Fréttablaðið - 15.06.2015, Page 9

Fréttablaðið - 15.06.2015, Page 9
MÁNUDAGUR 15. júní 2015 | FRÉTTIR | 9 MATVÆLAIÐNAÐUR SAH afurðir á Blönduósi hafa ekki getað staðið við samninga sína um útflutning á kjöti og hliðarafurðum vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Á annað hundrað tonn af kjöti og um 70 þúsund gærur bíða þess að verða flutt út frá fyrir- tækinu til Asíu og Færeyja og mun fyrirtæk- ið þurfa að greiða bætur vegna tafa á flutn- ingnum. „Þetta er gífurlegt tap fyrir okkur. Gámur sem átti að fara til Færeyja í gær er beint tap þar sem hann kemst ekki á umsömdum tíma. Þar eru bæði heilir skrokkar og fullunnin vara í neytendapakkningum sem átti að fara beint í búðir ytra,“ segir Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða. „Sendingin til Asíu hefur verið föst í um mánuð en þar bíða 160 tonn af lambakjöti og 70 þúsund gærur. Um mjög góðan samning var að ræða fyrir okkur en nú þurfum við að greiða bætur vegna tafa. Því á eftir að koma í ljós hversu hagstæður samningurinn verður eftir allt saman.“ Verkfall dýralækna hjá Matvæla stofnun hefur staðið yfir síðan í byrjun apríl og hefur það haft gríðarleg áhrif á matvæla- framleiðslu í landinu, jafnt innflutning sem útflutning. - sa SAH afurðir á Blönduósi þurfa að taka á sig stórtap vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun: Greiða bætur vegna tafa á útflutningi VIÐ SLÁTRUN Framkvæmdastjóri SAH afurða telur fyrirtækið þurfa að greiða háar fjárhæðir í bætur vegna tafa á útflutningi. AKUREYRI Um helgina braut- skráði Háskólinn á Akureyri 328 kandídata þar sem Vigdís Finn- bogadóttir var heiðursgestur við athöfnina. 166 kandídatar brautskráðust af Hug- og félagsvísindasviði og 81 af Heilbrigðisvísindasviði ann- ars vegar og Viðskipta- og raun- vísindasviði hins vegar. Mikill meirihluti brautskráðra nemenda við skólann var konur, 259 á móti 69 körlum. Rektor skólans, Eyjólfur Guð- mundsson, sagði í ræðu sinni við athöfnina að farsælast væri að fara varlega í sameiningar ríkis- háskólanna. - sa Háskólinn á Akureyri: 328 kandídatar brautskráðust RÚMENÍA Ríkisstjórn Rúmeníu stóð af sér vantrauststillögu í rúmenska þinginu á föstudaginn. Hundruð Rúmena hafa mót- mælt fyrir utan þinghúsið og krefjast afsagnar Victor Ponta forsætisráðherra. Ponta hefur komist undan rannsóknum á meintri spillingu, en hann á að hafa verið viðriðinn fölsun, peningaþvott og skattsvik. Klaus Iohannis, forseti Rúmen- íu, hefur hvatt Ponta til að segja af sér en Ponta situr sem fastast. - srs Kemst undan rannsóknum: Ponta stendur af sér vantraust VICTOR PONTA Forsætisráðherrann á að hafa svikið undan skatti. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STJÓRNSÝSLA Iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur farið í 23 utan- landsferðir frá því hún tók við starfi ráðherra að loknum kosn- ingum árið 2013. Samanlagt hafa ferðirnar staðið yfir í 84 daga. Þetta kemur fram í svari ráð- herrans við fyrirspurn vara- formanns Samfylkingarinnar, Katrínar Júlíusdóttur. Sam- anlagður kostnaður hins opin- bera við þessar ferðir eru um 19 milljónir króna. Ódýrasta ferðin kostaði ríkið um 13 þúsund krón- ur en það var boðsferð flugfélags- ins WOW air til Washington nú nýverið. - sa Iðnaðarráðherra svarar: 23 utanlands- ferðir í 84 daga RÁÐHERRA Iðnaðarráðherra hefur farið 23 sinnum til útlanda sem ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 C -9 1 4 C 1 6 2 C -9 0 1 0 1 6 2 C -8 E D 4 1 6 2 C -8 D 9 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.