Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 6
ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðsfélagsins Hlífar á þing Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið verður á Hótel Natura dagana 13 -15. október 2015. Tillögum með nöfnum 7 aðalfulltrúa og 7 varafulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 16:00, föstudaginn 18. september n.k. Meðmæli minnst 60 félagsmanna þurfa að fylgja tillögunni. Kjörstjórn Vlf. Hlífar ferðaþjónusta „Mín skoðun er að þetta sé bara keyrsla til að standa við einhverja samninga,“ segir Katrín Hjartar, fyrrverandi leiðsögumaður, um siglingar með ferðamenn við Ísland. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var sumarið óhemju erfitt hjá Grímseyjarferjunni Sæfara vegna slæms tíðarfars. Þar hafði áhöfnin vart undan að bera ælupoka í sjó- veika farþega. Að sögn Katrínar lenti hún sum- arið 2003 í ótrúlega erfiðri hvala- skoðunarferð  með franska ferða- menn á Skjálfanda. Veður hafi ekki verið slæmt en mikil undirhalda hafi leikið farþegana grátt. „Það var gríðarlegur veltingur,“ segir Katrín og rifjar upp að nánast allir farþegarnir hafi verið sjóveikir. „Fólk bara ríghélt sér og kastaði upp þvers og kruss – þeim fannst þetta dálítið mikið.“ Í þessari tilteknu ferð segir Katrín farþegana á engan hátt hafa  notið sjóferðarinnar sem átt hafi að vera til skemmtunar.  Ein konan hafi verið sérstaklega veik. „Ég hélt í alvöru að hún  væri að deyja. Ég hef oft séð sjóveikt fólk en aldrei séð græna konu fyrr. Hún var gjörsamlega meðvitundarlaus strax á leiðinni út en þeir héldu bara áfram,“ segir Katrín.  Andrúmsloftið um borð hafi verið algjörlega óskemmtilegt. „Fólk var ekki ánægt og þess vegna vildi ég að það yrði snúið við en það var ekki orðið við því. Ég held að ef fólk hefði vitað að þetta væri svona þá hefði það aldrei tekið í mál að fara.“ Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrir- tækisins Gentle Giants á Húsavík, segir öryggismálin standa ofar pen- ingahagsmunum hjá fyrirtækinu. Þar starfi ákaflega hæfir skipstjórar sem meti aðstæður hverju sinni. „Það er algjörlega lagt í hendurnar á hverjum einasta skipstjóra hvort að hann fer út eða ekki. Samhliða er upplýsingum miðlað í miðasölu og stjórnstöð; þar ber okkar fólki skylda til þess að segja fólki hundrað pró- sent hvernig aðstæðurnar eru úti á sjó og við hverju það megi búast. Meira getum við ekki gert, annað en það að við bjóðum þeim líka sjóveikistöflur eða meðöl sem geta slegið á ef þau vilja,“ segir Stefán. Falli niður ferð eða er frestað segir Stefán að farþegum sé boðin ný brott- för eða endurgreiðsla eigi þeir ekki kost á að fara þegar  er færi. Hann hafnar því að farþegum sé att út í ólgusjó til að græða peninga. „Frá fyrstu mínútu er verið að huga að öryggismálum og þar koma peningar aldrei til sögunnar,“ segir Stefán. „Skipstjórarnir ákveða hvort það eru aðstæður til að fara út með farþega. Þetta er alveg á kristaltæru – þetta er ekkert úllendúllendoff.“ gar@frettabladid.is Viðskiptavinir ekki píndir í hvalaskoðun Fyrrverandi leiðsögumaður kveðst telja hvalaskoð- unarfyrirtæki sigla með farþega í ólgusjó til að verða ekki af tekjum. Framkvæmdastjóri Gentle Giant á Húsavík segir skipstjóra meta hvort þeir sigli. Far- þegar séu upplýstir um stöðuna áður en lagt sé upp. Allt á floti eftir úrhellisrigningar Kona með hluti úr strönduðum bíl á flóðasvæði í bænum Koshigaya, norður af Tókýó í Japan. 150 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna flóða og aurskriða vegna rigninga í kjölfar fellibylsins Etau. Fréttablaðið/EPA Gentle Giants gera út frá Húsavíkur- höfn. Fréttablaðið/Pjetur suður-afríka Homo naledi er nafnið, sem gefið hefur verið áður óþekktri tegund manna, sem greinilega virðist skyld forfeðrum nútímamannsins. Um 1.550 steingerð bein og beina- brot  úr beinagrindum að minnsta kosti fimmtán einstaklinga fundust djúpt í helli í Suður-Afríku, skammt frá Jóhannesarborg. Lee Berger steingervingamannfræð- ingur hefur stjórnað rannsóknum á beinunum. Beinin eru sögð úr tegund manna, sem gæti hafa verið uppi á jörðinni fyrir meira en þremur millj- ónum ára. Tímasetningin er þó óljós og vera kann að þessi tegund hafi lifað miklu nær nútímanum, jafnvel aðeins fyrir nokkrum árþúsundum. Beinin eru um margt lík beinum nútímamanns en sum einkenni þeirra líkjast meira beinum annarra forsögulegra tegunda. Til dæmis er hauskúpan lík hauskúpum nútíma- manna, en axlir og mjaðmir líkari því sem sést hjá eldri tegundum. Sjálfur hikar Berger við að tala um Homo naledi sem mann, vegna þess hve mörg líkamseinkenni líkjast meira því sem þekkist í öpum en mönnum. Beinin fundust í hellakerfi sem nefnist Rísandi stjarna, djúpt niðri í afhelli sem ekki er hægt að komast í nema skríða gegnum ýmsa ranghala. Á einum stað er hæðin ekki nema tuttugu sentimetrar, þannig að fá varð sérlega granna einstaklinga til að skríða þangað niður til þess að sækja beinin. – gb Áður óþekkt tegund fundin Lee Berger smellir kossi á hauskúpu Homo naledi. NordicPhotos/AFP norður-írland Peter Robinson, for- sætisráðherra Norður-Írlands, hefur sagt af sér eftir að frumvarp um að leysa upp þingið og boða til kosn- inga var felld í kosningu á þinginu í gær. Þá er búist við því að fleiri ráð- herrar muni segja af sér á næstunni. Flokkur Robinsons, Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), hefur hótað því að yfirgefa ríkisstjórnar- samstarfið eftir að lögregluyfirvöld í Belfast lýstu því yfir að Írski lýðveldis- herinn (IRA) væri enn starfandi. Grunur um að lýðveldisherinn væri enn að störfum vaknaði eftir lög- reglurannsókn á morði á fyrrverandi liðsmanni hersins sem fannst látinn í síðasta mánuði. Talið er að liðsmenn IRA hafi verið að verki. Háttsettur meðlimur í Sinn Fein var handtekinn í tengslum við morð- rannsóknina en Sinn Fein á sæti í ríkisstjórn ásamt DUP. Írski lýð- veldisherinn starfaði áður náið með sjálfstæðissinnum, þar á meðal ein- staklingum innan Sinn Fein. Leiðtogar Sinn Fein hafa kallað eftir yfirvegun á meðan málið er í rannsókn og hafa beðið stjórnmála- menn um að stíga varlega til jarðar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu. – srs Telja lýðveldisherinn enn að störfum Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, og Martin McGuinnes varaforsætisráð- herra kalla eftir yfirvegaðri umræðu. NordicPhotos/AFP Ég hef oft séð sjó- veikt fólk en aldrei séð græna konu fyrr. Katrín Hjartar, fyrrverandi leiðsögumaður Þetta er alveg á kristaltæru − þetta er ekkert úllendúllendoff. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants 1 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 f Ö s t u d a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 0 F -C D 0 4 1 6 0 F -C B C 8 1 6 0 F -C A 8 C 1 6 0 F -C 9 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.