Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 19

Morgunblaðið - 22.12.2014, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2014 SkorEHF HEILDVERSLUN Hvaleyrarbraut 33 • 220 Hafnarfirði • Sími 564 1925 • skorehf.is • Skor ehf - Heildverslun Seljum til fyrirtækja og verslana Vetrarheftið komið út Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og menningu — hefur nú komið út í tíu ár í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr. Áskriftarsími: 698-9140. Jólagleðin er komin í huga og hjörtu flestra á þessum tíma árs og Frakkar eru þar engin undantekning. Valerie Trierweile, fyrrverandi unnusta for- seta Frakklands, og franska söngkonan Laam dreifðu gjöfum til barna í París um helgina fyrir Secours Populaire-góðgerðarsamtökin. AFP Jólastemning í París Börnin fá gjafir frá jólasveininum Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana í New York á laugardaginn en fjölmiðlar vestanhafs hafa lýst morðinu á lögreglumönnunum Wenjia Liu og Rafael Ramos sem af- töku. Þeir sátu í lögreglubíl í Brook- lyn-hverfinu þegar maður kom gangandi og skaut á bílinn. Vitni að skotárásinni sögðu í samtali við New York Times að maðurinn hefði kom- ið út úr húsi og komið aftan að lög- reglubílnum áður en hann hóf skot- hríðina á lögreglumennina, sem sátu inn í bílnum. Morðið var framið degi eftir mótmælagöngu í borginni gegn lögregluofbeldi en morðinginn, sem er 28 ára gamall og heitir Ismaaiyl Brinsley, hafði lýst andúð sinni á lögreglunni á samskiptavef á netinu. Stuttu fyrir morðið setti hann á net- ið skilaboðin: „Ég set vængi á svín í dag. Þeir taka einn af okkur.... Tök- um 2 af þeim. Þetta gæti orðið síð- asta innlegg mitt.“ Áður en hann skaut lögreglumennina til bana hafði hann skotið á fyrrverandi unnustu sína og er hún alvarlega slösuð. Ismaaiyl Brinsley fannst á lest- arstöð skammt frá vettvangi morðs- ins en hann hafði þá svipt sig lífi með skotvopni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt verknaðinn. Tveir lögreglumenn í New York skotnir til bana  Fjölmiðlar í Bandaríkjunum kalla morðin aftöku Morð Lögreglumenn í New York loka vettvangi morðsins. Móðir sem grunuð er um að hafa orðið átta börnum að bana, þar af sjö sem hún átti sjálf, hefur verið formlega ákærð. Hún var leidd fyrir dómara í gær þar sem henni var gerð grein fyrir ákæruliðum. Konan sem er 37 ára gömul átti sjö börn með fimm mönnum en faðir elsta barnsins lýsti því fyrir fjölmiðlum þegar hann hitti dóttur sína síðast á lífi. „Hún bað mig um að gefa sér pening en ég sagði henni að ég myndi gefa henni gjöf á laugardag- inn, þegar hún ætti afmæli. Ég átti yndislega og fallega dóttur,“ sagði faðir hennar. Tvítugur sonur konunnar kom að heimilinu á föstudaginn og tilkynnti lögreglu um voðaverkin. Móðirin var flutt á sjúkrahús með stungusár sem hún veitti sér sjálf. Hún er ekki í lífshættu. Áströlsk móðir ákærð  Talin hafa myrt börn sín og stjúpdóttur Sprengjur sprungu aðra nóttina í röð í Malmö í Svíþjóð, aðfaranótt sunnu- dags. Lögreglan á svæðinu segir að engan hafi sakað en nokkurt tjón hafi orðið. Íbúar í Rosengård-hverf- inu, sem er stórt innflytjendahverfi, tilkynntu um nokkrar sprengingar til lögreglu. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins en vitni hafa verið yfirheyrð. Í Danmörku þurftu farþegar að bíða meðan lögregla leitaði af sér grun á lestarstöðinni í Óðinsvéum á föstudaginn en borist hafði sprengjuhótun til lögreglunnar með smáskilaboðum. Sprengjuhótuninni fylgdi krafa um að forsætisráðherra Danmerkur segði af sér. Miklar tafir urðu á danska lestakerfinu og þurfti að aflýsa nokkrum ferðum. Sprengjur Sprengingar hafa verið í Malmö og sprengjuhótun í Danmörku. Sprengingar og sprengju- hótanir á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.