Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 16
höfuðfant nýlendutímans, kaupmanninn harðdræga og spillta. Þarna finnum við einskonar heimild um stöðu kirkju og trú- arhugmynda í okkar samfélagi á tilteknum tíma: þá fer hugmyndabaráttan enn fram á safnaðarfundum — skömmu síðar flyst hún yfir í verkalýðsfélög og pólitíska flokka. Trúin og trúarleg minni Sendu mér tákn guð. En erekki gola (puntstrái allt sem ég þarf? Ólafur Gunnarsson Við gætum líka leitað dæma þess, að skáld- ið sé í verkum sínum beinlínis að glíma við eigin trú og efasemdir, eða þá við trúar- vanda hvers tíma. Hann getur komið þeim sálarháska fyrir í persónum skáldsagna sinna — eins og Gunnar Gunnarsson gerir til dæmis í lýsingu sinni á glímu íslensks Jobs eða harmkvælamanns, séra Sturlu, í skáldsögunni Ströndin.2 Eða hann gerir það sem nú er fremur sjaldgæft: að yrkja um guð eða til guðs eins og Matthías Johannessen gerði í ljóðaflokkinum „Sálmar á atómöld“. En þar tekst skáldinu best upp þegar það færist fjær hefðbundnu málfari og mynd- máli trúarljóðs og leitar hins guðdómlega í hinu smáa, nálæga, hvunndagslega: guð er sá dómari sem ekki verður hrópaður út af leikvelli, hann er sá einn sem ekki þarf að sýna sig í sjónvarpi, hann er sá sem við förum með líkt og ungböm pelann sinn/ Mun stærra viðfangsefni gætum við fundið með því að skoða notkun trúarlegra minna og til vísana í helga texta í skáldskap. Nefnum til dæmis skáldskap Snorra Hjart- arsonar: þar finnum við fljótt kvæði þar sem þema eins og þjáning og von klæðist bún- ingi krossfestingarog upprisu.4 Slík notkun bíblíulegra minna getur ýmist verið einkar hefðbundin eða þá mjög persónuleg eins og í kvæði Snorra „í garðinum“, þar sem Biblíusagan um ótíðindi í Getsemane — Júdas svíkur sinn meistara og lærisveinam- ir tryggu sofa—tengist við áhyggju skálds- ins af sjálfstæðismálum smárrar þjóðar. Ég fer ekki lengra út í þá sálma: en náin athug- un á einmitt hinni margvíslegu notkun trú- arlegra minna mundi þá sýna okkur það sem við ættum að vita fyrir: Að menning okkar er gagnsýrð af kristnum minningum, til þess arfs erum við fæddir og við hann hafa flestar kynslóðir til þessa vanist að tengja sín mestu alvörumál — hvort sem menn em sér þess meðvitaðir eða ekki. Enn getur sviðið stækkað og rannsóknin teygst út í óendanleikann: en það er þegar við lítum svo á, að hvenær sem höfundar glíma við mannlega tilvist, hinstu rök, líf og dauða, von, tilgang og tilgangsleysi, þá séu þeir staddir á vettvangi trúarinnar. Hér er það að varast, að þegar við setjum dæmið upp með þessum hætti þá erum við búin að láta bókmenntirnar (amk. „alvörubók- menntir“) og trúarbrögðin fallast í faðma og verða eitt. Allt sem rithöfundur tekst á við í alvöru verður að trúarlegri orðræðu með þessum hætti, rétt eins og allt varð að stétta- baráttu hjá sumum marxískum bók- menntarýnum eða að kynjastríði hjá ýmsum femínistum. Og rætist það hér sem fyrr, að hverjum þykir það mestu varða sem hann sjálfur telur miðlægt í rannsókn og skilningi, og vill helst allt undir þann hatt draga. Engu að síður getum við alls ekki vísað því frá okkur, að spurningar sem bomar eru upp í skáldskap um hinstu rök og um gildi sem ekki forganga í ótrausmm heimi, þau eru með nokkrum hætti trúarleg og taka • V 14 TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.