Fréttablaðið - 15.06.2015, Síða 42

Fréttablaðið - 15.06.2015, Síða 42
15. júní 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 18 FÓTBOLTI María Þórisdóttir, landsliðs- kona Noregs í fótbolta, stóð vaktina í miðri vörn liðsins gegn Evrópumeist- urum Þýskalands á HM í Kanada í síðustu viku. María er fulltrúi Íslands á HM, en hún er dóttir Þóris Hergeirs- sonar, þjálfara norska kvennalands- liðsins í handbolta. María spilaði sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu fyrr á þessu ári og var nú mætt til að halda einu besta liði heims í skefjum. Það gerði hún frábærlega. Þetta er nokkuð magnað þar sem hún íhugaði að hætta í fótbolta fyrir nokkrum árum, en hún er einnig frábær handboltakona og fór aftur að æfa hann. „Þegar ég kom heim af HM U20 fyrir þremur árum var ég alveg búin að fá nóg. Ég fann ekki hvatninguna til að halda áfram,“ segir María, sem glímdi við mikið af meiðslum á þeim tíma, í viðtali við heimasíðu norska knattspyrnusambandsins. „Ég saknaði fótbolta alltaf meir og meir og fór að finna fyrir ástinni aftur þegar við hituðum upp í fótbolta á handboltaæfingum. Þá ákvað ég að byrja aftur,“ segir María sem fór aftur af stað af krafti í fótboltanum fyrir ári og er nú á HM. - tom Fulltrúi Íslands á HM íhugaði að hætta í fótbolta Á HM María var í byrjunarliðinu gegn Evrópumeisturunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Þróttur stefnir hraðbyri upp í Pepsi-deild karla í fótbolta en liðið vann stórleikinn gegn KA, 2-1, í sjöttu umferðinni á gervigrasinu í Laugardal í gær. Þróttur er búinn að vinna alla sex leiki sína til þessa í deildinni með markatölunni 17-2. Viktor Jónsson heldur áfram að raða inn mörkum, en þessi 21 árs gamli framherji sem er í láni frá Víkingi skoraði sjöunda mark sitt í gær sem reyndist sigurmarkið. Hann er nú búinn að skora í öllum umferðum deildarinnar og bikarnum. Þessi velgengni Þróttar er bara áframhald af síðustu leik- tíð, þeirri fyrstu sem Englendingurinn Gregg Ryder var með liðið. Eftir að Þróttur var nærri fallinn 2013 sneri Ryder dæminu við og endaði í þriðja sæti í fyrra. Nú virðist ekkert geta stöðvað Þróttara á leið sinni í Pepsi-deildina á ný. - tom Ekkert fær stöðvað Þróttara HANDBOLTI Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu standa áfram utan stórmótanna, en eftir að fara á þrjú í röð frá 2010-2012 hefur íslenska liðið ekki komist á síðustu þrjú. Þær fara ekki á HM 2015 í Danmörku í lok árs þrátt fyrir jafntefli, 19-19, og hetjulega frammistöðu gegn firna- sterku liði Svartfjallalands. Brekkan var alltof brött fyrir íslenska liðið eftir níu marka tap ytra í fyrri leiknum. Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari fékk þó nákvæmlega það sem hann vildi; frábæra frammistöðu frá baráttuglöðu íslensku liði. Það segir kannski sitt um styrk- leika svartfellska liðsins, og hvað Ísland á enn mikið verk eftir óunn- ið í sóknarleiknum, að Florent- ina Grecu-Stanciu, markvörður Íslands, varði 30 skot í leiknum og var með 63 prósenta hlutfalls- markvörslu. Þrátt fyrir það náði Ísland ekki í sigur. Hrafnhildur Hanna Þrastar- dóttir, markahæsti leikmaður Olís- deildarinnar, er að koma virkilega sterk inn í landsliðið og stýrði leik þess af myndarskap í gær. Hún er líka öflug skytta og skilaði fimm mörkum úr átta skotum, en þremur úr vítaköstum. Varnarleikur Íslands var virki- lega góður. Sunna Jónsdóttir var eins og klettur fyrir miðju hennar og gerði mikið fyrir Florentinu í markinu. Stelpurnar fengu tækifæri til að vinna leikinn í næstsíðustu sókn leiksins en Ramune Pekarskyte skaut hátt yfir markið. Ramune átti arfadapran seinni hálfleik. Hinum megin kórónaði Florentina stórkostlegan leik sinn með því að verja lokaskot Svartfellinga. - tom Brekkan var einfaldlega of brött Ísland fer ekki á HM í handbolta þrátt fyrir góðan leik gegn Svartfj allalandi. FRAMTÍÐIN Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir spilaði mjög vel í gær og skoraði fimm mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÚRSLIT PEPSI-DEILD KVENNA STJARNAN - ÞÓR/KA 5-1 1-0 Írunn Þorbjörg Aradóttir (13.), 2-0 Anna Björk Kristjánsdóttir (19.), 2-1 Sara M. Miller (21.), 3-1 Sjálfsmark (67.), 4-1 Harpa Þorsteins- dóttir (76.), 5-1 Írunn Þorbjörg Aradóttir (81.). STAÐAN Breiðablik 5 4 1 0 16-2 14 Stjarnan 6 4 0 2 15-4 12 Selfoss 5 4 0 1 13-6 12 Þór/KA 6 3 2 1 15-11 11 ÍBV 5 3 1 1 13-4 10 Valur 5 3 0 2 12-8 9 Fylkir 5 1 1 3 4-12 4 Afturelding 5 0 1 4 3-16 1 KR 5 0 1 4 3-17 1 Þróttur 5 0 1 4 0-14 1 NÆSTU LEIKIR Á ÞRIÐJUDAG FYLKIR - ÍBV 18.00 VALUR- BREIÐABLIK 19.15 KR - ÞRÓTTUR 19.15 SELFOSS - AFTURELDING 19.15 KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson er kominn í stutt sumarfrí eftir að lið hans, Unicaja Málaga, féll úr leik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Málaga-liðið tapaði gegn Barcelona, 77-74, í framlengdum leik í Katalóníu og mæta Börs- ungar erkifjendum sínum í Real Madrid í úrslitaeinvíginu. Málaga-menn voru grátlega nálægt ótrúlegri endurkomu, en eftir að tapa fyrstu tveimur leikj- unum í einvíginu á útivelli unnu þeir báða heimaleikina og komu einvíginu í oddaleik. - tom Sumarfrí eft ir framlengingu TÆPT Jón Arnór og félagar voru nálægt ótrúlegri endurkomu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Ýmsar vangaveltur voru um það í aðdraganda leiks- ins gegn Svartfjallalandi hvort Ísland væri komið á EM í Póllandi eða ekki. Samkvæmt tölfræðinni var íslenska liðið ekki alveg öruggt með sæti í lokakeppninni en það þurfti ansi mikið að gerast til að svo yrði ekki. En íslensku strákarnir tóku þá skynsamlegu ákvörðun að treysta ekki á tölfræðina og rúlluðu yfir Svartfellinga frammi fyrir fullri Laugardalshöll í gær. Staðan var 19-11 í hálfleik og þegar yfir lauk munaði tólf mörkum á liðunum, 34-22. Farseðilinn til Póllands er því klár en þetta er í níunda sinn í röð sem Ísland verður með í loka- keppni EM. Mikið vatn runnið til sjávar Einn maður hefur verið með á öllum þessum mótum, Guðjón Valur Sigurðsson, en EM í Póllandi verður hans nítjánda stórmót. Ein- stakur árangur hjá þessum magn- aða íþróttamanni sem byrjaði leik- inn í kvöld af miklum krafti, öfugt við leikinn í Ísrael á miðvikudag- inn. Fyrirliðinn skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Íslands og gaf tóninn fyrir framhaldið. Sigurinn í gær fullkomnaði endur reisn íslenska handbolta- landsliðsins eftir erfiða mánuði. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu í umspilsleikjum um sæti á HM Katar en komst svo bak- dyramegin inn á mótið. Íslenska liðið endaði í 11. sæti í Katar eftir misjafna spilamennsku. Þá voru íslensku strákarnir búnir að gera sér erfitt fyrir í riðlinum í undan- keppni EM með því að tapa fyrir Svartfjallalandi á útivelli í nóvem- ber á síðasta ári. Síðan þá hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og það hefur verið allt annað að sjá íslenska liðið í síðustu fjórum leikjum í undankeppninni. Íslensku strákarnir byrjuðu á því að valta yfir Serbíu í Höllinni, 38-22, fylgdu því eftir með jafn- tefli við sama lið á útivelli, unnu svo tíu marka sigur á Ísrael í Tel Avív áður en þeir settu punktinn yfir i-ið með sigrinum á Svart- fjallalandi. Íslenska liðið skoraði 32,8 mörk að meðaltali í þessum fjórum leikjum og fékk aðeins á sig 23,3 mörk. Hugarfarið breyttist Aron Kristjánsson landsliðsþjálf- ari þakkar breyttu hugarfari þenn- an viðsnúning á leik íslenska liðs- ins: „Þetta snerist um hugarfarið. Við spiluðum mjög vel á EM í Dan- mörku 2014 en það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand fyrir leikina gegn Bosníu, liði sem við héldum að við myndum vinna.“ „Við töpuðum því einvígi og umræðan í kringum HM í Katar var svolítið neikvæð. Þar vorum við mjög sveiflukenndir, áttum frábæra leiki inn á milli í bland við mjög lélega. Það var svolítið áfall fyrir okkur,“ sagði Aron. „Þegar við komum inn í Serbíu- verkefnið var hugarfarið allt annað og allir voru klárir á því um hvað þetta snerist,“ bætti Aron við. Hann segir að íslenska liðið hafi ákveðið að sækja aftur í grunn- gildin; baráttuna og fórnfýsina sem hefur skilað því svo langt í gegnum tíðina. En það spilar fleira inn í. Björg- vin Páll Gústavsson hefur spilað glimrandi vel í íslenska markinu og samvinna þeirra Bjarka Más Gunnarssonar og Vignis Svavars- sonar í miðri vörninni verður betri með hverjum leiknum. Vörnin og markvarslan hafa svo skilað íslenska liðinu fjölda marka úr hraðaupphlaupum sem vantaði í Katar. Og svo munar öllu að hafa Aron Pálmarsson heilan. Hann kann handbolta upp á tíu og spil- aði eins og engill í gær, skoraði sex mörk og átti auk þess mýgrút af stoðsendingum á félaga sína. Góð ára í kringum Ólafs Þá hefur innkoma Ólafs Stefáns- sonar í þjálfarateymið haft sitt að segja að sögn Arons: „Það var frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og það er góð ára í kringum hann. Hann gefur leik- mönnunum góð ráð og kemur inn með taktísk atriði.“ „Þjálfarateymið virkar rosa- lega vel og þessi samsetning hefur komið vel út,“ sagði Aron sem getur farið brosandi í sumarfrí; nýkrýndur Danmerkurmeistari með Kolding og búinn að koma Íslandi á EM. Það er þó enn óvíst hvort Aron verði áfram við stjórn- völinn hjá íslenska landsliðinu en það var á honum að skilja að það væri líklegra en ekki. ingvithor@365.is Endurreisnin fullkomnuð Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í handbolta í röð með tólf marka sigri á Svart- fj allalandi, 34-22, í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir eru búnir að rífa sig upp úr Katar-deyfðinni. TIL PÓLLANDS Strákarnir okkar fagna sigrinum í gær og eru á leið á EM í enn eitt skiptið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SPORT MÁNUD. KL. 19:30 365.is Sími 1817 FJÖLNIR – LEIKNIR Nýliðar Leiknis halda í Grafarvoginn í kvöld og etja kappi við Fjölnismenn. Ekki missa af beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 sem hefst stundvíslega klukkan 19:30. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 D -4 3 0 C 1 6 2 D -4 1 D 0 1 6 2 D -4 0 9 4 1 6 2 D -3 F 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.