undir Eyjafjöllum
Svanhvít Rútsdóttir
húsfr. á Hörgslandi og í Rvík
Bjarni Loftsson
b. á Hörgslandi á Síðu og
síðar borgarstarfsm. í Rvík
Þorbjörg Bjarnadóttir
fyrrv. tækniteiknari í Rvík
Þorbjörg Pétursdóttir
húsfr. á Hörgslandi
Loftur Ólafsson
b. á Hörgslandi
Íris Árnadóttir
sálfræðingur og ráðgjafi
Guðrún Elísabet Árnadóttir
lögfræðingur Anna Sigríður
Bjarnadóttir
jógakennari
Guðríður
Þorkelsdóttir
húsfr. í Rvík
Ásgeir Birgir
Ellertsson
yfirlæknir í Rvík
Einar Daði
Lárusson
tugþrautarm.
Guðlaug Helga
Ásgeirsdóttir
prestur
aldraðra í Rvík
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Hlaupakonan Martha Ernstsdóttir.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Stefán Jónsson rithöfundurfæddist á Háafelli í Hvítár-síðu 22.12. 1905. Foreldrar
hans voru Jón Einarsson, lausamað-
ur í Hvítársíðu, og k.h., Anna Stef-
ánsdóttir húsfreyja.
Jón var sonur Einars Jónssonar
frá Fljótstungu, bróður Jóns, bónda
á Leyni og síðar í Winnipeg, afa
Guðmundar Böðvarssonar, skálds á
Kirkjubóli í Hvítársíðu, föður Böðv-
ars skálds og rithöfundar. Hálf-
bróðir Einars og Jóns var Helgi,
bóndi á Lambastöðum, afi Halldórs
Laxness, föður Guðnýjar kvik-
myndaleikstjóra. Anna var dóttir
Stefáns Guðmundssonar, bónda í
Tungu í Svínadal.
Eiginkona Stefáns var Anna, dótt-
ir Ara Stefánssonar, trésmiðs í
Stöðvarfirði og í Reykjavík, og k.h.,
Mörtu Jónsdóttur húsfreyju.
Stefán stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni og lauk kenn-
araprófi frá Kennaraskóla Íslands
1933. Hann kenndi við Austurbæjar-
skólann allan sinn kennsluferil frá
1933, sat í stjórn Stéttarfélags
barnakennara í Reykjavík, í stjórn
SÍB og var ritstjóri tímaritsins
Unga Íslands 1939-45.
Þekktastar af vísum Stefáns fyrir
börn eru Guttavísur en þekktustu
skáldsögu hans fyrir börn er að
finna í Hjaltabókunum, Sagan hans
Hjalta litla, Mamma skilur allt og
Hjalti kemur heim. Það er þroska-
saga drengs á íslenskum sveitabæj-
um á öðrum áratug síðustu aldar.
Sagan er myndræn og lifandi, skrif-
uð af miklu næmi fyrir barnssálinni
og lýsir mjög vel aðstæðum og við-
horfum síns tíma.
Stefán fékk fyrstu verðlaun í smá-
sagnakeppni Eimreiðarinnar fyrir
söguna Konan á klettinum, 1933, og
fyrir Kvöld eitt í september, 1940.
Auk fjölda barnabóka skrifaði hann
tvær skáldsögur fyrir fullorðna,
Sendibréf frá Sandströnd og Vegur-
inn að brúnni.
Þótt Stefán sé þekktastur fyrir
sögur sínar og vísur sem hann samdi
fyrir börn er hann vissulega í hópi
mikilhæfustu rithöfunda okkar á
síðustu öld.
Stefán lést 12.5. 1966.
Merkir Íslendingar
Stefán
Jónsson
85 ára
Ásta Karlsdóttir
Inga Ingólfsdóttir
Ingibjörg Friðriksdóttir
Ingveldur Árnadóttir
Magnea Erna Auðunsdóttir
Páll Ágúst Hjálmarsson
Sigríður Þorvaldsdóttir
80 ára
Jón Hassing
70 ára
Betzy Ívarsdóttir
Bragi Guðmundur
Kristjánsson
Guðfinna Sveinsdóttir
Guðrún Svava
Svavarsdóttir
Gylfi Gunnlaugsson
Sóley Guðrún Sveinsdóttir
Þorsteinn Þorsteinsson
60 ára
Árni Gústafsson
Dýrborg Ragnarsdóttir
Einir Ingólfsson
Elísabet Steinunn
Steinsdóttir
Guðmundur Einarsson
Guðný Erla
Guðmundsdóttir
Haraldur Þórarinsson
Inga Jóna Jónsdóttir
Ingibjörg Þorláksdóttir
Ingibjörg Þórisdóttir
Karl Jóhann Valdimarsson
Pranciskus Unika
Stefanía Þórarinsdóttir
Ögmundur Gunnarsson
50 ára
Fanney Gunnarsdóttir
Grímur Þór Gíslason
Halldóra Anna
Jórunnardóttir
Hansína Sturlaugsdóttir
Högni Páll Harðarson
José M. Duarte
Da Fonseca
Jón Sigurbjörn Ólafsson
Jórunn Guðmundsdóttir
Linda Wilaiphan
Saengsutthi
Vilborg Andrésdóttir
Þórður Þórðarson
40 ára
Anna María Júníusdóttir
Áslaug Tóka
Gunnlaugsdóttir
Birna Guðrún Jónsdóttir
Brynja Jónsdóttir
Fjóla Björk Hauksdóttir
Guðmundur Brynjar
Lúðvíksson
Hanh Thi Tran
Hildur María
Kristbjörnsdóttir
Ragnheiður Eggertsdóttir
Sigurlaug Íris P Hjaltested
30 ára
Ágústa Helgadóttir
Ómar Mehmet Annisius
Reynir Ragnarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Jóna Kristín ólst
upp í Reykjavík, er nú bú-
sett í Reykjanesbæ, lauk
BEd-prófi frá HÍ og er
grunnskólakennari í
Njarðvík.
Systkini: Bjarki S. Her-
mannsson, f. 1979, og
Dísa Björg Jónsdóttir, f.
1990.
Foreldrar: Erna Björk
Guðmundsdóttir, f. 1960,
kokkur, og Jón Bergur
Gissurarson, f. 1948,
húsasmíðameistari.
Jóna Kristín
Jónsdóttir
30 ára Guðlaug ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
prófi í hjúkrunarfræði frá
HÍ og er hjúkrunarfræð-
ingur á LSH.
Dóttir: Álfrún Una, f.
2009.
Systkini: Berglind, f.
1975, og Sigurbjartur
Ingvar, f. 1979.
Foreldrar: Helgi Sigur-
bjartsson, f. 1955, húsa-
smiður, og Kristín
Karólína Bjarnadóttir, f.
1955, sölumaður.
Guðlaug Helga
Helgadóttir
30 ára Halla Kristín ólst
upp í Reykjavík, er þar bú-
sett, lauk prófum í vöru-
hönnun við LHÍ og er í
MA-námi í vöruhönnun
við háskóla í Sydney í
Ástralíu.
Unnusti: Brendan
Hough, f. 1984, lögfræð-
ingur.
Foreldrar: Halla Sigrún
Arnardóttir, f. 1963, hjúkr-
unarfræðingur, og Hann-
es Birgir Hjálmarsson, f.
1963, kennari.
Halla Kristín
Hannesdóttir
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón