Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 4
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Erla, er allt þegar þrennt er?
„Já við skulum svo sannarlega vona
það.“
Erla Hlynsdóttir blaðamaður lagði ríkið þriðja
sinni fyrir mannréttindadómstól Evrópu
vegna skrifa sinna sem blaðamaður.
STJÓRNMÁL Frumvarp Bjarna
Benediktssonar fjármálaráð-
herra um losun fjármagns-
hafta var ekki kynnt á fundi
ríkisstjórnar í gær. Bjarni hefur
boðað að frumvarpið verði lagt
fyrir á vorþingi. Reyna á að taka
málið fyrir á ríkisstjórnarfundi á
föstudag.
Heimildir Fréttablaðsins
herma að fyrirhugað hafi verið að
fjalla um frumvarpið í ríkisstjórn
á föstudaginn var, en því hafi
verið frestað vegna kynningar á
tillögum ríkisstjórnarinnar um
ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir
kjarasamningum. - kóp
Enn töf á haftafrumvarpi:
Fór ekki fyrir
ríkisstjórn í gær
KÍNA Björgunarmenn reyndu í gær ákaft að bjarga fólki úr skemmti-
ferðaskipinu sem fórst í Yangtse-fljóti í Kína á mánudag. Hundraða
manna var enn saknað.
Alls voru 456 manns um borð. Tekist hafði að bjarga 15 þeirra en
vitað var að fimm voru látnir. Óttast var að flestir hinna hefðu einnig
látist þegar skipinu hvolfdi.
Meðal þeirra, sem björguðust, voru bæði skipstjóri og vélstjóri
skipsins. Þeir voru báðir í haldi lögreglu í gær. Skipstjórinn sagði
skipið hafa lent í fellibyl og sokkið á fáeinum mínútum. - gb
Kínverskir björgunarmenn í kapphlaupi við tímann:
Hundraða manna enn saknað
BJARGAÐ ÚR SKIPINU Björgunarmönnum hafði í gær tekist að bjarga nokkrum úr
skipinu, þar á meðal konu sem þarna er bjargað upp á kjöl skipsins. NORDICPHOTOS/AFP
SAKAMÁL Reyfarakennd atburða-
rás átti sér stað í hádeginu á
föstudag þegar sérsveit ríkis-
lögreglustjóra sat fyrir systrun-
um Hlín Einarsdóttur og Malín
Brand sunnan Vallahverfis í
Hafnarfirði.
Var það gert í kjölfar þess að
bréf merkt Önnu Sigurlaugu
Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar forsæt-
isráðherra, barst á heimili þeirra
hjóna í Ystaseli. Bréfið var sent
með pósti og fjölskyldan varð
þess vör síðdegis á fimmtudag og
í kjölfarið var hringt í lögreglu.
Í bréfinu var hótun um að upp-
lýst yrði um fjárhagstengsl Sig-
mundar Davíðs og Björns Inga
Hrafnssonar, eiganda Vefpress-
unnar ehf. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins var bréfið að
hluta handskrifað og að hluta til
samsett úr stafaúr klippum.
Systurnar játuðu að eiga aðild
að málinu en Malín sagði í sam-
tali við Vísi í gær að hún hefði
ekki sent bréfið heldur farið með
systur sinni, þar sem hún taldi
ekki líklegt að nokkur myndi
taka þetta alvarlega. „Kjarni
málsins er að þarna blandast ég
inn í atburðarás sem ég hvorki
skipulagði né tengdist á nokkurn
hátt nema fjölskylduböndum,“
sagði Malín.
Bréfinu fylgdu leiðbeiningar
um hvernig koma ætti pening-
unum til skila en þar var fyrir-
skipað að þeim yrði komið fyrir
við Krísuvíkurveg sunnan Valla-
hverfis. Sérsveit ríkislögreglu-
stjóra handtók systurnar þegar
þær voru að nálgast fjármunina.
Systurnar voru færðar til yfir-
heyrslu hjá lögreglu þar sem þær
játuðu aðild að málinu en yfir-
heyrslan stóð í sólarhring.
Húsleitir voru gerðar í fram-
haldinu á heimili þeirra beggja,
annars vegar á heimili Malínar
á Selfossi og hins vegar á heim-
ili Hlínar við Kristnibraut
í Grafarholti þar sem
sönnunargagna var
leitað. Símar og tölv-
ur í þeirra eigu voru
gerð upptæk. Þeim
var sleppt að lokinni
yfirheyrslu og málið
telst að mestu upplýst.
Ríkissaksóknari tekur
ákvörðun um næstu
skref.
Ekki er vitað
hvort upplýs-
ingar sem talað
er um í bréfinu
eru til en Hlín
var sambýlis-
kona Björns
I n g a f r á
árinu 2011 til
ársins 2014.
Hú n va r
ritstjóri
Bleikt.is, vefsíðu í eigu Björns
Inga. Malín hefur starfað sem
blaðamaður á Morgunblaðinu en
er komin í leyfi frá störfum til 1.
ágúst næstkomandi.
Í yfirlýsingu frá forsætisráð-
herra kemur fram að upplýsingar
í bréfinu byggðust á getgátum og
sögusögnum. Hann segist hvorki
hafa fjárhagsleg tengsl við Björn
Inga Hrafnsson né hafa komið að
kaupum á DV. Björn Ingi Hrafnsson neitaði
því í samtali við blaðamann að
Sigmundur eða félag í hans eigu
ætti hlut í DV eða að hann hefði
lánað fyrir kaupum á DV.
„Forsætisráðherra fjármagnaði
ekki kaup Pressunnar á DV. Hann
á ekki hlut í blaðinu. Að öðru leyti
óska ég eftir því að tekið sé til-
lit til þess að hér er mannlegur
harmleikur á ferðinni og að
aðgát skuli höfð í nær-
veru sálar,“ skrifaði
Björn Ingi í stöðuupp-
færslu á Facebook.
Verði systurnar
fundnar sekar um
fjárkúgun gætu þær
átt yfir höfði sér sex
ára fangelsi en fjár-
kúgun er brot á 251.
grein almennra hegn-
ingarlaga.
stefanrafn@frettabladid.is
viktoria@frettabladid.is
Kveðst hafa dregist
inn í fjárkúgunina
Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar á föstudag fyrir að reyna að
kúga fé af forsætisráðherra. Húsleit var gerð á heimili þeirra beggja en Malín
segist hafa dregist inn í atburðarás sem Hlín systir hennar hafi hrundið af stað.
MALÍN
BRAND
HLÍN
EINARSDÓTTIR
VALLAHVERFI Lögreglan kom systrun-
um á óvart við sunnanvert Vallahverfi.
FRÉTTABLAÐIÐ/MAPS.IS
Á AFVIKNUM STAÐ Forsætisráðherra var skipað að skilja peningana eftir við Krísu-
víkurveg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HÚSLEIT Lögregla leitaði að sönnunar-
gögnum á heimili Hlínar í Grafarholti.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SLYS Konu sem slasaðist alvarlega
í bílslysi við Hellissand í síðustu
viku var í gær enn haldið sofandi
á gjörgæsludeild Landspítalans.
Hún er enn sögð mjög þungt hald-
in og samkvæmt upplýsingum frá
spítalanum gæti henni verið hald-
ið sofandi í einhvern tíma enn.
Konan er önnur tveggja erlendra
ferðamanna sem fluttir voru á
Landspítalann alvarlega slasaðir
eftir bílveltu á þjóðveginum við
Hellissand síðasta fimmtudag.
Hinn ferðamaðurinn, kínversk-
ur karlmaður á fertugsaldri, var
úrskurðaður látinn daginn eftir.
- bá
Bílveltan við Hellissand:
Konunni enn
haldið sofandi
STJÓRNMÁL Ragnheiður Rík-
harðsdóttir, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, lagði til á
Alþingi í gær að einungis konur
yrðu í framboði í næstu alþingis-
kosningum.
Sagði Ragnheiður að lítið sem
ekkert hefði breyst í störfum
þingsins á þeim átta árum sem
hún hefði þar setið og því varp-
aði hún fram þessari róttæku
hugmynd.
Lagði Ragnheiður til að þetta
„kvennaþing“ yrði einungis til
tveggja ára, frá 2017 til 2019. Með
því væri hægt að sannreyna hvort
vinnubrögð kvenna væru önnur
eða betri en vinnubrögð karla.
„Að loknu því þingi gæti þjóðin
sjálf velt því fyrir sér hvort það
væri jafnvel bara skynsamlegra
að hafa kvennaþing,“ sagði Ragn-
heiður. - bá
Formaður þingflokks sjálfstæðismanna vill hreint kvennaþing í tvö ár:
Sannreyni vinnubrögð kvenna
RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR
Segir lítið breytt í störfum Alþingis á
átta árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ásvalla
braut
Álfhell
a
Hraun
hella
K
rísuvíkurvegur
SUÐUR-KÓREA MERS-veiran hefur
dregið tvo til dauða í Suður-Kóreu.
Að minnsta kosti 25 hafa smitast af
veirunni þar í landi undanfarið.
Þetta er fyrsta dauðsfallið af
völdum veirunnar í þessum heims-
hluta frá því hún einn dó í Malasíu
í apríl á síðasta ári.
Veiran kom fyrst fram á Arabíu-
skaganum árið 2012. Hún er skyld
SARS-veirunni svonefndu, sem
gerði fyrst vart við sig árið 2002.
Báðar veirurnar valda alvar-
legri öndunarfærabilun. - gb
MERS-veiran gerir usla:
Tveir látnir í
Suður-Kóreu
SPURNING DAGSINS
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
F
-6
7
1
C
1
6
2
F
-6
5
E
0
1
6
2
F
-6
4
A
4
1
6
2
F
-6
3
6
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K