Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 20

Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 20
 | 4 3. júní 2015 | miðvikudagur Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verð- bólgu og skiptum skoðunum á hve- nær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síð- ustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní. Verðbólguálag á skuldabréfa- markaði, þ.e. mismunur á ávöxt- unarkröfu á verðtryggð og óverð- tryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fi mm árin jókst um tæplega hálft prósentu- stig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö pró- sentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um au k n a verð - bólgu og stýri- vaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefi ð út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skap- ast í hagkerfi nu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýri- vexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óveru- legar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningar- deild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnar- innar sem tilkynnt var um á föstu- daginn gætu aukið þenslu í hagkerf- inu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjór- tán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á mark- aðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns. Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári. Hrafn Steinarsson sérfræðingur í Greiningardeild Arion banka Velta með skuldabréf jókst um 83 prósent Velta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára auk þess að verðbólguálag hækkaði talsvert. Aðgerðir ríkisstjórn- arinnar gætu valdið ríkissjóði fjórtán milljarða tekjutapi á ári. janúar febrúar mars apríl maí júní Fimm ára verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði 5% 4% 3% 2% álag 2015 Heimild: GAMMA VALDIMAR ÁRMANN Hagnaður Bílaþvottastöðvarinn- ar Lindarinnar í Kópavogi nam 12 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýbirt- um samandregnum ársreikn- ingi. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliðið nam 15,9 milljón- um króna. Hagnaðurinn er mun meiri en hann var árið áður en þá nam hann einungis 1 milljón króna. Bílaþvottastöðin Lindin er staðsett í Bæjarlind. Þar er rekin svampþvottastöð, bónstöð, hrað- þrif og fólk getur þvegið bílinn sinn sjálft. Sjötíu prósenta hlut- ur í Bílaþvottastöðinni Lindinni er í eigu Þórðar Más Jóhannes- sonar, 15 prósent í eigu Róberts Más Reynissonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, og 15 pró- sent í eigu Bergþóru Sigurðar- dóttur. Þórður Már keypti hlut sinn í fyrirtækinu í byrjun árs 2013. Hann sagðist í samtali við vb.is stuttu eftir kaupin fyrst og fremst hafa verið að aðstoða félaga sinn, Róbert Reynisson, sem hafði unnið hjá fyrirtækinu í þrettán ár. Róbert var rekstrar- stjóri bílaþvottastöðvarinnar Löðurs en ákvað þegar tækifæri gafst að kaupa stöðina og fékk Þórð Má með sér lið. - jhh Rekstur Bílaþvottastöðvarinnar Lindarinnar í Bæjarlind í Kópavogi batnaði mikið á árinu 2014: Þvottastöð græddi 12 milljónir Í KÓPAVOGI Bílaþvottastöðin er að stærstum hluta til í eigu Þórðar Más Jóhannesonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 0 -5 D F C 1 6 3 0 -5 C C 0 1 6 3 0 -5 B 8 4 1 6 3 0 -5 A 4 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.