Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 23
FALINN
SKÓGUR
Sýningin Falinn
skógur verð-
ur opnuð sunnu-
daginn 7. júní
og stendur í allt
sumar. Nánar má
fylgjast með verk-
efninu Falinn skóg-
ur á Facebook.
Stokkið fram af klettum
Coasteering er nýlegt sport sem er stundað
víða um heim. Það snýst um að príla og klifra
í klettum meðfram ströndum og stökkva öðru
hvoru ofan af himinháum klettum út í hafið.
SÍÐA 2
Við fengum í raun báðar sömu hugmynd, sín í hvoru lagi þó, eft-ir að hafa ferðast um Strandirnar,
að setja upp sýningu byggða á hönnun
úr rekavið,“ útskýrir Elísabet V. Ingvars-
dóttir hönnunarsagnfræðingur en hún
heillaðist af Djúpavík og gömlu síldar-
verksmiðjunni rétt eins og Dóra Hansen
innanhússarkitekt á ferðum sínum um
Strandirnar.
„Dóra hefur nýtt rekavið sem efni-
við í hönnun sína og var í efnisleit á
Ströndum en Strandirnar eru sá staður
á landinu þar sem helst er rekavið að
finna. Sjálf hef ég sinnt sýningarstjórn
og saman þróuðum við hugmyndina að
sýningu. Við köllum hana Falinn skóg,“
segir Elísabet og verður sýningin opnuð
á sunnudaginn í gömlu síldarverksmiðj-
unni.
Verksmiðjan var reist árið 1934 og
var stærsta steinsteypta bygging á Ís-
landi á sínum tíma, 90 metra löng og á
þremur hæðum. Verksmiðjan malaði
gull í nokkur ár en halla fór undan fæti
þegar síldin fór. Árið 1954 var verk-
smiðjunni lokað.
„Þetta hús tilheyrði stórum draumum
síldarkónganna á þessum tíma en nú
er byggingin í eigu Hótels Djúpavíkur.
Rýmið er ofboðslega fallegt en við
setjum sýninguna upp í gömlu renni-
verkstæði, algerlega hráu rými með 6
metra lofthæð. Sýninguna vinnum við í
samvinnu við Hótel Djúpavík og fengum
til þess styrki úr Hönnunarsjóði og úr
Listsjóði,“ útskýrir Elísabet.
Hvaðan kemur nafnið Falinn skógur?
„Hugmyndin að sýningunni bygg-
ist á þeim tækifærum sem leynast í
þessum efnivið. Okkur langaði að sjá
hvort einhverjir hönnuðir væru að nota
rekavið sem hráefni
og renndum í raun
blint í sjóinn með
fjölda þeirra sem
við kæmumst í
samband við. Sýn-
endur eru hins
vegar 26 þegar
upp er staðið,
bæði íslenskir og
erlendir hönnuð-
ir og heimamenn
á Ströndum.
■ heida@365.is
FALINN SKÓGUR
FERÐIR Þær Elísabet V. Ingvarsdóttir og Dóra Hansen féllu báðar fyrir Djúpa-
vík á ferðalögum sínum um Strandirnar. Þær setja nú upp sýningu í gömlu
síldarverksmiðjunni á hönnun úr rekavið sem opnuð verður á sunnudag.
SKART Helga Ragn-
hildur Mogensen skart-
gripahönnuður er ein
þeirra sem taka þátt
í sýningunni Falinn
skógur.
ÚR REKAVIÐ Borð úr
rekavið eftir Dögg Guð-
mundsdóttur iðnhönn-
uð.
STRANDIRNAR
HEILLUÐU Elísabet
Ingvarsdóttir og Dóra
Hansen fengu báðar
sömu hugmyndina
að sýningu á ferð um
Strandir. MYND/DÓRA HANSEN
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
F
-0
9
4
C
1
6
2
F
-0
8
1
0
1
6
2
F
-0
6
D
4
1
6
2
F
-0
5
9
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K