Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Blaðsíða 12
lega engin. Þessi líking er ef til vill langsótt í heild sinni, en í ljósi þeirra endaloka sov- étbyltingarinnar sem við höfum öll orðið vitni að á undangengnum misserum verður hún að fyrirgefast tradisjónalista sem sér renessans hefðbundins brags í hillingum. En hvað sem þessu líður þá held ég það sé reyndar ljóst að of mikið sé úr því gert hve formbylting atómskáldanna hafi verið algjör í byrjun bragfræðilega séð. Á þetta bendir meðal annarra Sigfús Daðason í sinni ágætu ritgerð „Til vamar skáldskapn- um“ sem birtist í 3. hefti Tímarits Máls og menningar árið 1952. Þar gefur hann svohljóðandi stöðulýsingu: „Ekkertaf ung- um skáldum hefur hafnað stuðlum að öllu leyú, nema Anonymus, hins vegar er allal- gengt að þau rími ekki.“ Síðan segir svo um Anonymus í neðanmálsgrein: „Eg verð að kalla Anonymus ungt skáld, því hann er ungt afl í bókmenntunum hvort sem hann er tvítugur eða tíræður í holdinu.“ Síðar átti eftir að koma í ljós að Anonymus var reynd- ar enginn annar en Jóhannes úr Kötlum, á sextugsaldri í holdinu þegar ritgerð Sigfús- ar birtist, maður sem svo sannarlega varð ekki sakaður um að forðast stuðla og rím vegna þess að hann kynni ekki með slíkt að fara. Að mati Sigfúsar Daðasonar 1952 er Jóhannes sem sagt sá sem gengur allra skálda lengst í því að fleygja erfðagóssi í öskutunnuna. Þetta er í byrjun sjötta áratugarins og á þeim sama áratug koma svo einnig fram með sínar fyrstu bækur þau tvö skáld sem margir munu telja höfuðskáld vorra tíma, Hannes Pétursson og Þorsteinn ffá Hamri, miklir íþróttamenn á hefðbundinn brag báðir tveir þegar þeir vilja það við hafa. Stuðlasetningar gætir í nær öllum ljóðum þeirra beggja þrátt fyrir frjálslegt form og að minnsta kosti Þorsteinn hefur á seinni árum gripið æ oftar til ríms á ný. En þó ég sé nú að benda á þetta, að formbyltingin hafi í öndverðu ekki verið eins róttæk og afgerandi hvað bragfræðina varðar og menn ímynda sér, þá er hitt engu að síður staðreynd að efúr því sem árin hafa liðið þá hefur skorist æ meir á þá þræði sem í upphafi lágu milli strangra og frjálsra bragforma hvað sem öllum byltingum leið. Og ég held að þessa sambandsleysis sé nokkuð víða farið að sjá stað. Maður rekst mjög oft á stök ljóð og eins heilar bækur eftir ung skáld sem bersýnilega er heilmikið niðri fyrir og fá iðulega hugmyndir sem gætu verið góðar ef ekki kæmi til fullkomið kunnáttuleysi í því að koma þeim á fram- færi í ljóði, fullkomið úlfinningaleysi fyrir brag. Mörg þessara skálda eru haldin þeim misskilningi að hvað sem er sé hægt að segja hvemig sem er, í því felist hið marglofaða frelsi. Þegar allt kemur til alls hafa þessi skáld kannski náð hinu full- komna formleysi. Ég held það gæú verið gott í þessu samhengi að minnast orða Eliots: „Enginn bragur er frjáls hjá því skáldi sem standa vill vel að verki.“ Ég er oft að velta því fyrir mér hvað það nákvæmlega sé sem gerir þessi ljóð svona vond, hvað það er sem vantar. Stundum er það ósköp einfaldlega allt, en í mörgum tilfellum er fjölmargt til staðar en vantar bara þetta eitthvað, sem stundum er kallað neisú. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sem oftast skilur milli feigs og ófeigs í frjálskveðnum nútímaljóðum þeirra skálda sem þrátt fyrir allt virðast eiga eitthvert erindi á þrykk sé það hvort viðkomandi skáld hefur tilfmningu fyrir hrynjandi eða ekki. Ég er sem sé að halda því fram að undirstaðan að allri ljóðlist sé hrynjandi og 10 TMM 1993:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.