Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 33
Byron átti ekki fremur en aðrir menn rétt á að lifa óháð almennum siðareglum þótt hann héldi það sjálfur. Skáld eru ekki yfir aðra menn hafin að neinu leyti. Það gilti um Steinar sem aðra, en ég held samt að hann hafi trúað á sérstæði sitt að þessu leyti. Ég met þá afhjúpun sem fylgir verkum hans. Mér lrkar miður að þau lúta fæst eigin lögmálum. Einkapersónan veltir sér upp úr efni sínu í þeirri trú að hún njóti sérstöðu. Tökum sögu hans Skipin sigla (1966) sem dæmi. Eina af þeim betri og kannski þá bestu fram til síðustu sagnanna tveggja. Sagan ber með sér að vera uppgjör við heimabyggð höfundar í bernsku, Skaga, og er á köflum fjarska vel skrifuð í hrollvekj- andi mælsku sinni. Andleysi og þröngsýni þorpsbúa er reist níðstöng innan aðalsagn- arinnar með hrollvekjandi hætti. Fram- gangur allur stríðir gegn tilfinningum um hlutveruleika eins og hann liggur fyrir hlut- lausari manni, í staðinn er martraðarsýn látin stýra. Heiftartilfinningum er hleypt fram í forgrunninn svo að sagan gliðnar sundur þægar á líður í myndir sem minna á ofskynjanir. Persónur sögunnar eru huglítil ómenni, bjálfalegir sakleysingjar og elliær gamal- menni. Skáld og verkamaður koma á Skaga til að kveikja í sláturhúsi fyrir eigandann og gera það í von um greiðslur fyrir. Skáldið er heigull og fullkomlega ómóralskur mað- ur sem trúir, af bæronsku stórlæti, að hon- um sé allt heimilt í nafni skáldskaparins. Hyggst með j?essu athæfi sínu verða sér úti um fé til að yrkja. Hvort prívatmaðurinn Steinar telur hann í rétti er óljóst. En frá því verður ekki litið eftir lesturinn að höfundur hefur ofhasað efni sínu til að koma tilfinn- ingum sínum á framfæri. Og þá um ómennsku þorpsbúanna, en ekki bara hana heldur tilvistarkjör mannsins almennt. Undir lokin verður söguframvindan út- færsla á táknum. Þeir félagar hafa kveikt í sláturhúsinu eins og til stóð og síðan lent á fylleríi á gamalmennahæli með nokkrum íbúanna. Eftir það flækjast þeir um hrá- slagalega nótt í klettóttu flæðarmálinu nið- ur af þorpinu. Þar verður skáldið fyrir ásóknum Ónu sem vill seiða það til sín í djúpið. Óna er útlend kvenpersóna sem orð- ið hefur innlyksa í þorpinu og fyrirfarið sér eftir hranalega meðferð nokkurra þorps- jaxla. Eftir það hefur hún gengið aftur þama á klöppunum. Hugardjúpið er skáldi vissulega seiður og í það er stefnt með sögunni. Vera kann að heiti konunnar eigi að minna á sjálfsfróun til að undirstrika eymd andans manns á Skaga, a.m.k. er heiti konunnar ögrandi og kemur reyndar einnig fyrir í Kjallaranum. í lokin er Brestur skáld kominn í fangelsi og víxlað er frásöguþáttum milli efnis- greina til að leggja áherslu á einangrun Brests og ófullnægju, ósamræmi óskar og aðstæðna og vonleysi þess að nokkurn tíma rædst úr. Dæmigert fyrir Steinar hefur skáldið að svo komnu ekki séð ástæðu til að koma upp um efnamanninn sem fengið hafði það til glæpsins. í stað jress að púkka upp á söguna með þeim hætti eða öðrum upphefst í lokin enn málæði og nú milli tveggja bernskukunningja, Brests og fangavarðar, sem sín í milli mynda sadó/ masókíst samband og hafa gert frá því í bernsku er þeir voru leikfélagar. Annars- vegar hrottinn, hins vegar listamaðurinn. Ekki fer milli mála að Steinar sjálfur var altekinn af þessari tvíhyggju listarog sjálfs- bjargar, hrottans og andlegrar veru sem leggur ást á kvalara sinn af því tilefni einu að hún kann sér ekki annað ráð til að vera. TMM 1993:2 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.