Morgunblaðið - 29.12.2014, Page 33

Morgunblaðið - 29.12.2014, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 Hægt er að kalla skáldsög-una Sjálfstætt fólkmeistaraverk án þess aðvera sakaður um ýkjur. Margir hafa eigin mynd af kotbónd- anum einþykka og sínar skýringar á örlögum hans. Það er því ekki heigl- um hent að skila Sjálfstæðu fólki í um það bil þriggja klukkustunda leikriti. Sjálfur bjó ég mig undir leiksýn- inguna með því að rifja upp kynni við skáldsöguna. Eftir á er spurning hvort það var rétt. Samanburðurinn getur ekki annað en orðið leikgerð- inni í óhag. Með því að rifja bókina vel upp slævist líka tilfinningin fyrir því hvort leikverkið standi sjálfstætt og sé fyllilega skiljanlegt þeim sem ekki hefur lesið söguna. Í þessari nýju leikgerð er leitast við að fylgja efni skáldsögunnar frá upphafi til enda. Sagt er frá því hvernig Bjartur tekur við koti sem hann hefur keypt af húsbændum sín- um á Rauðsmýri, ásamt Rósu konu sinni sem hann hefur tekið saman við ólétta eftir soninn á heimilinu. Bjart- ur berst síðan við óblíð náttúruöfl, eigið stolt og sjálfstæðisvilja, fátækt og ógæfu í gegnum tvö hjónabönd, margs konar missi, kreppu, meðbyr og mótlæti. Í sögulok er hann nokk- urn veginn á sama stað og í upphafi, sameinaður fósturdóttur sinni sem hann er þó mögulega að missa. Aðstandendur þessarar sýningar hafa sagt að þeirra sýn á Bjart sé ekki jafn rómantísk og í eldri gerð- um. Það er rétt. Þessi gerð nær held- ur ekki til tilfinninganna á sama hátt og skáldsagan gerir. Myndin sem er dregin upp í skáldsögunni af lífsbar- áttu, samskiptaleysi, vinnuþrælkun og sveitalífi er nöturleg en um leið einnig hlý og sönn. Sagan hefur líka lifað með þjóðinni og hefur ekki bara íslenska heldur einnig ríka al- þjóðlega skírskotun. Leikmynd Sjálfstæðs fólks er hamrastál þar sem hægt er að ganga um eftir tröppum á annarri hæð. Á vinstri hönd er anddyri hinna lág- reistu Sumarhúsa Bjarts, á hægri hönd eru dyr sem opnast út í heim hvort sem sá heimur er Rauðsmýri, Ameríka eða annað. Fyrir miðju sviði er tjörn sem hægt er að senda vatns- bunu niður í. Innarlega á sviðinu er mold og krossar sem marka leiði andvana fæddra barna Bjarts. Með myndbandi er svo hægt að kalla fram óhugnanlegar kynjamyndir í hamr- inum með viðeigandi máttugum áhrifshljóðum. Þannig var hræðsla og einsemd Rósu í upphafi sýnd með kraftmiklum hætti. Atli Rafn Sigurðarson leikur Bjart. Ekki er með honum leitast við að búa til Bjart sem margur gæti séð fyrir sér: þrekvaxinn þumbara sem er afrendur að afli og með dýran kveðskap á lofti. Í verkinu fer hann vissulega með kveðskap en hann stimpast einnig við syni sína og veitir ýmsum betur. Vigdís Hrefna Páls- dóttir leikur Rósu, fyrri konu hans, vel. Sú leið sem farin er við að sýna barnsburð hennar finnst mér þó lit- ast meira af því sem nútímaleik- húsfólki finnst listrænt, framsækið og jafnvel rosalegt en að það fangaði mig sem áhorfanda. Elma Stefanía Ágústsdóttir leikur Ástu Sóllilju, augastein Bjarts sem hann lemur frá sér. Elma býr yfir miklum krafti. Þau sterku tengsl og ást sem verða til á milli „feðginana“ hefðu þó að mínu mati mátt koma enn betur fram. Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikur Finnu, seinni konu Bjarts, prýðilega. Hallbera móðir hennar er hér látin vera að lesa allan tímann í bók sem mér sýndist vera með sígildum Lax- ness-spjöldum eins og fleiri bækur sem sjást. Hún er leikin af Guðrúnu Snæfríði Gísladóttur. Sonum Bjarts eru gerð eftirminnileg skil. Þórir Sæ- mundsson sýnir hinn óhamingju- sama og truflaða Helga frábærlega, Snorri Engilbertsson leikur Gvend einnig vel og Arnmundur Ernst Backman er sérlega góður sem Nonni. Þar má meðal annars nefna lítið en áhrifamikið söngatriði. Tinna Gunnlaugsdóttir á góða spretti sem Rauðsmýrarmaddaman. Útlitið er al- veg fullkomið sem og ræðan í brúð- kaupi þeirra Bjarts og Rósu í upphafi verksins. Arnar Jónsson er einnig góður sem Jón hreppstjóri og sömu- leiðis Stefán Hallur Stefánsson sem sonurinn og leiðtoginn Ingólfur Arn- arson Jónsson. Sveitungar Bjarts eru vel leiknir af þeim Eggerti Þor- leifssyni, Pálma Gestssyni og Baldri Trausta Hreinssyni. Þá er ótalinn Ólafur Egill Egilsson sem leikur kennarann alveg snilldarvel. Búningar fólksins eru viðeigandi. Ekki er síst skemmtilegt að sjá bændur í tvíhnepptum jakkafötum og stígvélum. Við heyrum Högna Eg- ilsson einnig nokkrum sinnum syngja ljúflega í verkinu. Skírskotað er með mörgum hætti til nútímans í þessari uppfærslu. Kaffi er drukkið úr hvítum plast- málum, nýleg kaffikanna er á gólfinu, persónur fá sér mat fyrir sjálfstæða Íslendinga, halda á iPhone. Þá er í nokkrum tilvikum vísað út fyrir verk- ið, meðal annars til hrunsins og einn- ig til uppfærslu á Englum alheimsins í fyrra. Mér fannst flestar þessar vís- anir ódýrir og innihaldslausir brand- arar, þar á meðal upphlaup Arnars Jónssonar sem Jón hreppstjóri og leikari með mikla reynslu af Sjálf- stæðu fólki. Ég viðurkenni þó fúslega að mér fannst það þrælfyndið rétt í svip. Sjálfstætt fólk eftir Laxness er þrautunnið verk og stórt í sniðum. Í þeim samanburði virka þessar litlu og að því er virðist tilviljanakenndu viðbætur þeim mun ómerkilegri. Framvinda í þessari leikgerð er hröð og í verkinu er talsverð spenna þótt hún skili manni ekki hinum miklu tilfinningum og harmi sem skáldsagan gerir. Hart og kalt Ljósmynd/Eddi Spenna „Framvinda í þessari leikgerð er hröð og í verkinu er talsverð spenna,“ segir m.a. í leikdómi. Meðal leikara eru Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Snorri Engilbertsson og Atli Rafn Sigurðarson, fremstur á mynd í hlutverki Bjarts. Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk - Hetjusaga bbbnn Eftir Halldór Kiljan Laxness. Leikgerð: Atli Rafn Sigurðarson, Ólafur Egill Egilsson og Símon Birgisson. Leik- stjórn: Þorleifur Örn Arnarsson. Leik- mynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Tónlist og hljóð- mynd: Guðmundur Óskar Guðmunds- son, Högni Egilsson. Myndbands- hönnun: Rimas Sakalauskas. Dramatúrg: Símon Birgisson. Leikarar: Arnar Jónsson, Arnmundur Ernst Back- man, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Lilja Nótt Þórar- insdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þórir Sæmundsson. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins 26. desember 2014. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Vefurinn Metacritic hefur birt lista yfir bestu verk ársins og þá m.a. kvikmyndir og hljómplötur. Vefur- inn tekur saman gagnrýni hinna ýmsu fjölmiðla vestanhafs og á lista yfir bestu plötur ársins er nýj- asta plata hljómsveitarinnar The War on Drugs, Lost in the Dream, í fyrsta sæti. Í öðru sæti er plata St. Vincent, St. Vincent og í þriðja sæti plata Run the Jewels, Run the Jewels 2. Í næstu þremur sætum eru LP1, plata FKA twigs, Burn Your Fire for No Witness með An- gel Olsen og Syro með Aphex Twin. Á lista yfir bestu kvikmyndirnar er Boyhood eftir leikstjórann Rich- ard Linklater í 1. sæti, The Grand Budapest Hotel eftir Wes Ander- son í 2. sæti og í þriðja sæti Under the Skin eftir Jonathan Grazer. Í næstu þremur sætum eru Birdman or (The Unexpected Virtue of Ig- norance) í leikstjórn Alejandro González Iñárritu, Whiplash í leik- stjórn Damien Chazelle og Ida í leikstjórn Pawel Pawlikowski. Morgunblaðið/Eggert Best Hljómsveitin The War on Drugs á bestu plötu ársins, Lost in the Dream, skv. Metacritic. Hljómsveitin lék á Iceland Airwaves í nóvember sl. Lost in the Dream og Boyhood þær bestu 48 RAMMA 12 16 L THE HOBBIT 3 3D (48R) Sýnd kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 1:50 - 5 - 8 BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 2 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 7 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar GLEÐILEG JÓL Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU BÍÓUPPLIFUN ÁRSINS!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.