Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Orri Vésteinsson,prófessor ífornleifafræði
við Háskóla Íslands, er
þessa stundina að
vinna að verkefni fyrir
grænlensku lands-
stjórnina. Það felst í
að skrifa umsókn til
UNESCO, Menningar-
málastofnun Samein-
uðu þjóðanna, um að
koma norrænum minj-
um á Grænlandi á
heimsminjaskrá.
„Þetta eru fimm
svæði við Eiríksfjörð
og Einarsfjörð. Minj-
arnar eru vel þekktar
en það felst í því
ákveðin viðurkenning
að fá þær á heims-
minjaskrá auk þess
sem verndun þeirra
styrkist.“
Aðalverkefni Orra
eru að ganga frá upp-
gröftunum í Sveiga-
koti í Mývatnssveit og
á Gásum í Eyjafirði til
útgáfu. „Fæst orð bera
minnsta ábyrgð um
hvenær þessi verkefni klárast. Það tekur alltaf gríðarlega langan
tíma að ljúka svona rannsóknum og fá fjármagn til þeirra. Það er
mun erfiðara að fá borgað fyrir úrvinnsluna en uppgröftinn sjálf-
an. Ég hef því reynt að fara ekki mikið á vettvang í öðrum verk-
efnum meðan ég er að klára þessi, en þó fór ég í sumar til Græn-
lands og eins norður í Bárðardal.
Vinnan er mitt aðaláhugamál, enda er ég í mjög skemmtilegri
vinnu, og svo auðvitað fjölskyldan. Ég er svo heppinn að eiga
skemmtilega konu og skemmtileg börn.“ Eiginkona Orra er María
Reyndal leikstjóri og börn þeirra eru Hrafnhildur, 14 ára, og
Jörundur, átta ára.
Jólin verða með hefðbundnu sniði hjá Orra. „Ég vona að ég fái
einhverjar bækur í jólagjöf, lestur á skáldsögum hefur farið
minnkandi með árunum en það vex bara í fræðiritabunkanum.“
Orri Vésteinsson er 47 ára í dag
Situr við og skrifar
umsókn til UNESCO
Fornleifafræðingur Orri Vésteinsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Leifur Máni Atlason fædd-
ist 15. janúar 2014 kl. 0.44. Hann vó
3.004 g og var 48,5 cm langur. For-
eldrar hans eru Atli Fannar Arnarson
og Rakel Dóra Leifsdóttir.
Nýir borgarar
Njarðvík Ísabella Ósk Aronsdóttir
fæddist 24. apríl 2014, á sumardaginn
fyrsta. Hún vó 3.675 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru Aron Örn
Grétarsson og Katrín Helga
Steinþórsdóttir.
M
artha fæddist á
Landspítalanum í
Reykjavík 22.12.
1964, flutti sex mán-
aða með fjölskyld-
unni til Bandaríkjanna þar sem faðir
hennar fór í framhaldsnám í læknis-
fræði. Þar fæddust systkini hennar,
Sveinn og Bryndís. Foreldrar hennar
skildu er hún var sjö ára og sumarið
1972 flutti móðir þeirra heim með þau
systkinin.
Martha var í Fellaskóla og lauk
stúdentsprófi frá MS 1984: „Þá um
haustið hófst það flökkulíf sem hefur
einkennt mig síðan. Ég fór til Dan-
merkur, var þar aðstoðarþjálfari hjá
dönsku sundfélagi í sex mánuði.
Haustið 1985 hóf ég nám í sjúkra-
þjálfun við HÍ og útskrifaðist þaðan
haustið 1989. Síðan hef ég bætt við
mig námi í hómópatíu við Skandinav-
isk Institutt for klassisk Homeopati
og lauk þaðan prófum 1997, lærði höf-
uðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
Martha Ernstsdóttir – 50 ára
Heima í Skerjafirði Martha og Jón Halldór með sonunum þremur, Jóni Orra , Dagbjarti Daða og Darra.
Er ekki lífið langhlaup?
Fyrst í mark Martha sigrar í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmarþoni 2001.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Sérverslun með kvenfatnað og gjafavöru
Gleðilega hátíð
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös-lau: 12-16
Minnum á gjafabréfin - tilvalin jólagjöf!
þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu!