Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 8
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Upplýsingar & skráning í síma
564 4030 og á tfk.is
TENNISÆFINGAR
FYRIR 13-18 ÁRA
byrjendur í sumar
virka daga kl. 16.30-18
Tennisfélag Kópavogs
FERÐAÞJÓNUSTA
Örtröð skemmtiferðaskipa
Fjölgun skemmtiferðaskipa er til
vandræða á Siglufirði. „Á árinu 2015
eru tveir dagar þar sem tvö skemmti-
ferðaskip verða á staðnum á sama tíma.
Við þær aðstæður verður ekki pláss fyrir
öll skip á Bæjarbryggju og því þarf að
leggja togurum og/eða skemmtiferða-
skipum annaðhvort að Ingvarsbryggju
eða Óskarsbryggju,“ segir í fundargerð
hafnarstjórnar sem fól yfirhafnarverði
„að finna lausn á vandamálinu“.
FJÁRMÁL Hagfræðideild Lands-
bankans spáir því að stýrivext-
ir verði hækkaðir um 0,5 pró-
sentustig við vaxtaákvörðun í
júní. Hagfræðideildin telur nær
óhugsandi annað en að Seðla-
bankinn hækki stýrivexti í ljósi
síðustu yfirlýsingar peninga-
stefnunefndar Seðlabankans.
Hagfræðideildin býst við tals-
verðri hækkun verðbólgu sem
verði um 2 prósent á þessu ári
og hækki svo í 5,5 prósent árið
2016 og 6 prósent árið 2017.
Þá spáir Landsbankinn því að
að Seðlabankinn muni bregðast
við með því að hækka stýrivexti
um tvö prósentustig á þessu ári
og tvö prósentustig til viðbót-
ar árið 2016. Á árinu 2017 fari
stýrivextir svo lækkandi á ný.
- ih
Verðbólga 5,5 prósent 2016:
Telja vextina
munu hækka
FJARÐABYGGÐ
Kvennafundur frestast
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur
ákveðið að flytja til dagsetningu
bæjarstjórnarfundar sem einungis
kvenbæjarfulltrúar og kvenvarabæjar-
fulltrúar eiga að sitja í tilefni af 100 ára
kosningaafmæli kvenna. Fundurinn átti
að vera á morgun. „Vegna óviðráðan-
legra orsaka skal hann haldinn að loknu
sumarleyfi bæjarstjórnar og stefnt skal
að fyrsta reglubundnum fundi bæjar-
stjórnar þar eftir.“
ORKUMÁL Landsnet hefur undir-
ritað samkomulag við Rafeyri um
uppsetningu á háspennubúnaði í
nýju tengivirki Landsnets í Helgu-
vík. Samningurinn hljóðar upp á
129 milljónir króna og er miðað við
að framkvæmdum verði að fullu
lokið í janúar 2016.
Nýja tengivirkið, sem fengið
hefur nafnið Stakkur, er við hlið
kísilvers United Silicon (USi)
við Stakksbraut og hannað með
hugsan lega stækkun í huga.
Auk byggingar tengivirkisins
Stakks felur verkefnið í sér upp-
setningu á nýjum rofa í tengi-
virkinu á Fitjum og níu kílómetra
langan jarðstreng milli Fitja og
Helguvíkur.
Samið var við þýska fyrirtækið
Nexans um jarðstrengskaupin og
verður hann lagður sumarið 2015.
Nú er unnið að hönnun og undir-
búningi strenglagningarinnar í
nánu samráði við þýska fyrirtækið
og mun það jafnframt sjá um allar
tengingar.
- shá
Unnið að undirbúningi lagningar jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur:
Samið um tengivirki í Helguvík
STAKKUR Nýja tengivirkið, sem fengið
hefur nafnið Stakkur, er hannað með
hugsanlega stækkun í huga.
MYND/LANDSNET
STJÓRNMÁL Flugvallafrumvarp þing-
manna Framsóknarflokksins verð-
ur ekki að lögum í þeirri mynd sem
það var afgreitt í úr umhverfis- og
skipulagsnefnd á mánudag. Málið er
vanreifað, virðist skoðun margra úr
þingflokki sjálfstæðismanna.
Samkvæmt frumvarpinu, sem
var afgreitt úr nefndinni mikið
breytt með stuttum fyrirvara, á
skipulagsvald á öllum alþjóðaflug-
völlum landsins að færast frá sveit-
arfélögum til ríkisins. Frumvarpið
tók aðeins til Reykjavíkurflugvallar
þegar það var lagt fram upphaflega.
Minnihluti nefndarinnar brást
ókvæða við afgreiðslu málsins úr
nefndinni á mánudag, og fyrripart
dags logaði Alþingi í deilum þar sem
þingmenn allra stjórnarandstöðu-
flokkanna lýstu málinu sem stríðs-
yfirlýsingu og reginhneyksli.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, segir að hugmyndirnar sem
birtast í frumvarpinu þurfi miklu
meiri umræðu en farið hefur fram.
„Þar til að hún hefur farið fram við
þau sveitarfélög sem hlut eiga að
máli og almennt, þá er ekki hægt að
halda áfram með málið. Mér finnst
sú leið sem Svíar hafa valið, að taka
alþjóðaflugvelli sína í sérstakt skipu-
lagsferli, áhugaverð. En það þarf að
ræða svo stórar breytingar löngu
áður en þær eru settar fram í frum-
varpi með þessum hætti,“ segir
Ragnheiður og tekur fram að hún sé
mikill stuðningsmaður þess að flug-
völlurinn verði áfram í Vatnsmýr-
inni, og þess að staðinn sé vörður um
sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
sagði í viðtali við fréttastofu RÚV
í gær að afgreiðsla nefndarinnar
endurspeglaði að engin sátt væri
um hvernig framtíðarmál Reykja-
víkurflugvallar ættu að vera „en ég
tel mjög varhugavert að stíga skref
eins og Höskuldur [Þórhallsson,
formaður nefndarinnar] er að gera
þarna og ég get ekki séð fyrir mér
að þetta sé nein niðurstaða sem sátt
verði um.“
Innan úr þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins heyrði Fréttablaðið einn-
ig í gær þá einarðlegu skoðun fleiri
þingmanna flokksins að málið
myndi aldrei ná í gegn, þrátt fyrir
að fjórir þeirra hafi komið beint og
óbeint að afgreiðslu nefndarinnar.
svavar@frettabladid.is
Frumvarpið
andvana fætt
Innanríkisráðherra og formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins segja flugvallafrumvarp Framsóknar
vanreifað. Svipað gildir um viðhorf stjórnarandstöðu.
Þeir sem stóðu að nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar:
Þingmaður Reykjavíkur var fjarverandi
EGYPTALAND Dómstóll í Egypta-
landi frestaði í gær uppkvaðn-
ingu lokadóms í máli Mohamm eds
Morsi og félaga. Þeir voru dæmd-
ir til dauða eftir stutt réttarhöld í
síðasta mánuði fyrir meinta aðild
að óeirðum sem kostuðu fjölda
fólks lífið árið 2011.
Morsi var kosinn forseti
Egyptalands 2012 en steypt af
stóli 2013 fyrir tilstilli hersins.
Dauðadómarnir voru harðlega
gagnrýndir af mannréttindasam-
tökum og þjóðarleiðtogum. - gb
Réttarhöldum frestað:
Morsi bíður
enn lokadóms
En það þarf að ræða
svo stórar breytingar löngu
áður en maður setur þær
fram í frumvarpi með
þessum hætti.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
FUNDAÐ Málið var afgreitt 12 mínútum eftir að breytingar á því voru kunnar
minnihlutanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Höskuldur Þórhallsson
Framsóknarflokki, NA-kjördæmi,
formaður og flutningsmaður.
Haraldur Einarsson
Framsóknarflokki, Suðurkjördæmi.
Vilhjálmur Árnason
Sjálfstæðisflokki, Suðurkjördæmi.
Haraldur Benediktsson
Sjálfstæðisflokki, NV-kjördæmi. Á
ekki sæti í nefndinni.
Ásmundur Friðriksson
Sjálfstæðisflokki, Suðurkjördæmi.
Varamaður í nefndinni.
Elín Hirst
Sjálfstæðisflokki, Suðvesturkjör-
dæmi, var fjarverandi við afgreiðslu
málsins en óskaði eftir að rita undir
álitið. [í stað Haraldar Benediktssonar]
Birgir Ármannsson
Sjálfstæðisflokki, Reykjavíkurkjör-
dæmi norður, var fjarverandi við
afgreiðslu málsins.
SVONA ERUM VIÐ
250 hvítabjarnakomur eru skráðar í íslenskar
heimildir, með um 500 dýrum.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
F
-F
B
3
C
1
6
2
F
-F
A
0
0
1
6
2
F
-F
8
C
4
1
6
2
F
-F
7
8
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K