Morgunblaðið - 29.12.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014
Fáðu þetta heyrnartæki
lánað í 7 daga
- án skuldbindinga
Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu
ogfáðuAltatilprufu ívikutíma
Sími5686880
PrófaðuALTAfráOticon
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Að heyra vel er okkur öllum mikilvægt og ekki síst yfir
hátíðirnar þegar fjölskylda, vinir og ættingjar hittast til
aðeigagóðastundsaman.ALTAheyrnartækingeraþér
kleiftaðheyraskýrtogáreynslulaustíöllumaðstæðum.
ALTA eru fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon, búin
þráðlausritækniogalgjörlegasjálfvirk.
þörf fyrir að ráðast í breytingar fyrr
en Norður-Íshafsleiðin opnast frek-
ar,“ segir Ólafur. Hann nefnir sem
dæmi Vestmannaeyjahöfn og bendir
á að þrátt fyrir smæð hafnarinnar sé
lítil þörf á stækkun hennar.
„Þar er tekið við skipum með 700 til
800 gámaeiningar og sökum smæðar
bæjarins er engin þörf á stærri skip-
um. Alls staðar á Íslandi eru hafnirn-
ar sniðnar eftir vexti og eru í raun til
fyrirmyndar hvað það varðar.“
Þá segir Ólafur að vert sé að athuga
að stóru flutningaskipin þurfi hafnir
með krana, ólíkt skipum Eimskipa.
„Við erum aftur á móti með skip sem
búin eru krönum og getum þar af leið-
andi farið inn á firði, hvort sem er á
Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, og
þjónustað kranalausar hafnir.“
Að sögn Ólafs hefur ekkert hinna
stóru skipafélaga erlendis lýst yfir
áhuga á að hefja siglingar til Íslands,
þar sem landið þykir stór þáttur af al-
þjóðlega markaðnum.
Eitt vorskip og annað haustskip
„Erlendis ríkir enginn vilji hjá
stórum skipafélögum til að sigla til Ís-
lands og í raun er engin þörf á því.
Þessi stóru skip hafa ekkert að sækja
til Íslands.“ segir Ólafur.
„Til að setja þetta í samhengi má
benda á það að stærsta skip danska
skipafélagsins Maersk myndi rúma
allan gámaflota Eimskipafélagsins og
meira til. Ef sú leið væri farin þá
kæmu jafnvel bara tvö flutningaskip
til Íslands á ári, eitt að vori og annað
að hausti.“
AFP
Globe Stærsta flutningaskip veraldar var sjósett í Sjanghæ 4. desember.
Langur vegur er í að hafnir Íslands geti tekið á móti slíkum skipum.
er en alls eru tíu hleðslustöðvar víða
um höfuðborgarsvæðið. „Það er hægt
að fara gullna hringinn á Nissan Leaf
en þegar Tesla-jepplingurinn kemur
á markað mun hann vera fyrir þá sem
vilja fara lengra og út fyrir höfuð-
borgarsvæðið.“
Samkvæmt könnun Ferðamála-
stofu frá því í byrjun desember var
náttúra landsins sögð helsta ástæða
komu ferðamanna hingað til lands.
Flestir gistu á suðvesturhorni lands-
ins, eða tæpur helmingur svarenda,
sem voru 4.586 ferðamenn.
„Það er margt fólk sem fer ekkert
út úr Reykjavík, er bara á höfuð-
borgarsvæðinu og rafbílaleigan er
hugsuð fyrir þann markað,“ segir Að-
alsteinn stoltur af sínu fyrsta fyrir-
tæki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Náttúruunnandi Aðalsteinn hefur fengið þennan Nissan Leaf-bíl til umráða
og stefnir á að fá sér Tesla-jeppling þegar hann kemur á markað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Létta lífið Rafskutlur eru mörgum eldri borgurum nauðsynlegt
hjálpartæki í daglegu lífi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Engar sérstakar reglur gilda í umferðinni um rafskutlur, sem
eldra fólk og þeir sem eru með skerta hreyfigetu sjást orðið í
ríkara mæli á úti á götu eða í verslunum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Samgöngustofu eru rafskutlur skilgreindar í um-
ferðarlögum með reiðhjólum að því undanskildu að ekki er
um eiginlegt ökutæki að ræða og því óheimilt að aka þeim á
akbrautum. Rafskutlur komast yfirleitt upp í 10-15 km hraða.
Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands hafa á síð-
ustu sjö árum borist á bilinu 50 til 72 umsóknir árlega um raf-
skutlur. Á árinu 2007 voru umsóknirnar 59 og þar af 46 sam-
þykktar og á árinu 2013 voru þær 57 og þar af 41
samþykktar. Flestar umsóknir bárust 2012 eða samtals 72
umsóknir og þar af voru 57 samþykktar. Sjúkratryggingar
greiða fyrir rafskutlur ef þær leiða til aukinnar/bættrar
færni. Einstaklingur 67 ára eða eldri sem er með skerta færni
getur fengið úthlutað rafskutlu til að auðvelda sjálfstæða bú-
setu að uppfylltum almennum skilyrðum um rafknúna hjóla-
stóla, enda sé ekki bifreið á heimili hans.
Einnig er hægt að kaupa rafskutlur án aðkomu Sjúkra-
trygginga í stoðtækjabúðum. Samkvæmt upplýsingum frá
Eirbergi dróst sala á rafskutlum saman eftir hrun en þá
hækkuðu þær verulega í verði. Hjá Fastus fengust þær upp-
lýsingar að sala á rafskutlum hefði aðeins aukist síðustu ár,
en hún sé mest frá vori fram á haust.
Fylgst með hraðakstri
Rafskutlur sjást oft á ferðinni í verslunarmiðstöðvum. Að
sögn Sigurjóns Arnars Þórssonar, framkvæmdastjóra
Kringlunnar, eru ekki neinar skráðar reglur um notkun
þeirra þar innandyra. „Við höfum kannski haft afskipti af að-
ilum ef okkur hefur fundist þeir fara full greitt í húsinu. En
það er horft á þetta sem nauðsynlegt hjálpartæki fyrir þá
sem þurfa á því að halda.“
Sigurjón segir að honum virðist sem notkun rafskutlna fari
vaxandi. „Við lánum út hjólastóla á þjónustuborðinu hjá okk-
ur og það hefur verið vöxtur í fyrirspurnum um hvort við
séum með rafskutlur til handargagns en við höfum ekki farið
út í það ennþá.“
Guðrún Margrét Örnólfsdóttir, markaðsstjóri Smáralind-
ar, segir að þar sjáist rafskutlur í auknum mæli. „Notkun raf-
skutlna hefur ekki verið neitt vandamál í Smáralind. Þeir í ör-
yggisdeildinni hjá okkur tala við þá sem eru á rafskutlum ef
þarf og óska eftir því að þeir keyri varlega.“
Rafskutlur nauðsynleg hjálpartæki
Rafskutlur skilgreindar í umferðarlögum með reiðhjólum Sjúkratryggingar greiða fyrir 40 til 50
rafskutlur á ári Meira á ferðinni í verslanamiðstöðvum Gætt að hraðakstri í Kringlu og Smáralind