Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 17
beint og óbeint mið af trúarlegum arfi. Tök- um dæmi af allstórum flokki íslenskra skáldsagna eftir höfunda eins og Ólaf Jó- hann Sigurðsson, Jakobínu Sigurðardóttur og fleiri. Þessar sögur innihalda vafalaust samfélagsádrepu sem algengast mundi að kenna við vinstrimennsku. Slrk einkunn felur þó í sér verulega einföldun hlutanna. Það er vafalaust, að til dæmis í hinum stóra sagnabálki Ólafs Jóhanns um Pál Jónsson blaðamann er skotið á auðhyggju, vald- níðslu, spillingu í stjómmálum og hugar- fari, neyslugræðgi og fleiri sérgóðar ástríður. En þessi ádrepa felur ekki aðeins í sér ádrepu á ískyggilegar afleiðingar borg- aralegrar einstaklingshyggju, eins og höf- undur skilur þær. Hún beinist og gegn borginni sjálfri og hennar tæknigaldri og neyslufreistingum og geymir í sér ótta við að slitna frá því náttúrulega og uppruna- lega. Ádrepan ber ekki fram einhverskonar róttæka uppreisnarhvöt sem svar við heimsósómanum, þaðan af síður andborg- aralega lífsnautnastefnu. Svar Ólafs Jó- hanns (og hann er svo sannarlega ekki einn á báti) er það sem stundum hefur verið kallað „hugmyndafræði ömmunnar“: Flest það sem gott er og á treystandi tengist við einfalt líf, við sakleysi og þolgæði þeirra sem ekki nota sér meðöl heimsins og hafna falsguði eins og Mammon. Við þá sem muna heldur eftir náungakærleikanum og draga ekki undir sig það sem möl og ryð grandar heldur fmna reisn sína í sjálfsaf- neitun og fóm, jafnvel meinlætalífi. f skáld- verkum af þessu tagi er eiginlega fleira að finna úr kristnum arfi en til dæmis marx- isma eða þá borgarafjandskap bóhemíunn- ar. í slíkum skáldsögum er sagt, beint og óbeint: „sælir eru fátækir“ — því þeir lifa í öðrum og betri verðmætum en þeir ríku, á nútímamáli væri til dæmis hægt að segja: sælir eru fátækir því þeir eru frjálsir undan oki hlutanna. Við gætum líka, ef vildi, numið staðar við spánnýja skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Tröllakirkjuna. Sögu af stórsyndara, arki- tektinum sem vill fyrst og síðast hafa not af öðrum manneskjum, reisir í sínu oflæti þann Babelsturn sem sannarlega mun yfir hann hrynja, og leyfir heift og hatri að teyma sig út í það myrkur þar sem háska- legur ófyrirsjáanleiki geðveikinnar tekur við. Við getum sagt sem svo að höfundur lýsi helvíti þess manns sem ekki gengur í ljósi — og það orðalag ætti ofur vel við þessa sérstæðu skáldsögu. Endurlausnari okkar allra Nú er sitt af hvoru upp talið en þó er enn ekki komið að yfirskrift þessa spjalls, að helgun og afhelgun bókmenntanna. Við getum, sem fyrr segir, skoðað dæmi trúar og bókmennta út frá því, hvemig skáldin sjálf glíma við sína trú eða trúarlegan arf eða við tilvistarspumingar sem tengjast trú- arsviði. En við getum líka vent okkar kvæði í kross og spurt um það sjálfsmat bók- menntanna sem vill gera þær að einskonar heilögu starfi, erindi þeirra öðmm æðra, gott ef ekki gera bókmenntir að einskonar staðgengli trúar og kirkju. Dr. Gunnar Kristjánsson hefur skrifað fróðlega könnun á Jesúgervingnum Ólafi Kárasyni Ljósvikingi í Heimsljósi Halldórs Laxness.5 Ólafur er harmkvælamaður, krossberi, tákn og ímynd hins lítillækkaða og útskúfaða en um leið er líf hans í inn- virðulegum tengslum við kraftbirtingar- hljóm guðdómsins, hann finnur til hinnar TMM 1993:2 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.