Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 37
ekki hvort sem er flestir þéttir í dag
eða með eitthvað örlítið utan á sér til
að klípa í? Granna fólkið virðist í það
minnsta bara lifa í tímaritum,“ segir
Lóa og hlær en nokkuð er líka um
naktar konur, bæði að ofan og neðan.
Það segir hún helst tengjast sögunni
sem verið er að segja á hverri mynd.
„Oft sýnir þetta ástandið sem ein-
staklingurinn er í, að hann er ekki
fær til að klæða sig í brók.“
Uppruninn og ágreiningurinn
Margir teiknarar, hvort heldur
skopmyndateiknara eða aðrir, leita
mikið í pólitíkina og deilumál í sam-
félaginu. Lóa segist ekki vera póli-
tísk í teikningum sínum og sé ekki að
reyna að fanga pólitísk deilumál í
samfélaginu. „Ég hef mínar skoðanir
en þær rata ekki inn í teikningarnar
mínar. Í það minnsta ekki viljandi.“
Hún segir teikningar sínar vera alls
konar og fari oft bara eftir því hvað
hún hafi mikinn tíma til að sinna
hverri og einni.
Hvaðan þessi einstaki stíll hennar
kemur er erfitt að segja en Lóa sótti
og lauk námi í Listaháskóla Íslands
og er með meistaragráðu í ritlist frá
Háskóla Íslands. Hún sótti fram-
haldsnám til Bandaríkjanna en þurfti
frá að hverfa vegna efnahagshruns-
ins. „Ég fór út árið 2007 mig minnir
að dollarinn hafi verið eitthvað í
kringum 60 krónur þegar ég fór út en
var kominn í 140 þegar ég kom heim.
Það var ekki nokkrum manni bært að
búa í Bandaríkjunum á þessum tíma
og vera með tekjur frá Íslandi eða
lán. Ég kom því heim áður en ég náði
að ljúka náminu.“ Lóa lætur það þó
ekki stöðva sig enda teikningar
hennar vikulegur gestur á heimilum
landsmanna í Fréttatímanum og
nýja bókin hennar hefur hlotið til-
nefningu til fjöruverðlaunanna.
í myndmáli
Morgunblaðið/hag
gur, er annar stofnenda FM Belfast og myndskreytir barnabækur. Í Lóabóratoríum
rsónurnar eru í góðum holdum enda er víst skemmtilegra að teikna þær en grannar.
Svart Skopskyn Lóu Hlínar er bleksvart, eins og sjá má af þessum dæmum.
Kápan Ungar konur hæðast að eldri
konu á kápu Lóaboratoríum.
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Karl Petersson
ljósmyndari
Stóru alifugla-
bókarinnar hlýt-
ur alþjóðlega við-
urkenningu IDI
fyrir matarljós-
myndir. IDI, Int-
eractive Design
Institute, í Bret-
landi, ásamt Há-
skólanum í Hertfordskíri, veita ár-
lega alþjóðlegar viðurkenningar á
sviði grafískrar hönnunar, mynd-
skreytinga, innanhússarkitektúrs og
ljósmyndunar og hefur nú valið 11
bestu matarljósmyndara ársins 2014,
að því er fram kemur í tilkynningu.
Karl er þeirra á meðal, tilnefndur
fyrir Íslands hönd en hann tók m.a.
allar ljósmyndir fyrir Stóru alifugla-
bókina og Stóru villibráðarbókina
eftir Úlfar Finnbjörnsson. Karl hef-
ur einnig myndað fyrir Gestgjafann,
Morgunblaðið og fleiri til fjölda ára.
„Ég hef stundað ljósmyndun í yfir
25 ár og sá lærdómur sem ég hef
dregið af því er að þeim mun meira
sem ég læri því minna veit ég …
Matarljósmyndun snýst að mínu
mati um persónulegt samband við
mat og þau tilfinningalegu tengsl
sem hann hefur fyrir mig. Það sem
ég hef að leiðarljósi er að myndin
kveiki mína eigin matarlyst, og það
hefur því miður haft áhrif á mitt eig-
ið mittismál,“ er haft eftir Karli í til-
kynningu.
Hlýtur alþjóðlega
viðurkenningu fyr-
ir matarljósmyndir
Karl Petersson
12
16
16
-EMPIREJÓLAMYNDIN 2014
POWERSÝNING
KL. 10
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
L
L
NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 2 - 4:30 - 5:50 - 8
EXODUS Sýnd kl. 7 - 10 (P)
MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 7 - 10
BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 2 - 4:30
MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 1:50 - 3:50
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar (lau&sun)
7
LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓI
á allar myndir
allan daginn.*
*Tilboðið gildir ekki á forsýninguna á The Hobbit klukkan 20:00.
Tryggðu þér miða á eða í miðasölu Laugarásbíós.
Jólin byrja í Laugarásbíói
700 kr
á Þorláksmessu 23. desember
Jólasveinninn verður á staðnum allan daginn og gefur
öllum nammipoka frá Nóa Síríus ásamt Svala eða
kók frá Vífilfell á meðan húsrúm leyfir.