Fréttablaðið - 03.06.2015, Side 2
3. júní 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
UMHVERFISMÁL „Staðan er það
slæm þessa dagana víða í úthög-
um að bændur telja vart nægan
gróður til beitar með hliðsjón af
velferð sauðfjár,“ segir Andrés
Arnalds, fagmálastjóri Land-
græðslunnar, um alvarlega stöðu
gróðurs í úthaga um allt land.
Það er mat Landgræðslunnar
að ef ekki hlýnar fljótlega gæti
stefnt í mikla ofbeit víða um land,
líkt og gerðist á köldum árum á
áttunda og níunda áratug síðustu
aldar.
Andrés segir að þá hafi fé að
vísu verið um 900 þúsund en nú
er það um 500 þúsund. Beitartími
sé auk þess styttri nú og beitar-
stjórnun í mörgu betri.
Hins vegar hafi byggst upp
mörg stór bú sem ekki ráða við
að hafa féð heima þann tíma sem
þarf til að brúa bil þar til úthagi
heima fyrir, fjalllendi og afrétt-
ir eru almennilega beitarhæfir.
Einnig sé enn víða verið að beita
illa farið land, sem er nú enn við-
kvæmara en ella.
Afleiðingar ofbeitar 1979, og
áranna þar á eftir, var vistfræði-
legt hrun margra afrétta.
„Ég held að margir afréttanna
séu ekki komnir í sama stand og
þeir voru fyrir þessi hörðu ár.
Það er mikið í húfi að leita leiða
til að hafa fé lengur heima við
því ekkert hefur eins mikil áhrif
á beitarþol heimalanda og afrétta
og hvenær beit er hafin,“ segir
Andrés.
Ekkert fé er þó komið á fjall
ennþá bendir Andrés á. Mjög
breytilegt sé hvenær menn beita
fé sínu á afrétti – sögulega séð.
Vandinn sé margþættur því það
að halda fé heima skapi sjúk-
dómahættu.
„Það er þó illskárri kostur en
að hleypa í ógróinn úthaga. Það
varðar ekki aðeins áhrifin á gróð-
ur heldur geta ærnar líka misst
mjólkurnytina sem kemur hrika-
lega niður á fallþunga í haust.“
Sama gildir um hrossahaga
að sögn Andrésar. Menn fylgja
nokkuð tímatalinu með að fara
með hross í haga, horfa ekki nóg
á sprettu, að hans mati. Ofbeitar-
hætta er því mikil.
Það er því ákall Landgræðsl-
unnar að landgræðslumenn,
bændur og í raun allir landsmenn
þurfi að fylgjast vel með ástandi
lands í ár og stuðla að aukinni
gróðurvernd.
„Það þarf að skoða mjög vel
hvort landið getur tekið við þeim
hrossafjölda sem settur er á það.
Annars geta menn lent í vítahring
ofbeitar, eins og dæmi eru um,
og eyðilagt beitarhólfin,“ segir
Andrés. svavar@frettabladid.is
Stefnir í mikla ofbeit
ef kalt helst í veðri
Landgræðslan segir úthaga um allt land vera jafn illa undir beit búna og var í
köldustu árum í kringum 1980. Þá varð vistfræðilegt hrun á mörgum afréttum
vegna beitar. Að halda fé heima getur reynst bændum mjög dýrt og torsótt.
Á BEIT Landið er fjarri því að þola beit, enda gróður góðum tveimur vikum á eftir.
MYND/SVEINN
Ég held
að margir
afréttanna
séu ekki
komnir í
sama stand
og þeir voru
fyrir þessi hörðu ár.
Andrés Arnalds,
fagmálastjóri Landgræðslunnar
VEÐUR
11°
3° 5°
5°
11° 7
5
5
6
3
SJÁ SÍÐU 20
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Í dag er útlit fyrir minnkandi norðanátt.
Sunnan til þykknar upp og fer að rigna
seinnipartinn, en að sama skapi mun
stytta upp fyrir norðan. Hitastig er áfram
svipað, 1 til 6 stig norðanlands en allt að
12 stig fyrir sunnan.
FÓLK „Það er æðislegt að koma heim. Þetta er búið að vera langt og
strangt en við vorum að koma úr vel heppnuðu verkefni,“ segir Einar
Valsson, skipherra á varðskipinu Tý.
Týr lagði að bryggju við Ægisgarð í gærmorgun en skipið hefur
verið að sinna landamæragæslu Evrópusambandsins undanfarna sex
mánuði. „Skipið hefur verið að sinna verkefninu síðan í nóvember með
pásum. Núna vorum við úti í sjö vikur.“ Áhöfnin hefur bjargað rúm-
lega tvö þúsund flóttamönnum frá Afríku við eftirlit sitt.
Andrea, dóttir Einars, var ægilega ánægð með að hitta pabba sinn
aftur eftir svo langan tíma. „Já, það er mjög gaman. Ég var farin að
sakna hans svo rosalega mikið,“ segir Andrea. - srs
Varðskipið Týr kom í höfn eftir sjö vikur á Miðjarðarhafi:
Ánægð með að fá pabba heim
SÁTTUR SKIPHERRA Andrea, dóttir Einars, faðmar pabba sinn innilega eftir langa
sjóferð á varðskipinu Tý. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÉLAGSMÁL Hópur eldri borgara
afhenti í gær Degi B. Eggerts-
syni borgarstjóra undirskriftir
með áskorun um að dagþjónustu
í Þorraseli verði haldið áfram í
óbreyttri mynd.
Á áskorun hópsins segir að
flestir gestir Þorrasels séu 87
ára gamlir og að sá elsti sé 97
ára. Það verði slæm röskun á
högum þeirra ef Þorraseli verði
lokað og hópurinn fluttur á Vest-
urgötu 7.
„Mörg okkar nota göngugrind-
ur eða hjólastóla til að komast
á milli innanhúss og úti. Hluti
er að kljást við fyrstu stig alz-
heimer eða elliglöp. Nokkur
eru blind eða sjónskert og flest
okkar nota heyrnartæki,“ segir
í áskoruninni þar sem viðmót
starfsmanna Þorrasels er lofað
sem og andrúmsloftið í hópnum:
„Við erum kvíðin ef af verð-
ur og viljum vera áfram í sama
umhverfi þar sem við þekkjum
okkur vel og erum að ýmsu leyti
sjálfbjarga.“
- gar
Eldri borgarar vilja óbreytta þjónustu í Þorraseli og skora á borgarstjórn:
Kvíða flutningi á Vesturgötu 7
ÁSKORUN Borgarstjóri tók við undirskriftum Þorraselshópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVISS Nokkrum dögum eftir endur-
kjör sitt boðar Joseph Blatter
afsögn sína sem forseti Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA,
og segir jafnframt að kallað verði
saman aukaþing hið fyrsta til að
kjósa nýjan forseta.
Bandaríska fréttastofan ABC seg-
ist hafa heimildir fyrir því að Blatt-
er sæti spillingarrannsókn banda-
rísku alríkislögreglunnar, FBI, þótt
hann hafi ekki verið einn þeirra 14
sem ákærðir voru í síðustu viku í
tengslum við þessa sömu rannsókn.
Á blaðamannafundi í Zürich í
gær, þar sem Blatter tilkynnti um
væntanlega afsögn, gaf hann enga
skýringu á því hvað hefði breyst frá
ársþinginu á föstudag, þegar hann
var endurkosinn forseti eftir sautj-
án ár í embættinu. Hann sagðist þó
gera sér grein fyrir því að hann nyti
ekki lengur þess trausts sem hann
taldi sig hafa.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ,
segir tímasetninguna koma sér á
óvart. Vonast hafði verið til þess að
hann segði af sér á ársþingi sam-
bandsins á föstudaginn var.
„Nú bíður maður eftir því hvað
gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirn-
ar ákváðu að ræða þetta mál næst á
laugardaginn þegar úrslitaleikur
Meistaradeildarinnar fer fram í
Evrópu,“ segir Geir. „En þetta var
algjörlega nauðsynlegt enda hafði
Evrópa kallað eftir breytingum.“
Samkvæmt reglum FIFA verður
aukaþingið að öllum líkindum kallað
saman einhvern tímann á tímabilinu
frá desember á þessu ári fram til
mars á næsta ári. - gb / esá
Sepp Blatter, forseti FIFA, boðar afsögn sína og hyggst kalla saman aukaþing FIFA hið fyrsta:
Sagður sæta rannsókn í Bandaríkjunum
SEPP BLATTER Segist gera sér grein
fyrir því að hann njóti ekki lengur nægi-
legs stuðnings. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
E
-9
7
B
C
1
6
2
E
-9
6
8
0
1
6
2
E
-9
5
4
4
1
6
2
E
-9
4
0
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K