Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 18

Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 18
 | 2 3. júní 2015 | miðvikudagur MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Fasteignaskrá – Fasteignamarkað- urinn eftir landshlutum FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ Hagstofan – Vöruskipti við útlönd í maí 2015 Hagar – Aðalfundur félagsins FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ Hagstofan – Landsframleiðslan á 1. fjórðungi 2015 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ Fasteignaskrá – Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðahúsnæði Hagstofan – Fjármál hins opinbera á 1. fjórðungi MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ Seðlabanki Íslands – Vaxtaákvörð- unardagur Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins HÆGT ER AÐ hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir bein- ar launahækkanir með einföldun tekju- skatts og lækkun beinna skatta og tolla. ÞÁ ER jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekju- lægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fl eira. SAMT ER einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafl a. Húsnæðisbætur eru þegar á reyn- ir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifi st. HÉR Á ÍSLANDI eru laun vart hálfdrætt- ingur á við laun í helstu nágranna- löndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við hús- næðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekk- ist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenn- ingu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnað- ur hærri, því lægra verði eignaverð. TEKJULÁGIR Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðis- láni og því er til hér á landi lánafl okk- ur, sérstaklega ætlaður til að fl eyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslu- lán, sem sérfræðingar kalla „Íslands- lán“ þar sem þau þekkjast hvergi ann- ars staðar. MEÐ TENGINGU höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að fl ytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðis- lánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í ÞÝSKALANDI, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi , leigja mun fl eiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfi rvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í ÞÝSKALANDI ríkir samkeppni á fjár- málamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamark- aði og vextir til íbúðakaupa eru gríðar- lega háir. Væri ekki nær fyrir stjórn- völd að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins? Ekki ráðist að rótum vandans Opna á veitingastað við Grandagarð 8 síðar í sumar þar sem bæði verður bruggaður bjór á staðnum og haldin bjórnámskeið í bjórskóla staðarins. „Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt,“ segir Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, ein aðstandenda staðarins, en hún segist ekki vita til þess að áður hafi verið boðið upp á bjór á íslenskum veitingastað sem bruggaður sé á staðnum. Sérstakur bruggmeistari verður við störf á veit- ingastaðnum en á næstu dögum verður átta brugg- kútum komið fyrir á þar. Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Iðnaðarmenn hafa nýlokið störfum og nú tekur við parketlagning og uppsetning á eldhúsi. Vonast er til að opna staðinn fyrir verslunar- mannahelgi en endanlegt nafn er ekki komið á stað- inn. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn aðstand- enda bjórskóla Ölgerðarinnar, segir að sprenging hafi orðið í áhuga á öllu tengdu bjór að undanförnu. Í vetur hafi Skúli Craft Bar verið opnaður við Aðalstræti svo og Mikkeller & Friends við Hverfi s- götu. Báðir barirnir gefi sig út fyrir að bjóða upp á mikið bjórúrval. Þá eigi einnig að opna bjórgarð við nýtt Fosshótel við Höfðatorg. „Þess utan er það eiginlega alveg búið sem var að á matseðlinum á betri veitingastöðum væru tvær til þrjár tegundir af keimlíkum lagerbjór,“ segir Stefán. Sagnfræðingurinn óttast ekki aukna samkeppni við bjórskóla Ölgerðarinnar sem stofnaður var fyrir fi mm árum. „Forsendur þess að til þess að hægt sé að standa undir öllum þessum „gourmet“-börum þá verður náttúrulega að vera stór hópur sem er tilbú- inn að borga aðeins meira fyrir betri bjór þannig að það styður bara hvort annað,“ segir Stefán. ingvar@frettabladid.is Opna bjórskóla og brugghús úti á Granda Opna á veitingastað úti á Granda síðar í sumar þar sem brugghús og bjórskóli verða undir sama þaki. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að bjóráhugi landsmanna hafi margfaldast að undanförnu. BJÓR Bjórinn á nýjum veitingastað úti á Granda verður bruggaður á staðnum. NORDICPHOTOS/GETTY HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER #BYLGJANBYLGJAN989 ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR REYKJAVÍK SÍÐDEGIS ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 63,1% frá áramótum HB GRANDI 6,6% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TRYGGINGAMIÐST. -26,6% frá áramótum EIMSKIP 2,3% í síðustu viku 7 Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði 8 1 Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 119,00 14,4% 0,0% Eik fasteignafélag* 6,28 -7,6% 1,0% Eimskipafélag Íslands 212,00 -10,5% -2,3% Fjarskipti (Vodafone) 38,45 9,9% -0,9% Hagar 39,80 -1,6% 0,1% HB Grandi 42,10 24,6% 6,6% Icelandair Group 23,85 11,4% 3,7% Marel 184,50 33,7% 3,1% N1 36,15 55,8% 4,9% Nýherji 8,45 63,1% 0,7% Reginn 14,10 4,1% -0,7% Reitir* 62,50 -2,2% -0,2% Sjóvá 10,01 -16,2% -0,9% Tryggingamiðstöðin 19,30 -26,6% -0,5% Vátryggingafélag Íslands 7,60 -16,0% -1,8% Össur 490,00 35,7% -1,0% Úrvalsvísitalan OMXI8 1.423,77 10,5% 1,8% First North Iceland Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 26,10 15,5% 0,4% Sláturfélag Suðurlands 1,45 -21,6% -21,6% *Skráð á árinu (þróun frá útboðsgengi). Sk jó ða n SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 0 -8 F 5 C 1 6 3 0 -8 E 2 0 1 6 3 0 -8 C E 4 1 6 3 0 -8 B A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.