Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 87
Fyllist allt af sauðum svo varla sér í sandinn. Mál er að flokka, reka suma
til byggða, ekki of marga í einu, nenni ekki að rétta, halda til haga. I stað
þess að setja kindumar í kvíar set ég þær hverja í aðra, uns ég á bara eftir
eitt lamb sem ég held á í fanginu. Um hálsinn er ullarlindi sem í er
saumað, má borða.
II. Lendi í villum
Þennan áfangann kemur álagaþokan. Sést á norðurtindum, drottinn stýri
vindum. Víst finn ég hana áður og kasta boltunum þótt mig gruni að brátt
sjái ekki til fótanna. Sést á norðurfjöllum, drottinn hjálpi oss öllum.
Kemur íshríðin, kemur þokan, kemur kafaldið, kemur þokan. Sést á
hnjúkum, drottinn hjálpi sjúkum, það hallar undan fæti í undangjöf,
fóturinn getur ekki annað en sett sig niður, hvert sem hann ber mig. Ekki
þykist ég hræddur þótt ég hafi bara séð fjöllin á fingrum mér drjúgan spöl
niður í mótí.
Það er sem ég sjái þetta í kviksjá, þótt ég sé þar sjálfur. Það stafar af því
að fylgst er með mér. Lendi í villum, læt hylla mig yfir í tröllaheima, sem
sýnist þó ekki svo slæmt nú þegar þokunni loks tekur að létta. Geng fram
á gnípu, set brjóstið fram og þá léttir þokunni framundan svo sést niður
grænan og geðslegan dal. Auðvitað eru ekki mikil erlend áhrif í útilegu-
mannadölum, ekki jeppar og kjúklingabúllur, við hverju bjóst ég? Þeir
taka auðvitað ekki inn eins mikið af heiminum og fólkið í byggðum. Þótt
hér sé allt þjóðlegt og vel þekkjanlegt er dalurinn þó allur líkastur órum,
eins og veruleiki minn gangi inn í sögu, sem er sögð af fiski í sauðargæru.
Ég geng glaður niður í móti með sauðina mína í lambi sem leikur í
skítugum ullarlinda mínum og skokkar fagurleggjað milli steina sem
breytast í þúfur. Þúfumar gefast brátt upp fyrir kjarri, sem í dalbotninum
fram undan verður nýskógur njótandi verndunar skógræktarlaga. En frá
því að niður á grængresið kom hefur lambið mitt viljað halda sig þar, hér
eru lömb á líku reki. Ég gelti og glefsa í lendar lambsins míns, toga það
og toga niður í móti, vil ekki missa, býð því meira að segja að éta kjarr,
en fyrr en varir er lindinn einn í hendi og lambið stokkið og ég veit að ég
hlýt að eiga erindi við dalbúa og verð að halda áfram. Geng hikandi með
framréttar hendur og lafandi linda niður hallann, inn í skóginn.
Lambið er horfíð mér og ekki hirði ég um það, er ekki lengur þess
hirðir, fmn að hér liggja reglur í lofti, virði reglur dalsins auðvitað, til
TMM 1993:2
85