Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 18
undursamlegu samsömunar við tilveruna sem kenna má til lífsreynslu helgra manna, unio mystica. Og taki menn eftir því, að Ólafur er Jesúgervingur einmitt vegna þess að hann er skáld. Þótt hann sé í kraftbirting- arsamræmi við tilveruna eins og hún leggur sig er hann útskúfaður og hæddur og barinn í mannlegu félagi — vegna þess að hann er skáld. Og hann tekur öllum pústrum heims- ins með æðruleysi því hann veit að hann rekur mikið erindi: „Skáldskapurinn er endurlausnari okkar allra,“ segir hann oftar en einu sinni.6 Hann er harmkvælamaður vegna þess að hann er skáld — í skáldinu á mannfólkið bágt, hann þjáist með mann- kyninu og hættir ekki að finna til fyrr en heimurinn er orðinn góður — en þá er hann líka hættur að vera skáld.7 Ólafur Kárason verður reyndar með þessum hætti eitt af glæsilegustu dæmum sem við eigum um þá ,,helgun“ skáldskaparins sem hefur lengi fylgt bæði metnaði skáldanna og vonum lesendanna. Þessi helgun er ekki ný bóla. Það hefur að sönnu gengið á ýmsu með stöðu og virð- ingu skálda í samfélaginu, en við getum treyst því, að allt frá hinum rómantíska tíma að minnsta kosti standi skáldin gjarna í einhverskonar æðra ljósi. Tilkall til þess að skáld stundi einskonar hliðstæðu við trúar- lega þjónustu er stundum furðu opinskátt eins og í frægum ummælum Novalisar, skálds hins bláa blóms, frá 1798: Skáld og prestar voru í upphafi eitt og hið sama, það er ekki fyrr en á seinni tímum að leiðir þeirra hafa skilið. En hið sanna skáld er ávallt prestur, rétt eins og sannur prestur hefur alltaf verið skáld.8 Hér er boðað farsælt samræmi listar og trúar, skáldskapar og kirkju, sem rættist vitanlega ekki. En í þessum orðum kemur skýrt fram sú hneigð að iðja skáldsins, bók- menntimar, séu heilagt erindi á jörðunni. Skáldskapurinn gegnir endurlausnarhlut- verki eins og þeir Ólafur Kárason og Jón Prímus sögðu löngu síðar í bókum Laxness. Skáldskapurinn kemur á þeim tengslum sem rofnað hafa, fínnur þá heildarmerkingu sem gleymst hafði. Hann vísar veginn til dýpri skilnings sem er æðri hagsýni og nytjahyggju heimsins. Hann er um leið köllun til æðri verka, til einskonar trúboðs meðal heiðingjanna, filisteanna — og vei þeim sem ekki yfirgefur föður og móður og konu og þægindi og borgaralega velferð og þjónar skáldskapnum. Skáldið er spámaður sem fær sýn sína og orðsins kraft frá hinum hæsta eins og segir í kvæði Púshkíns: Rís upp! þín spámanns-augu skilji! Legg úthafsströnd og fjalladal þér undir fót, það er minn vilji, og Orð mitt hjörtun brenna skal! (Þýð. Helga Hálfdanarsonar) Skáldið er um leið sá spámaður sem er hæddur og fyrirlitinn og grýttur af lýðnum fyrir að boða honum ást og sannleika, eins og frá greinir í kvæði annars Rússa, Mík- haíls Lermontovs. ,,í innblásinni hrifningu sinni kemur skáldið auga á guð,“9 segir Dostojevskíj, sem var reyndar einkar róm- antískur maður í sinni fagurfræði. En þegar bókmenntirnar ryðjast með þessum hætú inn á svið hins heilaga er ekki þar með sagt að þær gangi í takt við trúararf- inn og þaðan af síður kirkjuna. Skáldin vilja flest sem minnst þiggja frá áhrifavaldi trú- arhefðar, þau gera sem allra mest úr því að þau séu öllum óháð: fegurðin mun ríkja ein, ofar hverri kröfu. Þau eru dýrðlega gagns- laus í hagkerfinu, markaðsgildi þeirra er 16 TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.