Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 100
þótt þar hafi auðvitað gætt hinnar venjulegu slagsíðu hins „búklega" í anda þeirrar skoðunar hans að „allt líf sé loðið“ sem þýðir svo mikið sem „öll hugsun er loðin“ og skýr hugsun þar af leiðandi „dónaleg". Viðtalsformið sjálft veldur því nefnilega að Guðbergur er ætíð í einskonar vöm. Hann reynir að verja sig fyrir græðgi lesandans, og hefur hvorki áhuga á því að verða að „þjóðkunnri persónu“ né að „opna“ sig og því leitar hann að hlutverki sem hann finnur síðan í skoðunum og umræðu um sköpun, samfélag og listir. Jafn- framt reynir hann að forðast alla tilfmningasemi eins og hann frekast getur og það er ljóst að illkvittnin (hreinskilnin?), til dæmis í ummælum hans um Málfríði Einarsdóttur eða bamabók- menntir er í senn vamarviðbragð og um leið árás á þær hugmyndir sem flestir hafa um bama- menningu og látið fólk, það er að segja að börnin og þeirra menning séu að vissu leyti hafin yfir gagnrýni og að það eigi að heiðra minningu látinna með lofi eða þögn. Vamarleikurinn tog- ast síðan stöðugt á við þörfina til að tala þannig að útkoman er eins og rödd sem mælir innan úr einhveijum reyk sem hylur útlínur umræðuefn- isins. En íyrir vikið magnast það sem hann segir upp í hugsýn lesandans og öðlast við það þá eiginleika að verða eins og útigönguhross að vetri, hárugt og loðið eins og lífið. Það er því ekki að undra þótt þessi rödd verði á köflum æði mótsagnakennd, segi eitt og segi síðan annað. Stundum segist hún vernda í sér sjálfstæðið eins og óspjallaðan sveindóm (en er ekki sveindómurinn alltaf leiðinlegur?), hann hafi alltaf hafnað allri aðstoð, en í annan stað þakkar hann Spánverjum fyrir að hafa stutt sig án þess að hafa gert sér um það neinar grillur sem sé eitthvað annað en Islendingarnir og svo mætti lengi telja. Þessar mótsagnir birta ekki endilega fjölbreytni eða blæbrigði í hugsun heldur fremur eins konar feluhvöt samfara sál- argosum sem öðru hvoru spretta fram eins og það sé stungið á kýli (Dæmi: „Það að lesa skáldsögu um ,,listamanninn“ er eins og að velta sér upp úr sætsúpu á rósóttum diski sem sjötíu piparkerlingar með ljóðrænar kenndir hafa grenjað svo mikið í að gutlið flýtur út á barma“ (196)). Þá orkar þessi rödd í senn eins og margefld af innri styrk en um leið örg yfir því að brotna á eigin múrum, sem hún hefur sig ekki yfir með góðu móti og þegar hún loks er tengd áheyranda ryðst hún fram með öllu sínu gruggi, furðulega flækt í sjálfa sig. Dimmt sál- arlandslag er lýst upp með ljósmyndaleiftri sem deyr jafnharðan út en síðan dregur hún sig aftur inn í sitt ffumspekilega rökkur þar sem henni líður þó best, ein með magni sínu sem rennur um hana eins og lífssafi, ef til vill tærari en fyrr og laus við botnskítinn. Ef til vill eru þetta þó aðeins „Stellulætin" (Þetta hugtak er þegar orðið fast í málinu: „Eru hlaupin í þig Stellulæti,“ segir fólk nú við böm þegar þau hafa uppi snillingstilburði.) sem hlupu í hann í bamæsku og enn grassera í honum, eða ef til vill er þetta ein leið hans af mörgum til að vera „stikkfrí“, utan og ofan við allt eins og hans eigin skilgreining á fmmeðlislægum listamanni. En stundum mæðist hann og staðnæmist uppi á tilbúnum hugarhól og heldur tölu. Lesandinn sveiflast til og frá með þessari rödd sem vefur saman viti og vitleysu á þann hátt að honum finnst annaðhvort að það sé verið að tala við hans innsta kjama eða honum fer eins og þeim sem hlustuðu á föður Froskmannsins sem gríma Guðbergs, Hermann Másson, skrifaði og út kom 1986: „Ymsir fóm að flissa þótt þeim brygði vegna gmns um að þeir heyrðu tal úr munni bilaðs manns sem væri þó spámaður“ (bls. 68). Kristján B. Jónasson Aðgangur að fortíðinni Thor Vilhjálmsson: Raddir í garðinum. Mál og menning 1992. 193 bls. Þegar þráspurt var í verðlaunasögu Fríðu A. Sigurðardóttur hér um árið, Meðan nóttin líður: „Hverra manna ert þú?“, var verið að endurtaka meginspumingu flestallra minningabóka, jafn- vel sjálfsævisagna, sem hér hafa komið út síð- 98 TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.