Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 46

Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 46
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Lófafylli af Spirulina frá Life Stream og soðið egg, kryddað með svörtum pipar og Himalaya-salti. Um helgar hendi ég í mömmuklatta fyrir strákana mína, það er svona spari.“ Védís Hervör Árnadóttir MORGUNMATURINN Í næstu viku er væntanlegur hing- að til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Frétta- blaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönn- um sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“ Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptöku- stjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræt- urnar. Tónlistin verður meira lif- andi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistar- mönnum í bransanum. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbein- anda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“ adda@frettabladid.is Tom Jones fagnar afmælinu á Íslandi Einn ástsælasti söngvari heims, Tom Jones, er á leiðinni til landsins. Hann segist ekki fá leið á gömlu lögunum sínum en er hrifi nn af Ed Sheeran og James Bay. SVAKA SJARMÖR Söngvarinn Tom Jones er rosalega spenntur að koma til landsins en hann kom hingað til lands síðast árið 1990. NORDICPHOTOS/GETTY 365.is | Sími 1817 Viðskiptavinir okkar færast á milli þrepa vissir um að vera í réttri leið. Þú færð 20 GB ljóshraðanet, 100 mín. í heimasíma og 60 mín. og 60 SMS í GSM á 0 kr. ef þú kaupir valdar sjónvarpsáskriftir hjá 365. SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! 365 GSM sérsníður þjónustuna að notkun hvers og eins. Í upphafi mánaðar byrja allir viðskiptavinir í 0 mínútum og 0 SMS-um. Það fer síðan eftir notkun í hvaða þrepi hann endar þann mánuðinn. Viðskiptavinir okkar færast á milli þrepa, ávallt vissir um að vera í réttri leið. 0 kr. 2.990 kr. 4.990 kr. 60–365 mín. og SMS Endalaust 60 mínútur og 60 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 365 mínútur og 365 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. Endalausar mínútur og SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 0–60mín. og SMS GAGNAMAGNSPAKKAR FYRIR NETIÐ Í SÍMANUM 500MB 790 kr. 1GB 5GB 1.190 kr. 1.990 kr. 15GB 3.990 kr. Inngöngutilboð með tilboðspökkum 1. 500 kr. -2.490 kr. 365.is Sími 1817 ➜ Hér er Tom Jones að taka lagið með Önnu Mjöll Ólafs- dóttur en þau eru félagar úr tónlistarbransanum. YouTube og íslensku höfunda réttar- samtökin STEF hafa gert með sér samning sem felur í sér að með- limir STEFs svo og erlendra syst- ursamtaka munu geta fengið greitt fyrir notkun tónlistar sinnar á You- Tube á Íslandi. „Þessi nýja tekjuleið eykur möguleika á fjárhagslegum ávinningi rétthafa á notkun verka þeirra á YouTube á Íslandi. Það að ná samningi við YouTube mark- ar þáttaskil í að skapa ný tækifæri fyrir okkar rétthafa,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri STEFs. Munu meðlimir STEFs og tengdir aðilar geta fengið greitt þegar tón- list þeirra aflar tekna með spilun eða birtingu auglýsinga á YouTube. STEF fær tiltekið hlutfall af tekjum YouTube á Íslandi sem fer í greiðslur til listamannanna. „Við erum einstaklega ánægð með að hafa náð samningi við STEF og höfunda innan samtakanna. Þetta mun hlúa að nýsköpun íslensks efnis og um leið gera tónlistarflytjend- um, tónskáldum og textahöfundum kleift að fá greitt fyrir myndbönd á YouTube,“ segir Gudrun Schweppe, framkvæmdastjóri leyfismála hjá YouTube EMEA. „Þetta er líka sigur fyrir YouTube-samfélagið, en mikil- vægur hluti upplifunar þeirra á net- inu er að hlusta á tónlist og uppgötva nýja tónlistarmenn á YouTube.“ Samningurinn mun hafa áhrif en Guðrún segir að væntingum félags- manna ætti að stilla í hóf. „Á Norð- urlöndunum hafa svona samningar verið gerðir en þá hafa þetta verið frekar lágar greiðslur. Höfundar fá þó greitt fyrir sín verk í gegnum STEF og ef þeir setja inn myndbönd- in sín þá eiga þeir réttinn á þeim - glp YouTube og STEF gera samning Möguleiki á fj árhagslegum ávinningi rétthafa eykst. Skapar ný tækifæri. NÝ TÆKIFÆRI Guðrún Björk Bjarna- dóttir framkvæmdastjóri Stefs fagnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 F -3 5 B C 1 6 2 F -3 4 8 0 1 6 2 F -3 3 4 4 1 6 2 F -3 2 0 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.