Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 39

Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 Þróun borgarskipulags fráöndverðu er áhugavertviðfangsefni. Sú saga lýs-ir enda svo mörgu í þró- un mannlegs samfélags. Bókin Borgir og borgarskipulag eftir Bjarna Reynarssonar skipu- lagsfræðing segir þessa sögu og meira til. Eðli máls samkvæmt þarf að afmarka viðfangsefnið og tekur Bjarni fyrir þróun borga á Vest- urlöndum, Kaupmannahöfn og Reykjavík í þessari röð. Bókin er ágætlega heppnuð. Umbrot er hefðbundið og er sam- spil texta og mynda gott. Það er afrek út af fyrir sig enda er mikill fjöldi ljósmynda í bókinni, m.a. lit- myndir sem njóta sín vel á góðum pappír. Þótt textinn sé nánast samfelld upptalning staðreynda flæðir hann vel og er bókin skemmtileg af- lestrar. Hún batnar við annan lestur. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um skipulag borga á Vestur- löndum. Bjarni stiklar þar á stóru í sögu borgarskipulags og er greinilegt að hann hefur viðað að sér miklum fróðleik sem skipulagsfræðingur. Flest dæmin eru þó hefðbundin og bætir Bjarni ekki miklu við þau. Þá má spyrja hvort ekki hefði verið við hæfi að geta nýrra rann- sókna á borgum í Egyptalandi, enda hafa nýjar rannsóknir með gervitunglum brugðið nýrri birtu á borgarskipulag við Nílarfljótið. Það vekur einnig athygli að Bjarni leggur litla áherslu á þróun lestarsamgangna í greiningu sinni á áhrifum nýrra samgöngumáta á þróun borgarsamfélags. Það er heldur ekki vikið að vangaveltum um möguleg áhrif netsins á lífs- mynstur og þar með skipulagsmál, en þau voru t.d. áberandi í banda- rískri þjóðfélagsumræðu undir lok síðustu aldar. Þá er ekki vikið að áhrifum þýsku hraðbrautanna á þá ákvörð- un Eisenhowers forseta að byggja upp hraðbrautir í Bandaríkjunum. Áhugamenn um sagnfræði munu sjá ýmsar eyður í þessari bók og er auðvitað ekki við öðru að búast, í ljósi þess að mjög víða er borið niður. Þá vekur furðu að í umfjöllun um koldíoxíðsloun vegna húsbygg- inga skuli ekki vera vitnað til rannsókna Ólafs Walleviks pró- fessors sem er brautryðjandi í þróun umhverfisvænnar stein- steypu í heiminum. Umfjöllun um hvernig fólk velur sér húsakost eftir persónuleika byggist á gervivísindum. Margar bækur hafa komið út á íslensku um Kaupmannahöfn og þá Íslendinga sem þar hafa lifað. Bjarni skrifar að hins vegar hafi „tiltölulega lítið verið fjallað um borgina sjálfa og þá hugmynda- fræði sem skipulag borgarinnar á hverjum tíma byggðist á“. Þessi kafli er mjög ítarlegur og styðst Bjarni við nokkrar lykil- heimildir. Myndir eru vel valdar og er gerð góð grein fyrir áhrifum verslunar og viðskipta og tísku- strauma á skipulag í Kaupmanna- höfn. Efnið er fróðlegt og leitast Bjarni við að tengja það sem mest við umsvif Íslendinga í borginni. Slíkt kann að virðast útúrdúr en Bjarna tekst það vel að koma miklu efni til skila án þess að les- andinn missi áhuga á lestrinum. Kaflinn er um 70 blaðsíður og í ljósi þess hversu margar stað- reyndir og ártöl eru talin upp hefði höfundur mátt draga efni kaflans saman í lokin og miðla þannig lesanda sínum af innsæi sínu. Kaflinn er á vissan hátt afrek og verðskuldar Bjarni viðurkenn- ingu fyrir það frá danska sendi- ráðinu. Síðasti kaflinn fjallar um skipu- lag í Reykjavík. Bjarni hefur í áratugi starfað að skipulagsmálum í höfuðborg Ís- lands og kemur sú reynsla fram í því að honum tekst ágætlega að stikla á stóru. Sú þróun er í fáum orðum sú að Reykjavík er lengst af sveitaþorp sem síðan tekur að vaxa á þann veg að ýmsir töldu skorta á skipulagið. Sú saga hefur verið sögð áður. Eitt og annað hefði hér mátt betur fara. Í umfjöllun um hlutfall erlendra ríkisborgara í hverfum borgarinnar er varið miklu rými í umfjöllun um rannsókn sem er orðin úrelt. Fleiri slík dæmi mætti nefna. Tölfræðileg greining er ekki frumleg. Loks er athyglisvert að á blað- síðu 66 skrifar Bjarni að „einka- bíllinn [hafi] haldið velli lengur en aðrir samgöngukostir og ekki er í augsýn tækni sem veltir honum úr sessi“. Síðar í bókinni skrifar Bjarni um galla „einkabílismans“. Virðast þessi sjónarmið rekast hvort á annað. Þrátt fyrir ýmsa ágalla er bók Bjarna metnaðarfullt og vandað verk sem miðlar miklum fróðleik á hnitmiðaðan og skipulegan hátt. Kostir bókarinnar vega upp gallana og gott betur. Hún er mjög fróðleg. Áhugafólk um skipu- lagsmál verður ekki svikið. Sagan af því hvernig borgirnar urðu til Höfundurinn Bjarni Reynarsson. Fræði Borgir og borgaskipulag bbbbn Eftir Bjarna Reynarsson. Skrudda, 2014. 304 bls. BALDUR ARNARSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.