Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 37
séð eftir hann af því tagi er með bestu
ljóðsögum sem ég hef séð eftir íslenskan
höfund enda hæfir þetta ritform betur en
önnur örvæntingu sem ekki er meiri en svo
að komið verði í orð. Svo er að sjá sem
Steinar hafi fundið þetta sjálfur þegar lund-
in var jafnvæg við ritstörfin og honum ekki
of mikið niðri fyrir. í sagnasafni hans
Brotabroíum (1968) eru góð verk af þessu
tagi, en hin bestu eru óbirt.
Það hefur minna verið fjallað um verk
Steinars en ástæða var til. Menn hafa átt
erfitt með að fyrirgefa honum að hann bar
fram fyrir almannasjónir sláandi sterkar
myndir af ljótleika og ræfildómi með und-
irskriftinni að einkenndu Islendinga eða
væru sögulegar staðreyndir úr lífi þjóðar-
innar. Guðbergi hefur vegnað betur sem tók
upp þráðinn frá Steinari og rakti með mörg-
um sögum og orðmyndum ósamræmi óskar
og veruleika. íslendingar eru hænsn, segir í
stakri setningu aftan við Blandað í svartan
dauðann. Frægari er setningin um hænu-
haus lesandans, sem hangir með sama hætti
aftan við Önnu Guðbergs. Báðir sögðu það
sama með svipuðum hætti en annar kaus að
koma sér upp fjölmiðlaímynd sem féll í
kramið hjá einhverfu kynslóðinni en hinn
að láta verk sín ein tala. Illhærumar í verk-
um beggja spretta af sjálfri skáldskapar-
þörfinni svo að ekki má greiða úr þá hverfur
sjálfur skáldskapurinn með flókanum. Tví-
bend ástríðan hefur alltaf fylgt báðum í
höfundarskapnum að komast að heiman úr
sjávarþorpinu án þess að slíta rætumar. Og
sjálft viðhorfíð til menningar er sennilega
hið sama, að spretti af ragmennsku sjálfs-
ins, miðflóttatilhneigingum sem einn sé
ríkari af en annar. Hér skýtur heldur en ekki
skökku við hefðbundnar hugmyndir um ís-
lenska menningu en útleggingin er ekki
síður umhugsunarverð fyrir það.
Alveg er það dæmigert fyrir Steinar sem
ég var að frétta nú í fyrradag, ef satt er, að
enginn vilji hann fremur dauðan en lifandi.
Mér er sagt að enginn vilji kosta flutninginn
á líki hans heim frá Hollandi til íslands. Þar
vísi hver á annan, ríkið, rithöfundasam-
bandið og ættmenni hans.
Kviksagan er góð, hvort sem hún er sönn
eða login. Islendingar eru hænsn, ritaði
Steinar Sigurjónsson í lok sögu. Oljóst um
það, en tími er til kominn að þjóðin horfist
í augu við sjálfa sig í verkum hans þótt
kunni að þykja óvistlegur kjallari.
Bestu kveðjur að vestan,
Þorsteinn Antonsson
Ljósmynd: Sigurgeir Sigurjónsson
TMM 1993:2
35