Morgunblaðið - 29.12.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 29.12.2014, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 ✝ Sigþór Sig-urjónsson fæddist á Ekru í Neskaupstað 20. júlí 1947. Hann varð bráðkvaddur í Orlando, Flórída 6. desember 2014. Foreldrar hans voru Sigurjón Ingvarsson skip- stjóri, f. 1909, d. 1996, og Jóhanna Sigfinnsdóttir, f. 1916, d.1993. Sigþór var fimmta barn þeirra af níu. Systkini hans eru Sig- urborg, d. 1986, Margrét, Jó- hann, Ingvar, d. 1960, Bene- dikt, Pétur, Hjálmar og Anna. Þau eiga fjóra syni: Viktor, Ar- on, Kára og Egil. Sigþór fór snemma að vinna ýmis störf í sjávarþorpinu og á átjánda ári hélt hann til Dan- merkur þar sem hann dvaldist við lýðháskólann á Snoghøj í einn vetur. Eftir það talaði hann góða dönsku og hafði allt- af sterk tengsl til Danmerkur. Hann fluttist síðan til Reykja- víkur. Frá og með áttunda ára- tugnum stóð Sigþór í fyrir- tækjarekstri í ein 30 ár, ásamt Ólafi Ólafssyni, lengst af sem meðeigandi og fram- kvæmdastjóri Merkingar ehf. Eftir að fyrirtækið var selt árið 2007 starfaði hann hjá BYKO og lagði fyrir sig tréútskurð, sem varð hans aðalstarf eftir að hann setti upp verkstæði í Fornubúðum, Hafnarfirði. Útför Sigþórs fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 29. desember 2014, kl. 15. Sigþór giftist Sig- rúnu Valgerði Guðmundsdóttur árið 1969. Sigrún starfar sem sjúkra- liði við Heima- hjúkrun Reykja- víkur. Börn Sigþórs og Sigrún- ar eru þrjú: dr. Gauti Sigþórsson háskólakennari, giftur Veru Júl- íusdóttur, þau eru búsett í London. Börkur Sigþórsson ljósmyndari og leikstjóri, bú- settur í Reykjavík. Hanna Ýr Sigþórsdóttir, snyrtifræðingur, gift Degi Bærings Bjarnasyni. Það eru þung og erfið skref að kveðja elskulegan pabba minn. Ég er svo heppin að hafa átt hann að og er svo þakklát fyrir alla þá ást og umhyggju sem hann veitti mér. Fjölskyld- an var það sem skipti pabba öllu máli, alltaf setti hann okkur í fyrsta sæti, og hann sagði okkur það óhikað hversu mikið hann elskaði okkur. Hann var klett- urinn í mínu lífi og alltaf gat ég leitað til hans, sem er mér svo dýrmætt. Við gátum alltaf brasað eitt- hvað saman og alltaf hef ég fengið að taka þátt í því sem pabbi hefur haft fyrir stafni. Öll smíðavinnan sem fram fór í sum- arbústaðnum í gegnum tíðina, jeppaferðirnar sem alltaf voru ævintýralegar hjá okkur, golfið á Nesvellinum sem ég lagði mig alla fram við að fá áhuga á, en án árangurs, öll listatengd verkefni sem pabbi tók sér fyrir hendur og svona get ég endalaust haldið áfram. Allt þetta fannst mér svo áhugavert og hef ég notið að- stoðar hans undanfarin ár við mína sköpun, sem tengist aðal- lega groddalegum bílskúrsver- færum og spýtum af einhverju tagi. Til dæmis fyrir rúmu ári smíðuðum við í sameiningu lítið eldhús, fyrir strákana mína, á vinnustofunni hans. Þetta voru fyrst og fremst góðar samveru- stundir hjá okkur og einnig vor- um við að aðhafast eitthvað sem við höfðum bæði áhuga á. Litlu afastrákarnir hans, Viktor, Aron, Kári og Egill, fengu líka endalausan skammt af umhyggju og áhuga frá afa sín- um. Þeir voru svo góðir vinir og pabbi gaf þeim risastóran skammt af dýrmætu veganesti út í lífið, sem þeir eiga alltaf eft- ir að búa vel að. Við sitjum kvöld eftir kvöld og rifjum upp skemmtilegar og eftirminnilegar stundir sem við áttum með afa og hlæjum og grátum til skiptis. Ég er svo þakklát fyrir pabba. Hvíl í friði, elsku pabbi, og kveð ég þig með bæninni sem afastrákarnir þínir fara með fyr- ir svefninn, fyrir afa: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín dóttir, Hanna Ýr. Elsku Sigþór bróðir. Þú ert nú farinn yfir móðuna miklu. Ég gæti skrifað langar sögur um hvað þú varst góður sonur og bróðir, maður og faðir og frá- bær afi, listamaður og þúsund- þjalasmiður. En ætla bara að þakka þér fyrir hvað þú alltaf varst umhyggjusamur og pass- aðir vel upp á okkur öll. Ekki minnst okkur yngstu systkini þín. Farðu vel. Þín verður sárt saknað. Þín systir, Anna. Við viljum minnast á sorgar- stundu frænda og vinar okkar, Sigþórs Sigurjónssonar sem lést alltof fljótt, aðeins 67 ára að aldri. Sigþór var mannkostamað- ur sem var gott að heimsækja. Smekkmaður sem unni fögrum listum og var listasmiður góður, yndislegur eiginmaður, faðir og afi. Minningarnar hrannast upp á kveðjustundu. Við, börn að leik, fjölskyldan mín í heimsókn hjá Hönnu móðursystur á Norðfirði. Ævintýrablær var yfir Ekrunni og alltaf jafn spennandi að koma þangað. Húsið var iðandi af lífi, fullt af frænkum og frændum og svo var það Bláa stofan, stáss- stofan sem var full af gersemum. Við Sigþór vorum á svipuðum aldri og urðum góðir vinir, lék- um okkur í alls konar leikjum á Ekrutúninu og uppi í fjalli. Þegar Sigþór flutti suður ung- ur að árum og fór að vinna þá hitti hann fljótlega Sigrúnu Guð- mundsdóttur, lífsförunaut sinn. Það var um svipað leyti og við Ómar byrjum okkar búskap og þá í nágrenni við þau. Góð vin- átta tókst með okkur hjónunum. Við minnumst margra góðra stunda frá liðnum árum. Fyrst með börnum okkar og síðar þeg- ar þau voru flogin úr hreiðr- unum. Matarboðin hjá þeim Sig- rúnu voru dásamleg þar sem Sigþór framreiddi framandi til- raunakennda rétti af listfengi. Hann var frábær og skapandi kokkur. Sigþór hafði gaman af að segja frá og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um og gat staðið fast á skoð- unum sínum. Sumarbústaðaferð- irnar austur í Hraunborgir með alla krakkana okkar voru skemmtilegar og líflegar. Ógleymanleg er myndin af Sig- þóri að grilla með alpahúfuna eins og sannur „Fransmaður“ og með vindil í munni. Veðrið var alltaf gott í sumarbústaðnum. Við ferðuðumst oft saman. Ferðin á Saabinum austur á Norðfjörð sumarið 1972 með við- komu í Grjótagjá í guðsgrænni náttúrunni er ógleymanleg. Sigl- ingin á bátskænunni inn í Hellis- fjörð með frændum og vinum var stórkostleg upplifun. Ekki má gleyma jeppaferðunum undir fararstjórn Sigþórs inn á Hauka- dalsheiði og ferðinni upp í Hrafntinnusker en það voru eft- irminnilegar ævintýraferðir. Síð- asta stóra ferðin okkar var til Berlínar fyrir nokkrum árum. Sigþór var heiðursmaður og drengur góður, Það er dýrmætt að eiga fallegar minningar um góðan vin og frænda og erfitt að kveðja. Sigrúnu, Gauta, Veru. Börk, Hönnu, Dag og litlu afa- drengina sem Sigþór var svo óendanlega stoltur af sendum við innilegar samúðarkveðjur. Kristín og Ómar. Sigþór Sigurjónsson HINSTA KVEÐJA Elsku besti afi, ég sakna þín mjög mikið. Við gerðum svo margt saman, til dæmis fórum við oft saman í sumó, bara við tveir, og fórum oft í Fornu (á vinnustofuna hans afa) þar sem við vorum oft að tálga, smíða og margt fleira. Það er mjög erfitt að kveðja þig og ég sakna þín alltaf. Þinn afastrákur, Viktor. Okkar ástkæri og yndislegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR Þ. GUÐMUNDSSON stýrimaður, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést miðvikudaginn 24. desember. Jarðarför auglýst síðar. . Kristín Einarsdóttir, Sævar Sigurðsson, Björg Þórarinsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Hallvarður Agnarsson, Einar Sigurðsson, Auður Þorsteinsdóttir, Elvur Rósa Sigurðardóttir, Smári Örn Baldursson, afa- og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR GUÐM. GUÐMUNDSSON, fv. bóndi og hafnarvörður, Brjánslæk, Barðaströnd, lést á jólanótt, 25. desember. Útför verður auglýst síðar. . Rósa Ívarsdóttir, Ívar Ragnarsson, Sesselja Þorbjörnsdóttir, Theodóra Ragnarsdóttir, Halldóra I. Ragnarsdóttir, Jóhann Pétur Ágústsson, Sigrún B. Ragnarsdóttir, Elísabet Huld Ragnarsdóttir og barnabörn. Mig langar í ör- fáum orðum að minnast ömmu minnar og nöfnu, Önnu Sigríðar Hauksdóttur. Fyrstu ár ævi minnar bjuggu amma og afi í Singapúr og samverustundirnar voru því ekki margar. Símtöl voru dýr og við mæðgur töluðum inn á kassettur sem sendar voru til þeirra í pósti. Fyrstu minn- ingar mínar um þessa glæsi- legu, hláturmildu og skemmti- legu konu eru frá því ég var fjögurra ára og þau amma og afi komu í heimsókn til Ís- lands. Að eiga ömmu og afa í framandi landi þótti mér merkilegt og sérstaklega eru mér minnisstæðir pappakass- arnir sem þau sendu fyrir jól: jólagjafir frá útlöndum, inn- pakkaðar í gylltan og silfraðan pappír með glitrandi englahári sem amma hafði nostrað við. Ég kynntist ömmu betur þegar þau afi fluttu til Íslands og ég var sjö ára. Hún fór í læknaritaranám á sextugs- aldri, vann á Landspítalanum á daginn, söng í kór á kvöldin og dreif sig á skíði og skauta um helgar. Þegar ég hugsa um ömmu á þessum tíma sé ég hana fyrir mér syngjandi í eld- húsinu eða að gera leikfimiæf- ingar í stofunni. Amma var hraust á líkama og sál og það geislaði af henni. Þegar ég var tvítug og byrj- aði í háskóla kynntist ég ann- arri hlið á ömmu. Tvö kvöld í viku tók ég mér frí frá lestr- inum og rölti niður á Tóm- asarhaga til ömmu og afa í kvöldmat. Amma útbjó frábær- an mat sem bar keim af aust- urlenskri matargerð. Á þess- um notalegu kvöldum í eldhúsinu sagði amma frá æv- intýrum úr Austurlöndum, sögur frá Þýskalandi þegar Anna Sigríður Hauksdóttir ✝ Anna SigríðurHauksdóttir fæddist 6. júní 1931. Hún lést 5. desember 2014. Út- för Önnu fór fram 16. desember. mamma var lítil og lýsti lífinu á Ytri-Vík þegar hún sjálf var ung. Amma sagði skemmtilega frá, gat séð spaugi- legu hliðarnar á lífinu og hló stundum svo inni- lega að hún þurfti að þerra tárin. Þessum kvöld- verðarstundum lauk þegar ég kláraði námið, amma og afi fluttu í Kópavoginn og lang- ömmu- og langafabörnin fæddust. Þá tóku við hádeg- isheimsóknir um helgar í staðinn; eggjakaka, melónur, ilmandi rúnnstykki og margra hæða súkkulaðitertur með kaffinu á eftir. Það var svo notalegt að vera nálægt þess- ari hlýju konu sem hafði ótak- markaðan áhuga á fólkinu í kringum sig og vildi öllum vel. Amma var afskaplega falleg kona. Hún var alltaf vel til höfð og 83 ára var hún enn stórglæsileg. Hún hafði yndi af því að halda veislur og bjóða fólki heim. Þá var ekk- ert til sparað; fallegi borðbún- aðurinn, smart veitingar og borðið skreytt. Hún hafði auga fyrir fallegum hlutum og heimilið þeirra afa ber vott um það. Amma var alla tíð mikil sel- skapskona. Hún spilaði brids í hverri viku, stundaði sund- leikfimi og söng í kórum. Hún hafði ómþýða rödd og var söngelsk. Hún sinnti ekki bara söngnum heldur tók hún virkan þátt í félagslífinu í kringum kórana. Fyrsti kór- inn sem hún söng með var Húnakórinn en þegar þau afi fluttu í Kópavoginn gekk hún til liðs við nýstofnaðan kór Lindakirkju. Honum söng hún með þar til á áttræðisafmæli sínu, en þá ákvað hún að flytja sig yfir í kór Félags eldri borgara. Ég kveð nú elsku ömmu mína sem var ekki bara amma heldur líka kær vinkona. Hennar er sárt saknað. Anna Kristín. ✝ Jóhannes Jónas-son fæddist 22. desember 1935 í Vík í Mýrdal. Hann lést á LSH hringbraut 28. nóvember 2014. Foreldrar hans voru Jónas Jóhann- esson, f. 4 febrúar 1904 á Héraði, d. 15. febrúar 1974, og Lára Gunnarsdóttir, f. 21. janúar 1917 í Vík í Mýrdal, d. 26. apríl 1993. Systkini Jóhannesar eru Ólöf, f. 11.11. 1937, d. 7.9. 1945, Helga, f. 12.3. 1939, d. 14.5. 1939, Gunnar, f. 10.3. 1942, Hrólfur Smári, f. 1.3. 1945, Guðný, f. 7.12. 1948, Lára Jóna, f. 9.4. 1951, og Sig- urður, f. 17.5. 1952. Fyrri kona Jóhannesar var Edda Márusdóttir, f. 25. janúar 1935. Börn þeirra eru: 1) Márus, f. 4. júlí 1954. Fyrri maki Rann- veig Hrönn Harðardóttir og eiga þau tvö börn, a) Eddu Selmu, f. 9. 1977, maki Sighvatur Jónsson börn þeirra eru Brynjar, f. 20.4. 2004, Eyþór Ingi, f. 2.10. 2008, Viggó Darri, f. 25.8. 2011. b) Ólaf 2008. b) Ágúst Sveinbjörn, f. 30.4. 1983, í sambúð með Evu Guðbrandsdóttur. Nói, en það var Jóhannes ávallt kallaður, ólst upp í Víkinni til 13 ára aldurs og vann við sveitastörf í Mýrdalnum á sumr- in. Fluttist þá með foreldrum sín- um til Reykjavíkur 1948, lærði járnsmíði í Landssmiðjunni árið 1953. Nói byrjaði að keyra leigu- bíl 1962 á leigubílastöðinni Steindóri, fór svo yfir á BSR. Einnig vann hann um tíma í bíla- búð Sambandsins. Nói kynntist fyrri konu sinni, Eddu, 1953, en þau slitu samvistir 1968. Árið 1969 fluttist Nói til Svíþjóðar með seinni konu sinni, Dóru Sig- urðardóttur, f. 4. september 1936. Í Svíþjóð vann Nói við járn- smíði í Öresundsvarvet (slippn- um) í Landskrona til ársins 1981 er þau flytjast heim og gerist hann leigubílstjóri fyrst á BSR og núna, seinni árin, hjá Hreyfli/ Bæjarleiðum eða þangað til hann þurfti að hætta sökum aldurs í enda árs 2011. Jóhannes átti marga fasta kúnna í akstrinum og sinnti þeim af alúð, var leigu- bílstjóri af lífi og sál. Að ósk Jóhannesar fór útför hans fram í kyrrþey 5. desember 2014. Örn, f. 14.4. 1984. Seinni maki Sigur- leif K. Sigurþórs- dóttir, f. 8.6. 1966. Börn þeirra eru c) Ísabella Katarína, f. 16.8. 1993, og d) Natalía Bóel, f. 19.4. 2004. 2) Jón- as, f. 6. júlí 1957. Fyrri maki Auður Kolbeinsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Kolbrúnu Hönnu, f. 23.9. 1981, maki Vésteinn Stefánsson. Þau eiga eina dóttur, Jöklu Dís, f. 8.5. 2009. Kolbrún Hanna átti fyrir Sölva Snæ Valdimarsson, f. 14.4. 2000. Seinni maki Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, f. 28.1. 1960. Börn þeirra eru a) Alex- andra, f. 13.3. 1993, sonur henn- ar er Arnar Leo, f. 26.7. 2012, og b) Gabríella Rós, f. 15.8. 1998. 3) Ólafur, f. 10. maí 1959, maki Halldóra Ólöf Ágústsdóttir, f. 24.3. 1960, börn þeirra eru a) Berglind, f. 28.11. 1977, maki Björgvin Franz Gíslason, börn þeirra eru Edda Lovísa, f. 12.4. 2001, og Dóra Marín, f. 13.12. Lipur, þægilegur, kurteis og áreiðanlegur; Jóhannes Jónas- son. Nói leigubílstjóri sinnti ýmsum erindum fyrir þau fyr- irtæki sem ég hef unnið hjá un- dafarin tuttugu ár. Vandasöm verk, áríðandi sendingar, er- lendir gestir í heimsókn, sóttir á flugvöll nótt sem dag. Mik- ilvægum skjölum komið til skila á ýmsum tímum. Allt sem Nóa var falið leysti hann af hendi af nákvæmni, vandvirkni og sam- viskusemi. Stundvísi var honum eðlislæg. Hann kom aldrei of seint. Aldrei. Mætti heldur með fyrra fallinu. Það var ánægju- legt að vera farþegi í bíl hjá Jó- hannesi. Bílar hans voru alla tíð óaðfinnanlegir, hreinir, gjá- andi og vel lyktandi. Nói tók starf leigubílstjórans alvarlega og af fullum þunga. Í stífstrauj- aðri blárri skyrtu með bindi þræddi hann stræti og torg. Það var engin tilviljun að mörg stærri fyrirtæki höfðu hann í þjónustu sinni. Ófáar ferðirnar fór Nói með trúnaðargögn til stjórnarmanna fyrir stjórnar- fundi. Þau voru ekki látin í hendurnar á hverjum sem var. Oft var ég farþegi hjá Nóa, væntanlega vegna þess að að- stæður höguðu því svo að akst- ur átti ekki vel við mig þá stundina. Við kynntumst óneit- anlega vel á löngum tíma og í mörgum ferðum. Jóhannes var líka bróðir Gunnars vinar míns og þannig enn sterkari bönd á milli okkar. Að leiðarlokum þökkum við Hrafnhildur trausta, langa og ánægjulega samferð með góð- um dreng sem mörgum mætti verða fyrirmynd. Dóru og allri fjölskyldunni sendum við sam- úðarkveðjur. Í Guðs friði, Óskar Magnússon. Að leiðarlokum kveð ég mág minn, Jóhannes Jónasson, með þakklæti fyrir áratuga samferð. Nói var hugulsamur og hjálp- samur og alltaf boðinn og búinn að leggja öðrum lið. Hann mætti alltaf í flutninga þegar við Gunnar færðum okkur um set og alla afmælisdaga barnanna mundi hann. Við fjöl- skyldan munum sakna hans og minnast hans af hlýju og vænt- umþykju. Megi hann hvíla í friði. Elín Tómasdóttir. Jóhannes Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.