Morgunblaðið - 22.12.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014
Ég hrökk upp við
þá frétt í fjölmiðlum
að stríðshanska væri
nú kastað í að hefta
framgang í miklu
hagsmunamáli. Í
mörg ár hafa heima-
menn horft til þess að
Hagavatn komist í
það form sem það var
í fyrir árið 1929. Á
því mikla hlýinda-
tímabili sem hófst upp úr 1920 og
stóð í 30 ár gerðist það að jök-
ulsporður úr Langjökli sem lá
fram Brekknafjöll eyddist mjög og
sprakk undan vatnsþunganum.
Fyrst við svokallaðan Leynifoss
og níu árum seinna kom í ljós ann-
að skarð þar sem núverandi útfall
er. Hagavatn, sem var talið vera
um 1.500 ha að stærð, minnkaði
þá niður í rúmlega 500 ha. Vatns-
borðið lækkaði um rúmlega 15
metra. Upp komu þá 1.000 ha af
jökulaur sem enginn veit hverstu
djúpur er. Hófst þá mikill sand-
og aurblástur til vesturs frá vatn-
inu. Jarðvatnið lækkaði mjög í
hrauninu neðan og framan við
vatnið. Vatnið úr gamla Hagavatni
eftir hlaupið fór þá í Sandvatn
sem var lítið vatn neðan við Ein-
ifell. Mikill upp-
blástur hófst síðar úr
Sandvatni er vatnið
flæddi upp í vorleys-
ingum og sjatnaði síð-
an á haustin. Fyrir
um 30 árum var útfall
Sandvatns stíflað og
vatnið hækkað um
nokkra metra og öllu
vatninu veitt í Sandá.
En áður en það var
stíflað fór það í Ás-
brandsá og þaðan í
Tungufljót.
Fyrir 50 árum hóf Landgræðsla
ríkisins í samráði við landeigendur
að stöðva sandfok á Haukadals-
heiði. Þetta var erfitt verkefni en
því nefnt hér að við það að hækka
vatnsyfirborðið um nokkra metra
vannst mikill áfangasigur í land-
græðslunni og sýndi okkur að það
sama mundi eiga við um Haga-
vatn.
Það hefur því verið mikið
áhugamál heimamanna að beita
þessari aðferð einnig við Haga-
vatn, en mikill blástur er enn úr
gamla vatnsbotninum, síðast nú
fyrir liðlega þremur vikum að það
blés verulega. Í Biskupstungum
hafa bændur og búalið unnið
sleitulaust við uppgræðslu og náð
miklum árangri með farsælu sam-
starfi við Svein Runólfsson, land-
græðslustjóra ríkisins. Í sveitinni
er áhugamannafélag um land-
græðslu og hefur félagið und-
anfarin ár fengið hvað hæstan
styrk úr Pokasjóði og á síðasta
landgræðsludegi fékk stjórn fé-
lagsins landgræðsluverðlaunin
2014. Þessi pistill er ritaður svo
fólk megi sjá að hér er unnið af
alhug og að allar þær fram-
kvæmdir sem hér eru unnar eru
að tillögu landgræðslustjóra og
hans sérfræðinga. Svo mun einnig
vera um Hagavatnsvirkjun. Er að
því kemur að Hagavatn verður
stíflað og vatnsborðið sett upp í
það sem það var áður, mun öllum
tillögum og ábendingum land-
græðslustjóra vera hlýtt til hins
ýtrasta. Því hrökkva menn við er
einn af þingmönnum í Suður-
kjördæmi reynir að eyðileggja
málið með órökstuddu máli um að
uppblástur muni aukast. Það er
dapurleg staðreynd að menn og
konur gefi kost á sér til þingsetu
til að eyðileggja mál sem einhugur
er um í héraði. Sveitarstjórn og
önnur samtök hafa sent frá sér
ályktanir um málið. Ef Hagavatn
verður stíflað eru uppi áform um
að þetta verði græn virkjun. Upp-
græðsla mun stóraukast og raf-
orkan notuð í matvælaframleiðslu
í þeim mikla uppgangi sem hefur
orðið í garðyrkju í uppsveitum Ár-
nessýslu og stuðla þannig að mat-
vælaframleiðslu með sjálfbærri
endurnýjanlegri orku. En sú fram-
leiðsla fer nú sigurför um allan
heim. Íslenska þjóðin mun eiga
þessa kost að verða fyrst þjóða til
að rafvæða sín ökutæki, en það er
talið vera ein besta leið til að bæta
lífskjör og losna við bensín og dísil
úr innkaupalistanum.
Þjóðin á mikla orku í fallvatni
sem sjálfsagt er að nýta, en búa
svo um hnútana að við megum
stolt horfa á þessar framkvæmdir.
Það er því umhugsunarefni og
vonbrigði að fólk skuli ekki vilja
standa saman að þessu mikla vel-
ferðarmáli. Við kjósendur í Suður-
kjördæmi vorum því miður ekki
heppnir með þá sem fengu kosn-
ingu til alþingis á síðasta kjör-
tímabili. Mikil vonbrigði voru að
þetta fólk beitti brögðum til að
læsa allar framkvæmdir inni í
Rammaáætlun og stöðva allan
framgang mála. Þetta fólk fékk
því makaleg málagjöld í síðustu
kosningum. Það er því furðulegt
að þeir sem eru enn á lífi af
vinstrimönnum hér í kjördæminu
skuli nú ekki hysja upp um sig
brækurnar, frekar en að bíða eftir
annarri rassskellingu.
Um síðustu kosningar var ljóst
að hér þyrfti að skipta um for-
ystulið og það var gert. Það var
mikið gæfuspor að fá þau Sigurð
Inga og Ragnheiði Elínu til for-
ystu og koma framfaramálum aft-
ur á þá braut að athafnamenn sem
ávallt hafa verið til hjá okkar þjóð
geti tekið til við að koma á legg
áðurnefndum framkvæmdum og
fleira sem þarf í okkar stóra kjör-
dæmi. Ég skora því á alla þing-
menn Suðurkjördæmis að endur-
skoða afstöðu sína svo þessi
græna virkjun megi rísa þegar öll-
um undirbúningi er lokið. Enn
stendur óhaggað – ræktum bæði
land og lýð.
Eftir Björn
Sigurðsson » Það hefur því verið
mikið áhugamál
heimamanna að beita
þessari aðferð einnig við
Hagavatn til að hefta
uppblástur og stöðva
sandfok.
Björn Sigurðsson
Höfundur er bóndi í Úthlíð.
Hagavatnsvirkjun – landgræðsluverkefniMóttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
Gleðileg jól