Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 16
höfuðfant nýlendutímans, kaupmanninn
harðdræga og spillta. Þarna finnum við
einskonar heimild um stöðu kirkju og trú-
arhugmynda í okkar samfélagi á tilteknum
tíma: þá fer hugmyndabaráttan enn fram á
safnaðarfundum — skömmu síðar flyst hún
yfir í verkalýðsfélög og pólitíska flokka.
Trúin og trúarleg minni
Sendu mér tákn guð. En erekki gola
(puntstrái allt sem ég þarf?
Ólafur Gunnarsson
Við gætum líka leitað dæma þess, að skáld-
ið sé í verkum sínum beinlínis að glíma við
eigin trú og efasemdir, eða þá við trúar-
vanda hvers tíma. Hann getur komið þeim
sálarháska fyrir í persónum skáldsagna
sinna — eins og Gunnar Gunnarsson gerir
til dæmis í lýsingu sinni á glímu íslensks
Jobs eða harmkvælamanns, séra Sturlu, í
skáldsögunni Ströndin.2 Eða hann gerir það
sem nú er fremur sjaldgæft: að yrkja um guð
eða til guðs eins og Matthías Johannessen
gerði í ljóðaflokkinum „Sálmar á atómöld“.
En þar tekst skáldinu best upp þegar það
færist fjær hefðbundnu málfari og mynd-
máli trúarljóðs og leitar hins guðdómlega í
hinu smáa, nálæga, hvunndagslega: guð er
sá dómari sem ekki verður hrópaður út af
leikvelli, hann er sá einn sem ekki þarf að
sýna sig í sjónvarpi, hann er sá sem við
förum með líkt og ungböm pelann sinn/
Mun stærra viðfangsefni gætum við
fundið með því að skoða notkun trúarlegra
minna og til vísana í helga texta í skáldskap.
Nefnum til dæmis skáldskap Snorra Hjart-
arsonar: þar finnum við fljótt kvæði þar sem
þema eins og þjáning og von klæðist bún-
ingi krossfestingarog upprisu.4 Slík notkun
bíblíulegra minna getur ýmist verið einkar
hefðbundin eða þá mjög persónuleg eins og
í kvæði Snorra „í garðinum“, þar sem
Biblíusagan um ótíðindi í Getsemane —
Júdas svíkur sinn meistara og lærisveinam-
ir tryggu sofa—tengist við áhyggju skálds-
ins af sjálfstæðismálum smárrar þjóðar. Ég
fer ekki lengra út í þá sálma: en náin athug-
un á einmitt hinni margvíslegu notkun trú-
arlegra minna mundi þá sýna okkur það
sem við ættum að vita fyrir: Að menning
okkar er gagnsýrð af kristnum minningum,
til þess arfs erum við fæddir og við hann
hafa flestar kynslóðir til þessa vanist að
tengja sín mestu alvörumál — hvort sem
menn em sér þess meðvitaðir eða ekki.
Enn getur sviðið stækkað og rannsóknin
teygst út í óendanleikann: en það er þegar
við lítum svo á, að hvenær sem höfundar
glíma við mannlega tilvist, hinstu rök, líf og
dauða, von, tilgang og tilgangsleysi, þá séu
þeir staddir á vettvangi trúarinnar. Hér er
það að varast, að þegar við setjum dæmið
upp með þessum hætti þá erum við búin að
láta bókmenntirnar (amk. „alvörubók-
menntir“) og trúarbrögðin fallast í faðma og
verða eitt. Allt sem rithöfundur tekst á við í
alvöru verður að trúarlegri orðræðu með
þessum hætti, rétt eins og allt varð að stétta-
baráttu hjá sumum marxískum bók-
menntarýnum eða að kynjastríði hjá
ýmsum femínistum. Og rætist það hér sem
fyrr, að hverjum þykir það mestu varða sem
hann sjálfur telur miðlægt í rannsókn og
skilningi, og vill helst allt undir þann hatt
draga.
Engu að síður getum við alls ekki vísað
því frá okkur, að spurningar sem bomar eru
upp í skáldskap um hinstu rök og um gildi
sem ekki forganga í ótrausmm heimi, þau
eru með nokkrum hætti trúarleg og taka
• V
14
TMM 1993:2