Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 27

Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 27
 7 | 3. júní 2015 | miðvikudagur VÍÐTÆKT SAMSTARF Það skiptir ótrúlega miklu máli að vörumerkið komi frá hjartanu. Og við Helga og allir starfsmenn fyrirtæk- isins höfum rætt það og það skiptir okkur máli að gefa til sam- félagsins. 40 verslanir erlendis selja vörur undir merkjum Ígló&Indí. vörukörfuna bæði hjá innlendum viðskipta vinum en jafnframt heild- söluviðskiptavinum erlendis. Í öðru lagi til að ná til fjölbreyttari versl- ana erlendis. Við hófum að fram- leiða hluta af vörulínunni sem líf- rænar „unisex“ vörur,“ segir Tinna og bætir við að þetta hafi verið gert bæði af áhuga og líka vegna þess að sumstaðar skipti lífræn framleiðsla kaupendur miklu máli. Þá hafi verið ákveðið að bæta útifatnaði við vöru- úrvalið. „Við erum búin að vera með fl ís í mörg ár, en núna í ágúst bætum við regnfötum og úlpum við vörulín- una og hlökkum gríðarlega mikið til að kynna þær vörur fyrir viðskipta- vinum okkar,“ bætir hún við. Enn ein mikilvæg breyting sem varð á síðasta ári var að öll framleiðsla fyrir utan útifatnaðinn sem er fram- leiddur í Kína var fl utt til Portúgals og í dag eru því öll hversdagsfötin, lífrænu fötin, prjóna línan og spari- fötin framleidd í Portúgal. Mikilvægt að skilgreina markhópinn Tinna segir að það sé mjög mikil- vægt fyrir vörumerki að skilgreina vel markhópinn, vöruna, söluleið- ina og verslunarstrúktúrinn. Það sé ekki hægt að ætlast til þess að nokkur vara sé fyrir alla neytend- ur, hvort sem er endanlega við- skiptavini eða heildsöluviðskipta- vini. „Við skilgreinum vöruna okkar sem hágæðavöru úr virkilega góðu efni, á meðalháu verði með áherslu á þægindi og grafík,“ segir Tinna. Það verði ekki farið út í að fram- leiða einfaldan fatnað, eins og hvíta sokka eða þess háttar vörur. „Við hugsum okkur heldur ekki að barn- ið eigi allan fataskápinn frá okkur. Barnið mun alltaf kaupa hluta af „basic“ vörunni í öðrum verslunum. En það sem við leggjum alla áherslu á er að þetta eru föt sem börn geta notað, hvort sem er í leikskólanum eða farið í þeim í barnaafmæli um helgar eða á kaffi hús,“ segir Tinna. Þetta séu hversdagsföt sem bæði börnin velja og foreldrar vilji hafa börnin í út frá útliti, þægindum, endingu og gæðum. Kaupendur vilja samfélagsábyrgð „Það skiptir ótrúlega miklu máli að vörumerkið komi frá hjartanu. Og við Helga og allir starfsmenn fyrir- tækisins höfum rætt það og það skiptir okkur máli að gefa af okkur til samfélagsins. Við höfum gert það sem einstaklingar, fjölskyld- ur okkar hafa gert það og við vild- um að fyrirtækið gerði það líka. Á sama tíma er fyrirtækið okkar ungt og með litla fjármuni og kannski lít- inn tíma til þess að fara út í stærri verkefni,“ segir Tinna. Þær vildu finna verkefni sem passaði vörumerkinu og að þær gætu sinnt þeim verkefnum 100 pró- sent. Úr varð sú niðurstaða að fara í samstarf við Enza og Líf. Enza eru íslensk/suðurafrísk hjálparsamtök. Markmið samtak- anna er atvinnuskapandi uppbygg- ingarstarf fyrir konur sem hafa vegna fátæktar og annarra sam- félagsmeina ekki fengið tækifæri til að þroska sig og mennta. Verk- efni Ígló&Indí með Enza snýst um það að fyrirtækið hannar vörur úr endurunnum efnum, kennir konum í Afríku að framleiða vörurnar og svo kaupir Ígló&Indí þær aftur til baka á vestrænu markaðsverði. „Í dag eru hálsfestar og armbönd frá Enza seld í verslunum Ígló&Indí á Íslandi. Í hvert sinn sem viðskipta- vinur kaupir vörur frá Enza trygg- ir hann að við hjá Ígló&Indí getum áfram stutt við bakið á þessum konum og tryggt þeim mannsæm- andi laun.“ Fyrirtækið vildi líka styðja íslenskt málefni. „Við þekkjum per- sónulega mjög vel til stjórnar hjá Líf og höfum verið ofsalega hrifi n af því starfi ,“ segir hún, en Líf er styrkt- arfélag kvennadeildar Landspítal- ans. Því ákvað Ígló&Indí að 15% af hverri seldri samfellu úr lífrænu vörulínunni renni beint til Lífs. Verslanir Ígló&Indí eru á tveimur stöðum í Reykjavík en vörurnar eru seldar víðar. „Við erum í Debenhams, í verslunum á Akranesi, Selfossi og úti um allt land. Jafnframt eigum við frábært samstarf við Bláa lónið, Geysi í Haukadal og Icelandair,“ segir Tinna. Það sé ein leiðin til að kynna vöru- merkið fyrir útlendingum. BLÁA LÓNIÐ Ígló&Indí á í góðu samstarfi við Bláa lónið um markaðssetningu. 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár Betri ávöxtun fyrir skammtímasparnað Stefnir – Lausafjársjóður fjárfestir aðallega í innlánum fjármálafyrirtækja. Í krafti stærðar sinnar nýtur sjóðurinn betri vaxta á innlánum en bjóðast almenningi. Sjóðurinn hentar sérlega vel fyrir skammtímasparnað. Þú getur skráð þig í reglulegan sparnað í Stefni – Lausafjársjóði fyrir aðeins 5.000 kr. á mánuði. Skráning og allar upplýsingar á arionbanki.is/sjodir eða í síma 444 7000. Fyrir hverja? Þá sem vilja spara í stuttan tíma Þá sem vilja hærri vexti Þá sem vilja geta leyst út sparnaðinn sinn með stuttum fyrirvara Hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum Stefnir – Lausafjársjóður er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011. Fjárfesting í fjárfestingar-sjóðum telst almennt vera áhættusamari fjárfesting en í verðbréfasjóðum. Meiri áhætta er fólgin í rýmri fjárfestingar- heimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóði. Nánari upplýsingar um sjóðinn þar á meðal nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu hans sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir. Sjóðurinn er í rekstri Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármála- fyrirtæki í eigu Arion banka hf. Arion banki er söluaðili sjóða Stefnis hf. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Arion banka sem er vörsluaðili sjóðsins. Ávöxtunartölur miðast við 30.04.2015. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. 1 ár 2 ár 3 ár 5,3% 5,5% 5,4% Árleg nafnávöxtun 30.04.14– 30.04.15 30.04.13– 30.04.15 30.04.12– 30.04.15 Sjóðurinn var stofnaður árið 2012 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 F -9 8 7 C 1 6 2 F -9 7 4 0 1 6 2 F -9 6 0 4 1 6 2 F -9 4 C 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.