Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 97
vísun í „Einræður Starkaðar" — og „Borð- sálm“ Jónasar Hallgrímssonar: — það er svo maigt ef að er gáð sem lúmskt er í ætt við okkur og því forkastanlegt að forsmá dýrð þessa heims og forakta svo þá fomkveðnu aðgát sem ávallt skal höfð í nærvem hlutanna. (16) Einar Benediktssoner eins og Sigfús heim- spekilegt skáld og báðir eiga það til að hugsa ljóðið í kaf — þegar sá gállinn er á þeim. En þeir eru líka kröftug, frumstæð og demonísk skáld í eðli sínu. Og það eru einmitt þessi öfl sem kveikja mikið líf í bestu kvæðum þeirra. Og er við öðru að búast en mögnuðum skáldskap þeg- ar hið demóníska og heimspekilega leggja í púkk; villimennskan og siðmenningin? Ekki eldingar með þrumum heldur afl sem þrengir sér hægt en örugglega inní vitund lesandans og fer þaðan aldrei aftur. Auðvitað er Zombí ekki gallalaus bók. Ég er til dæmis ekki frá því að stytta hefði mátt bálkinn um nokkrar síður. Sig- fús á það til að vera orðmargur, þrátt fyrir tálg- unina. Hættir til að ofhlaða: „meyjarlegt marrið / í óspjölluðum snjónum / troðnum niður / af fýsn“. Og stundum verður heilaleikfimin lítið annað en safalaus leikur: Og innst mun fleirtölu eintölunnar að finna marglyndi einlyndisins (...) (11) En kostirnir yfirgnæfa gallana. Kaldhæðnin á heldur ekki lítinn þátt í að lyfta bálkinum upp. Hún bjargar skáldinu frá svartsýnis- rausi og gerir honum kleift að glotta yfir eigin eymd. Svona eins og Skarphéðinn í eldinum: (...) og einhver að láta það klingja Only the lonely sem útleggst einmanaeins og andskotinn á tungu feðranna (...) (59) Mér hefur verið tíðrætt um góð tök Sigfúsar á íslenskunni. En nú má enginn skilja það sem svo að ljóðmál hans sé hátimbrað og hátíðlegt; það er þvert á móti kjarnmikið og venjulegt. Sigfús er afslappaður gagnvart tungunni og fær ekki taugaáfall ef hann heyrir enskuslettu eða mállýti. Slangur var nokkuð áberandi í ljóðum ungskálda fyrir rúmum tíu árum; það átti ýmis- legt skylt við rokkið og ekki síður pönkið. Hvergi var þetta eins áberandi og í fyrstu bókum Einars Más Guðmundssonar. Þetta rokkaða ljóðmál var tengt ákveðnum tíma og maður var ekki viss hvort það myndi lifa áfram með skáld- unum. Ég get þó ekki betur séð en „spæjarinn lúni / með lúkkið" kunni vel við sig innan um íslensku Sigfúsar í Zombíljóðunum. Sigfús leggur mikið upp úr hljómi og hrynj- andi ljóðanna. Hann líkist í því Hannesi Sigfús- syni og hjá báðum skiptir hljómurinn stundum meira máli en merkingin. En ólíkt hafast þeir samt að. Hannes reynir að ljá orðunum hljóm tónlistarinnar. Bestu kvæði hans em löng og sinfónísk eins og,, Vetrarmyndir úr lífi skálda". Hljómur Sigfúsar er, ,frumstæðari“, nær galdra- þulum en tónlist. Einhver sefjandi en um leið áleitinn tónn. Kvæði 53 er ágætis dæmi um þetta, og þá sérstaklega þriðja erindið. Kvæðið er líka eitt það besta í bókinni, hljómmikið og myndmálið með rætur djúpt í tungumálinu; Sig- fús þegar hann er hvað bestur—og ég þarf ekki að taka fram að þá er hann góður: Zombí það er magnaður galdur að ímynda sér ávallt það versta komi til. En hann hrífur bara ekki lengur þegar hið versta er sjálft mætt inn úr dyrunum. Kunnugleg röddin að rista upp traðir draumanna svo þú vellur út með öskrið TMM 1993:2 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.